Karlinn í skýjunum Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 28. janúar 2024 22:01 Myndin af Guði sem bókstaflegum karli í skýjunum riðlast strax í barnæsku, en myndmál og myndhverfingar eru nauðsynlegar öllum manneskjum til að geta tekist á við lífið, til að geta greint tilveruna og notið hennar. Trúarlegt myndmál er einmitt það, tilraun til að greina og skilja tilveru okkar með merkingarbærum hætti. Eitt af áhrifameiri verkum síðari tíma í hugvísindum er bók sem bandarísku heimspekingarnir George Lackoff og Mark Johnson gáfu út árið 1980 og nefnist Myndhverfingar sem við lifum eftir eða Metaphors we live by. Höfundarnir starfa á sviði tungumálaheimspeki og vitsmunavísinda og kortlögðu það myndmál sem við notum til að greina og takast á við heiminn. Við lærum í tungumálakennslu í gagnfræðaskóla að greina ljóð og bókmenntir eftir því hverskonar myndmál kemur þar fyrir, lærum muninn á viðlíkingu og myndhverfingu, en við leiðum sjaldnast hugann að því að myndmál er ekki einungis viðfangsefni bókmenntanna. Myndmál er það verkfæri sem við notum til að gera líf okkar merkingarbært í hugsun okkar. Að vera ástfangin/n er ekki myndmál sem er merkingarbært í bókstaflegum skilningi, við erum hvorki fangin/n af ástinni né fangi þess sem við elskum, en það að vera ástfangin/n er ekki saklaus myndhverfing, hún er grundvöllur þess sem fólk byggir ákvarðanir um framtíð sína á. Með sama hætti notum við myndmál í daglegu lífi til að greina og vinna úr reynslu okkar. Sumt er „tímasóun“, maður „finnur sig ekki í námi“, vantar að finna „sína hillu í lífinu“ eða er jafnvel „ekki við eina fjölina felld/ur“ og svo mætti lengi telja. Þessar myndhverfingar eru ekki merkingarbærar í bókstaflegum skilningi en þær varða tilveru okkar og tilgang engu að síður. Hið sama á við um myndmál trúarinnar. Myndmál er þess eðlis að varða grundvallarspurningar tilveru okkar. Öll þurfum við að takast á við lífið og flest okkar reyna það á lífsleiðinni að lifa í skugga áfalla og sorgar. Andspænis verkefnum lífsins skipta þær myndhverfingar sem við leitum í máli og þær köllum við trú og lífsskoðun. Von, kærleikur, tilgangur, það að tilheyra, eru fyrirbæri sem við getum einungis rætt um með myndmáli, oft trúarlegu, en þau eru ekki saklausar myndhverfingar, heldur grundvallarforsendur þess að vera manneskja. Manneskja án vonar, án tilgangs, án kærleika og þeirri tilfinningu að tilheyra mun ekki upplifa sig farsæla í lífinu. Mikilvægasta myndmál trúarinnar er sá boðskapur að þú ert elskuð og elskaður og elskað og að þú tilheyrir. Það er myndhverfing sem er þess virði að lifa eftir. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Trúmál Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega Skoðun Skoðun Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Blóðmeramálið að kosningamáli Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Myndin af Guði sem bókstaflegum karli í skýjunum riðlast strax í barnæsku, en myndmál og myndhverfingar eru nauðsynlegar öllum manneskjum til að geta tekist á við lífið, til að geta greint tilveruna og notið hennar. Trúarlegt myndmál er einmitt það, tilraun til að greina og skilja tilveru okkar með merkingarbærum hætti. Eitt af áhrifameiri verkum síðari tíma í hugvísindum er bók sem bandarísku heimspekingarnir George Lackoff og Mark Johnson gáfu út árið 1980 og nefnist Myndhverfingar sem við lifum eftir eða Metaphors we live by. Höfundarnir starfa á sviði tungumálaheimspeki og vitsmunavísinda og kortlögðu það myndmál sem við notum til að greina og takast á við heiminn. Við lærum í tungumálakennslu í gagnfræðaskóla að greina ljóð og bókmenntir eftir því hverskonar myndmál kemur þar fyrir, lærum muninn á viðlíkingu og myndhverfingu, en við leiðum sjaldnast hugann að því að myndmál er ekki einungis viðfangsefni bókmenntanna. Myndmál er það verkfæri sem við notum til að gera líf okkar merkingarbært í hugsun okkar. Að vera ástfangin/n er ekki myndmál sem er merkingarbært í bókstaflegum skilningi, við erum hvorki fangin/n af ástinni né fangi þess sem við elskum, en það að vera ástfangin/n er ekki saklaus myndhverfing, hún er grundvöllur þess sem fólk byggir ákvarðanir um framtíð sína á. Með sama hætti notum við myndmál í daglegu lífi til að greina og vinna úr reynslu okkar. Sumt er „tímasóun“, maður „finnur sig ekki í námi“, vantar að finna „sína hillu í lífinu“ eða er jafnvel „ekki við eina fjölina felld/ur“ og svo mætti lengi telja. Þessar myndhverfingar eru ekki merkingarbærar í bókstaflegum skilningi en þær varða tilveru okkar og tilgang engu að síður. Hið sama á við um myndmál trúarinnar. Myndmál er þess eðlis að varða grundvallarspurningar tilveru okkar. Öll þurfum við að takast á við lífið og flest okkar reyna það á lífsleiðinni að lifa í skugga áfalla og sorgar. Andspænis verkefnum lífsins skipta þær myndhverfingar sem við leitum í máli og þær köllum við trú og lífsskoðun. Von, kærleikur, tilgangur, það að tilheyra, eru fyrirbæri sem við getum einungis rætt um með myndmáli, oft trúarlegu, en þau eru ekki saklausar myndhverfingar, heldur grundvallarforsendur þess að vera manneskja. Manneskja án vonar, án tilgangs, án kærleika og þeirri tilfinningu að tilheyra mun ekki upplifa sig farsæla í lífinu. Mikilvægasta myndmál trúarinnar er sá boðskapur að þú ert elskuð og elskaður og elskað og að þú tilheyrir. Það er myndhverfing sem er þess virði að lifa eftir. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun