Útspil Svandísar Sigmar Guðmundsson skrifar 22. janúar 2024 13:30 Það blasir við öllum að staða Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, er mjög veik. Það er auðvitað með talsverðum ólíkindum að undanfarnar vikur hefur ráðherra setið í meirihlutastjórn án þess að njóta stuðnings samstarfsflokkanna. Útspili hennar í morgun, um að óháðir aðilar fari yfir þá stjórnsýslu og lagaumgjörð sem gildir um hvalveiðar, er ætlað að lægja öldurnar. Óvíst er að það dugi til ef marka má viðbrögðin. Þó eru þær raddir farnar að heyrast að hinir stjórnarflokkarnir ætli mögulega að verja ráðherrann vantrausti með því að vísa í stór verkefni sem blasa við. Er þá einkum talað um aðgerðir fyrir Grindvíkinga og svo að ná niður verðbólgu og vöxtum. Allir sjá og vita að hingað til hefur þessi ríkisstjórn ekki náð saman um nauðsynlegar aðgerðir í ríkisfjármálum til að slá á verðbólguna. Það mun ekki breytast í bráð. Í stjórnmálunum er svo almenn samstaða um að ríkisvaldinu beri að koma Grindvíkingum til hjálpar, það er ekki bara bundið við þennan stjórnarmeirihluta. Grindvíkingar þurfa samstíga ríkisstjórn þar sem innanmein og átök flækjast ekki fyrir bráðnauðsynlegu viðbragði þeim til handa. Það var áhugavert að heyra í Ólafi Þ Harðarsyni í fréttnum í gærkvöldi. Ég held að það sé hins vegar ekki rétt hjá honum að VG sætti sig við að nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiði atkvæði með vantrausti á Matvælaráðherra. Þingflokksformaður VG hefur talað þannig að ef allir stjórnarþingmenn verja ekki ráðherrann, þá springur stjórnin. Sjálfur hef ég aldrei stutt Svandísi né aðra ráðherra í þessari ríkisstjórn og mun greiða atkvæði með vantraustinu. Það er brýnt að koma þessari ríkisstjórn frá völdum. Miðað við mjög stór orð nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins á liðnum vikum, hlýtur það að verða niðurstaðan. Trúir því einhver að Jón Gunnarsson, Hildur Sverrisdóttir, Óli Björn Kárason, Vilhjálmur Árnason og Teitur Björn Einarsson, sem harðast ganga fram gegn Svandísi, séu slíkar geðluðrur að þau standi ekki við stóru orðin. Svandís fer ekki sjálfviljug úr ráðuneytinu, það sást glögglega á útspili hennar í morgun, og þessir þingmenn sætta sig varla við að ráðherrann haldi embætti gegn því einu að Hvalveiðar færist yfir í annað ráðuneyti eins og rætt er um. Það yrði niðurlægjandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það myndi staðfesta enn og aftur að einu hugsjónir flokksins í þessu samstarfi er að verma áhrifalausa ráðherrastóla á meðan VG stýrir landinu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Viðreisn Hvalveiðar Stjórnsýsla Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það blasir við öllum að staða Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, er mjög veik. Það er auðvitað með talsverðum ólíkindum að undanfarnar vikur hefur ráðherra setið í meirihlutastjórn án þess að njóta stuðnings samstarfsflokkanna. Útspili hennar í morgun, um að óháðir aðilar fari yfir þá stjórnsýslu og lagaumgjörð sem gildir um hvalveiðar, er ætlað að lægja öldurnar. Óvíst er að það dugi til ef marka má viðbrögðin. Þó eru þær raddir farnar að heyrast að hinir stjórnarflokkarnir ætli mögulega að verja ráðherrann vantrausti með því að vísa í stór verkefni sem blasa við. Er þá einkum talað um aðgerðir fyrir Grindvíkinga og svo að ná niður verðbólgu og vöxtum. Allir sjá og vita að hingað til hefur þessi ríkisstjórn ekki náð saman um nauðsynlegar aðgerðir í ríkisfjármálum til að slá á verðbólguna. Það mun ekki breytast í bráð. Í stjórnmálunum er svo almenn samstaða um að ríkisvaldinu beri að koma Grindvíkingum til hjálpar, það er ekki bara bundið við þennan stjórnarmeirihluta. Grindvíkingar þurfa samstíga ríkisstjórn þar sem innanmein og átök flækjast ekki fyrir bráðnauðsynlegu viðbragði þeim til handa. Það var áhugavert að heyra í Ólafi Þ Harðarsyni í fréttnum í gærkvöldi. Ég held að það sé hins vegar ekki rétt hjá honum að VG sætti sig við að nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiði atkvæði með vantrausti á Matvælaráðherra. Þingflokksformaður VG hefur talað þannig að ef allir stjórnarþingmenn verja ekki ráðherrann, þá springur stjórnin. Sjálfur hef ég aldrei stutt Svandísi né aðra ráðherra í þessari ríkisstjórn og mun greiða atkvæði með vantraustinu. Það er brýnt að koma þessari ríkisstjórn frá völdum. Miðað við mjög stór orð nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins á liðnum vikum, hlýtur það að verða niðurstaðan. Trúir því einhver að Jón Gunnarsson, Hildur Sverrisdóttir, Óli Björn Kárason, Vilhjálmur Árnason og Teitur Björn Einarsson, sem harðast ganga fram gegn Svandísi, séu slíkar geðluðrur að þau standi ekki við stóru orðin. Svandís fer ekki sjálfviljug úr ráðuneytinu, það sást glögglega á útspili hennar í morgun, og þessir þingmenn sætta sig varla við að ráðherrann haldi embætti gegn því einu að Hvalveiðar færist yfir í annað ráðuneyti eins og rætt er um. Það yrði niðurlægjandi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það myndi staðfesta enn og aftur að einu hugsjónir flokksins í þessu samstarfi er að verma áhrifalausa ráðherrastóla á meðan VG stýrir landinu. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar