Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2025 10:54 Bílar í morgunumferð spúa koltvísýringi út í vetrarmyrkrið. Þeim fjölgar á milli ára sem telja stjórnvöld ganga of langt í að koma í veg fyrir slíka losun. Vísir/Vilhelm Þótt flestir telji að íslensk stjórnvöld geri of lítið til þess að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum fjölgar þeim sem telja of langt gengið. Karlar eru mun líklegri til þess að telja of mikið gert og hafa mun minni áhyggjur af loftslagsbreytingum en konur. Þetta er á meðal niðurstaðana skoðanakönnunar sem Maskína gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands og er birt á meðan loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna er haldin í Belem í Brasilíu. Hnattræn hlýnun nemur nú þegar meira en gráðu frá iðnbyltingu og gæti náð um þremur gráðum fyrir lok aldarinnar verði ekki dregið hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda. Helsta uppspretta þeirra er bruni mannkynsins á jarðefnaeldsneyti; kolum, olíu og jarðgasi. Hlutfall þeirra sem telur stjórnvöld ekki aðhafast nóg hefur lækkað frá því í fyrra. Þá sögðu 54 prósent að stjórnvöld drægju ekki nógu hratt úr losun Íslendinga en 46 prósent eru þeirrar skoðunar nú. Á sama tíma fjölgar þeim sem telja stjórnvöld gera of mikið. Hlutfallið er nú yfir fjórðungur en það var innan við fimmtungur í október í fyrra. Af þeim finnst 14,5 prósentum alltof mikið gert. Rúmum fjórðungi finnst nóg gert. Hvað loftslagsvandann sjálfan varðar segjast 48 prósent svarenda hafa áhyggjur af loftslagsáhrifum í heiminum en rúmur fjórðungur hvorki miklar né litlar. Fjórðungur hefur litlar eða engar áhyggjur, þar af sex prósent engar áhyggjur. Gjá á milli karla og kvenna Gríðarlegur munur er á afstöðu kynjanna til várinnar og aðgerða stjórnvalda. Þannig eru karlmenn mun torhrifnari en konur. Vel innan við helmingur karla segist hafa áhyggjur af loftslagsbreytingum, tæp 38 prósent, en hátt í sextíu prósent kvenna. Íslensk stjórnvöld stefna að því að draga úr svonefndri samfélagslosun gróðurhúsalofttegunda um 41 prósent fyrir árið 2030. Stærsti hluti hennar er losun frá vegasamgöngum vegna bruna á bensíni og olíu.Vísir/Vilhelm Þá telja rúm 37 prósent karla stjórnvöld gera of mikið en aðeins fjórtán prósent kvenna. Innan við þriðjungur karla telur stjórnvöld ekki gera nóg en 62,5 prósent kvenna. Sterk fylgni er einnig á milli menntunar og hversu miklar áhyggjur fólk hefur af loftslagsvandanum og viðbrögðum stjórnvalda við honum. Eftir því sem menntunarstig svarenda var hærra voru þeir líklegri til þess að hafa áhyggjur af stöðunni og telja að stjórnvöld gerðu ekki nóg. Miðflokkurinn sker sig úr Kjósendur Miðflokksins skera sig verulega úr í afstöðu til beggja spurninga. Tæp sextíu prósent þeirra hefur litlar eða engar áhyggjur af loftslagsbreytingum, þar af rúm 23 prósent engar. Hverfandi hluti þeirra hefur áhyggjur af stöðunni, aðeins rúm átta prósent. Sama gildir með hvort stjórnvöld gangi nógu langt í að draga úr losun. Tæplega sjötíu prósent miðflokksmanna telja stjórnvöld gera of mikið, þar af 47,5 prósent alltof mikið. Aðeins tæp sjö prósent þeirra telja of lítið gert. Þó að Ísland hafi gerst aðili að Parísarsamningnum í forsætísráðherratíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, núverandi formanns Miðflokksins, er kjósendur hans mest á móti loftslagsaðgerðum og hafa minnstar áhyggjur af loftslagsbreytingum sem slíkum.Vísir/Lýður Valberg Eini flokkurinn sem kemst eitthvað í áttina að áhyggjuleysi Miðflokksins af loftslagsmálum er Sjálfstæðisflokkurinn. Rúm fjörutíu prósent kjósenda hans segjast litlar eða engar áhyggjur hafa af vandanum, en aðeins þrjú prósent engar. Rúm 46 prósent sjálfstæðismanna segjast telja stjórnvöld ganga of langt í að draga úr losun en um fimmtungur ekki nógu langt. Stór hluti kjósenda Flokks fólksins með efasemdir Af kjósendum flokkanna sem eiga sæti á Alþingi er samfylkingar- og viðreisnarfólk líklegast til að telja að stjórnvöld ekki gera nóg til að draga úr losun. Það er einnig líklegast til þess að lýsa áhyggjum af loftslagsbreytingum. Innan við helmingur framsóknarmanna og kjósenda Flokks fólksins hefur áhyggjur af loftslagsbreytingum. Rúmt 41 prósent kjósenda Flokks fólksins telur of langt gengið í að draga úr losun en aðeins tæp sextán prósent kjósenda Framsóknar. Skoðanakannanir Loftslagsmál Umhverfismál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Félagasamtök Miðflokkurinn Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Þetta er á meðal niðurstaðana skoðanakönnunar sem Maskína gerði fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands og er birt á meðan loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna er haldin í Belem í Brasilíu. Hnattræn hlýnun nemur nú þegar meira en gráðu frá iðnbyltingu og gæti náð um þremur gráðum fyrir lok aldarinnar verði ekki dregið hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda. Helsta uppspretta þeirra er bruni mannkynsins á jarðefnaeldsneyti; kolum, olíu og jarðgasi. Hlutfall þeirra sem telur stjórnvöld ekki aðhafast nóg hefur lækkað frá því í fyrra. Þá sögðu 54 prósent að stjórnvöld drægju ekki nógu hratt úr losun Íslendinga en 46 prósent eru þeirrar skoðunar nú. Á sama tíma fjölgar þeim sem telja stjórnvöld gera of mikið. Hlutfallið er nú yfir fjórðungur en það var innan við fimmtungur í október í fyrra. Af þeim finnst 14,5 prósentum alltof mikið gert. Rúmum fjórðungi finnst nóg gert. Hvað loftslagsvandann sjálfan varðar segjast 48 prósent svarenda hafa áhyggjur af loftslagsáhrifum í heiminum en rúmur fjórðungur hvorki miklar né litlar. Fjórðungur hefur litlar eða engar áhyggjur, þar af sex prósent engar áhyggjur. Gjá á milli karla og kvenna Gríðarlegur munur er á afstöðu kynjanna til várinnar og aðgerða stjórnvalda. Þannig eru karlmenn mun torhrifnari en konur. Vel innan við helmingur karla segist hafa áhyggjur af loftslagsbreytingum, tæp 38 prósent, en hátt í sextíu prósent kvenna. Íslensk stjórnvöld stefna að því að draga úr svonefndri samfélagslosun gróðurhúsalofttegunda um 41 prósent fyrir árið 2030. Stærsti hluti hennar er losun frá vegasamgöngum vegna bruna á bensíni og olíu.Vísir/Vilhelm Þá telja rúm 37 prósent karla stjórnvöld gera of mikið en aðeins fjórtán prósent kvenna. Innan við þriðjungur karla telur stjórnvöld ekki gera nóg en 62,5 prósent kvenna. Sterk fylgni er einnig á milli menntunar og hversu miklar áhyggjur fólk hefur af loftslagsvandanum og viðbrögðum stjórnvalda við honum. Eftir því sem menntunarstig svarenda var hærra voru þeir líklegri til þess að hafa áhyggjur af stöðunni og telja að stjórnvöld gerðu ekki nóg. Miðflokkurinn sker sig úr Kjósendur Miðflokksins skera sig verulega úr í afstöðu til beggja spurninga. Tæp sextíu prósent þeirra hefur litlar eða engar áhyggjur af loftslagsbreytingum, þar af rúm 23 prósent engar. Hverfandi hluti þeirra hefur áhyggjur af stöðunni, aðeins rúm átta prósent. Sama gildir með hvort stjórnvöld gangi nógu langt í að draga úr losun. Tæplega sjötíu prósent miðflokksmanna telja stjórnvöld gera of mikið, þar af 47,5 prósent alltof mikið. Aðeins tæp sjö prósent þeirra telja of lítið gert. Þó að Ísland hafi gerst aðili að Parísarsamningnum í forsætísráðherratíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, núverandi formanns Miðflokksins, er kjósendur hans mest á móti loftslagsaðgerðum og hafa minnstar áhyggjur af loftslagsbreytingum sem slíkum.Vísir/Lýður Valberg Eini flokkurinn sem kemst eitthvað í áttina að áhyggjuleysi Miðflokksins af loftslagsmálum er Sjálfstæðisflokkurinn. Rúm fjörutíu prósent kjósenda hans segjast litlar eða engar áhyggjur hafa af vandanum, en aðeins þrjú prósent engar. Rúm 46 prósent sjálfstæðismanna segjast telja stjórnvöld ganga of langt í að draga úr losun en um fimmtungur ekki nógu langt. Stór hluti kjósenda Flokks fólksins með efasemdir Af kjósendum flokkanna sem eiga sæti á Alþingi er samfylkingar- og viðreisnarfólk líklegast til að telja að stjórnvöld ekki gera nóg til að draga úr losun. Það er einnig líklegast til þess að lýsa áhyggjum af loftslagsbreytingum. Innan við helmingur framsóknarmanna og kjósenda Flokks fólksins hefur áhyggjur af loftslagsbreytingum. Rúmt 41 prósent kjósenda Flokks fólksins telur of langt gengið í að draga úr losun en aðeins tæp sextán prósent kjósenda Framsóknar.
Skoðanakannanir Loftslagsmál Umhverfismál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Félagasamtök Miðflokkurinn Flokkur fólksins Framsóknarflokkurinn Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira