Ef það sé stefna Íslands að „hræða fólk í burtu“ þá sé það stefna allra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. febrúar 2024 11:26 Jón sagði alrangt að það væri stefnan að „hræða fólk frá“ en sagði á sama tíma að fólk kæmi til Íslands vegna þess að það fengi betri mótttökur hér en annars staðar. Ef menn vilja halda því fram að það sé stefna stjórnvalda á Íslandi í útlendingamálum „að hræða alla í burtu“, þá má segja það sama um stefnu nær allra ríkja Evrópu. Þetta sagði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, í Pallborðinu fyrir helgi, þar sem rætt var um útlendingamálin og stöðu fólksins sem fengið hefur dvalarleyfi á Íslandi en situr fast á Gasa. Með Jóni í Pallborðinu voru Nína Helgadóttir, sviðsstjóri málefna flóttafólks hjá Rauða krossinum, og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. Arndís sagði í Pallborðinu að það væri hreinlega stefna stjórnvalda hérlendis að herða reglur til að fæla fólk frá því að koma en Jón mótmælti þessu harðlega og sagði ríkisstjórnina bara vera að fylgja eftir Norðurlöndunum og öðrum ríkjum. „Af hverju eru að koma til Íslands miklu fleiri hlutfallslega, flóttamenn, heldur en til annarra landa? Er það útaf veðrinu eða legu landsins eða... hvað er það sem dregur fólk hingað? Það er hið augljósa, fyrir alla þá sem til þekkja, að það er vegna þess að í kerfinu okkar eru seglar þar sem fólk fær betri meðferð; fær meira fyrir að koma hingað. Eða til að mynda þeir sem hyggja á fjölskyldu sameiningu... af hverju skyldu þeir ekki koma til Íslands frekar en Danmerkur? Þegar það er þannig að fjölskyldumeðlimurinn sem er að sækja um fjölskyldusameiningu við fjölskylduna sína fær vernd og getur sama daginn sótt um fjölskyldusameiningu. Í Danmörku, þá þarf hann að vera þar í tvö ár áður en hann getur sótt um fjölskyldusameiningu,“ sagði Jón. Spurður að því hvort það væri mannúðlegt svaraði Jón að hann væri einfaldlega að svara því hvers vegna fjöldinn væri meiri hér en annars staðar. Hvert Evrópuríkið á fætur öðru hefði verið að herða löggjöfina í málaflokknum. Núverandi löggjöf á Íslandi væri „langt frá þessum löndum“ og þess vegna sæktu menn hingað. Jón sagði fólk hafa getað dvalið hér mun lengur en annars staðar, til að mynda þegar Venesúelabúum hefði verið veitt viðbótarvernd, og því væri ekki skrýtið að það veldi að koma hingað. Fólk „streymdi“ hingað vegna þess að reglurnar væru rýmri. „Og að kalla það einhverja mannvonsku að vilja breyta þessu til samræmis við þau lönd sem við berum okkur saman við í öllu tilliti; mannréttindalöggjöf okkar er byggð á löggjöf þessara landa, og svo framvegis og svo framvegis...“ Þá væru ónefnd kostnaðurinn og álag á innviði landsins. Pallborðið Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Þetta sagði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, í Pallborðinu fyrir helgi, þar sem rætt var um útlendingamálin og stöðu fólksins sem fengið hefur dvalarleyfi á Íslandi en situr fast á Gasa. Með Jóni í Pallborðinu voru Nína Helgadóttir, sviðsstjóri málefna flóttafólks hjá Rauða krossinum, og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. Arndís sagði í Pallborðinu að það væri hreinlega stefna stjórnvalda hérlendis að herða reglur til að fæla fólk frá því að koma en Jón mótmælti þessu harðlega og sagði ríkisstjórnina bara vera að fylgja eftir Norðurlöndunum og öðrum ríkjum. „Af hverju eru að koma til Íslands miklu fleiri hlutfallslega, flóttamenn, heldur en til annarra landa? Er það útaf veðrinu eða legu landsins eða... hvað er það sem dregur fólk hingað? Það er hið augljósa, fyrir alla þá sem til þekkja, að það er vegna þess að í kerfinu okkar eru seglar þar sem fólk fær betri meðferð; fær meira fyrir að koma hingað. Eða til að mynda þeir sem hyggja á fjölskyldu sameiningu... af hverju skyldu þeir ekki koma til Íslands frekar en Danmerkur? Þegar það er þannig að fjölskyldumeðlimurinn sem er að sækja um fjölskyldusameiningu við fjölskylduna sína fær vernd og getur sama daginn sótt um fjölskyldusameiningu. Í Danmörku, þá þarf hann að vera þar í tvö ár áður en hann getur sótt um fjölskyldusameiningu,“ sagði Jón. Spurður að því hvort það væri mannúðlegt svaraði Jón að hann væri einfaldlega að svara því hvers vegna fjöldinn væri meiri hér en annars staðar. Hvert Evrópuríkið á fætur öðru hefði verið að herða löggjöfina í málaflokknum. Núverandi löggjöf á Íslandi væri „langt frá þessum löndum“ og þess vegna sæktu menn hingað. Jón sagði fólk hafa getað dvalið hér mun lengur en annars staðar, til að mynda þegar Venesúelabúum hefði verið veitt viðbótarvernd, og því væri ekki skrýtið að það veldi að koma hingað. Fólk „streymdi“ hingað vegna þess að reglurnar væru rýmri. „Og að kalla það einhverja mannvonsku að vilja breyta þessu til samræmis við þau lönd sem við berum okkur saman við í öllu tilliti; mannréttindalöggjöf okkar er byggð á löggjöf þessara landa, og svo framvegis og svo framvegis...“ Þá væru ónefnd kostnaðurinn og álag á innviði landsins.
Pallborðið Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira