Samkennd er samfélagsleg verðmæti Brynhildur Björnsdóttir skrifar 24. janúar 2024 10:31 Í dag er hálf öld, eitt ár og einn dagur síðan framtíðin sem íbúar Vestmannaeyja sáu fyrir sér kollvarpaðist á einnu nóttu. Eins og þar og þá stendur samfélagið í Grindavík nú frammi fyrir því að forsendur framtíðarinnar eru að bresta. Húsin standa yfirgefin, skólar eru tómir, vinnustaðurinn lokaður, félagslíf tætt, tómstundir, róluvöllurinn, göngustígurinn, garðurinn, heimilið... öllu var kippt undan fótunum í einu vettvangi, bókstaflega. Íslendingar þekkja því miður alltof vel til náttúrunnar og hversu óblíð hún getur verið. Í gegnum aldirnar höfum við upplifað eldsumbrot, skriðuföll, snjóflóð, sjávarháska og jarðskjálfta svo fátt eitt sé nefnt. Hér hefur byggst upp harðgert og traust samfélag þar sem samkenndin er grunnstilling og það þarf ekki mikið til að öll óeining sé lögð til hliðar þegar þörf er á og samfélagið leggist allt á eitt, óháð efnahag, stétt eða stöðu, til að hlúa að hvert öðru og leysa sameiginlega þau verkefni sem að steðja. Nú veltum við fyrir okkur framtíð bæjarfélagsins Grindavíkur en ekki síður samfélagsins þar. Ríkisstjórnin hefur nálgast spurningarnar um framtíð Grindavíkur með því að virkja kosti samfélagsins til að komast að þeirri niðurstöðu sem er best fyrir sem flest. Aðgerðirnar hafa frá byrjun einkennst af virðingu fyrir vilja Grindvíkinga og verið metnar út frá samtölum við íbúana fyrst og fremst. Það er mikilvægt að íbúar Grindavíkur, eins og íbúar Vestmannaeyja fyrir hálfri öld, fái tíma, þolinmæði og stuðning í fordæmafáum aðstæðum. Ríkisstjórnin hefur með aðgerðum sínum unnið að því að gefa samfélaginu í Grindavík færi á skjóli og andrými á meðan þau takast á við það flókna verkefni að taka afdrifaríkar ákvarðanir um framtíð sína. Samfélag er nefnilega ekki bara landafræðileg staðsetning húsa. Samfélag er sameiginleg hugmynd um hagsmuni, um jöfnuð og systkinalag, sameiginlega sjóði sem ráðstafað er til verkefna sem gagnast öllum, sameiginlega framtíðarsýn. Helstu verðmæti samfélags er ekki gatnakerfi eða innviðir, þó það sé vissulega mikilvægt, heldur samfélagsvitund og samkennd. Í Vestmannaeyjum var bæjarfélag endurbyggt a hrauninu. Hver svo sem niðurstaðan verður um framtíð Grindavíkur þá á samfélagið þar stuðning stærra samfélagsins, ríkisstjórnarinnar og okkar allra, vísan. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Vinstri græn Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er hálf öld, eitt ár og einn dagur síðan framtíðin sem íbúar Vestmannaeyja sáu fyrir sér kollvarpaðist á einnu nóttu. Eins og þar og þá stendur samfélagið í Grindavík nú frammi fyrir því að forsendur framtíðarinnar eru að bresta. Húsin standa yfirgefin, skólar eru tómir, vinnustaðurinn lokaður, félagslíf tætt, tómstundir, róluvöllurinn, göngustígurinn, garðurinn, heimilið... öllu var kippt undan fótunum í einu vettvangi, bókstaflega. Íslendingar þekkja því miður alltof vel til náttúrunnar og hversu óblíð hún getur verið. Í gegnum aldirnar höfum við upplifað eldsumbrot, skriðuföll, snjóflóð, sjávarháska og jarðskjálfta svo fátt eitt sé nefnt. Hér hefur byggst upp harðgert og traust samfélag þar sem samkenndin er grunnstilling og það þarf ekki mikið til að öll óeining sé lögð til hliðar þegar þörf er á og samfélagið leggist allt á eitt, óháð efnahag, stétt eða stöðu, til að hlúa að hvert öðru og leysa sameiginlega þau verkefni sem að steðja. Nú veltum við fyrir okkur framtíð bæjarfélagsins Grindavíkur en ekki síður samfélagsins þar. Ríkisstjórnin hefur nálgast spurningarnar um framtíð Grindavíkur með því að virkja kosti samfélagsins til að komast að þeirri niðurstöðu sem er best fyrir sem flest. Aðgerðirnar hafa frá byrjun einkennst af virðingu fyrir vilja Grindvíkinga og verið metnar út frá samtölum við íbúana fyrst og fremst. Það er mikilvægt að íbúar Grindavíkur, eins og íbúar Vestmannaeyja fyrir hálfri öld, fái tíma, þolinmæði og stuðning í fordæmafáum aðstæðum. Ríkisstjórnin hefur með aðgerðum sínum unnið að því að gefa samfélaginu í Grindavík færi á skjóli og andrými á meðan þau takast á við það flókna verkefni að taka afdrifaríkar ákvarðanir um framtíð sína. Samfélag er nefnilega ekki bara landafræðileg staðsetning húsa. Samfélag er sameiginleg hugmynd um hagsmuni, um jöfnuð og systkinalag, sameiginlega sjóði sem ráðstafað er til verkefna sem gagnast öllum, sameiginlega framtíðarsýn. Helstu verðmæti samfélags er ekki gatnakerfi eða innviðir, þó það sé vissulega mikilvægt, heldur samfélagsvitund og samkennd. Í Vestmannaeyjum var bæjarfélag endurbyggt a hrauninu. Hver svo sem niðurstaðan verður um framtíð Grindavíkur þá á samfélagið þar stuðning stærra samfélagsins, ríkisstjórnarinnar og okkar allra, vísan. Höfundur er þingmaður VG.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar