Lögreglan sé almennt mjög heppin með stjórnendur og starfið gangi vel Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 22. janúar 2024 09:00 Þetta er haft eftir Höllu Bergþóru lögreglustjóra á Höfuðborgarsvæðinu eftir að yfirmaður innan lögreglunnar var færður til í starfi eftir að hann gerðist uppvís að því að hafa ítrekað beitt samstarfskonu sína ofbeldi. Niðurstaða fagráðs ríkislögreglustjóra segir að í 10 af 12 liðum í kvörtun á hendur manninum séu flokkaðar sem ofbeldi og að umsögn hafi verið send lögreglustjóra sem er falið að finna viðeigandi úrræði. Eftir að lögreglumaðurinn kom úr leyfi var hann færður til í starfi og sinnir í dag meðal annars því að koma að gæðastjórnun í rannsóknum kynferðisbrota. Fagráð ríkislögreglustjóra var sett á laggirnar um mitt árið 2014 til að takast á við beina og óbeina mismunun, kynbundið áreiti, kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi og einelti innan lögreglunnar. Á seinustu tíu árum hafa 27 mál ratað á borð fagráðsins en samkvæmt skýrslu frá árinu 2018 um áskoranir og tækifæri í jafnréttisstarfi innan lögreglunnar er máluð heldur dökk mynd af menningunni sem þrífst innan þeirra stofnunar. Samkvæmt skýrslunni kemur fram að tíðni kynferðislegrar áreitni innan lögreglunnar mældist 8% og voru þolendur í langflestum tilvikum konur en 31% lögreglukvenna hafði upplifað sig sem þolendur slíks ofbeldis. Algengast var að gerendur væru karlkyns samstarfsmenn en einnig talsvert um að það væru karlkyns yfirmenn. Þegar litið er til nýlegra umfjöllunar um mál lögreglumanna sem hafa farið í tímabundið leyfi eða færðir til í starfi vegna saka um kynbundið ofbeldi eða áreitni má áætla að það hafi ekki orðið miklar breytingar í vinnumenningu innan veggja lögreglunnar. Samkvæmt skýrslunni frá 2018 var leitað skýringa á einelti og kynferðislegri áreitni innan lögreglunnar og komist var að þeirri niðurstöðu að í raun byggist menningin á því að illa sé tekið á slíkum málum innan lögreglu og að væntingar séu að þetta sé fylgifiskur þess að starfa á þessum vettvangi. Í skýrslunni er farið yfir alvarleika afleiðinga kynferðislegrar áreitni og eineltis og ástæður þess að þolendur tilkynni ekki slík mál til yfirmanna sinna. Þar kemur fram að meðal skýringa sé vantrú á að eitthvað verði gert, áreitnin ekki talin nægilega alvarleg, ótti við gerendur og tregða til að blanda yfirmönnum í málið. Sérfræðingar fagráðs hafi þá einnig bent á að mjög mikið andlegt álag fylgi því að fara í gegn um tilkynningarferlið og það fæli frá. Þessar upplýsingar eru lýsandi fyrir það hvernig þolendur í samfélaginu upplifa að tilkynna ofbeldi til lögreglunna og hvernig eiga þolendur að treysta á lögregluna sem nú sem oft áður sýnir vangetu á að takast á við slík mál innan veggja embættisins. Þolendur hafa löngum reynt að útskýra ferlið og erfiðleikana sem fylgja því að tilkynna ofbeldi en líkt og með starfsmenn lögreglunnar sjáfra þá hafa þolendur margir hverjir misst trúna á getu lögreglunnar til að vinna mál þeirra af fagmennsku. Hvernig er hægt að treysta á lögreglu sem treystir sér ekki sjálf til að takast á við sín eigin ofbeldismál ? Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta er haft eftir Höllu Bergþóru lögreglustjóra á Höfuðborgarsvæðinu eftir að yfirmaður innan lögreglunnar var færður til í starfi eftir að hann gerðist uppvís að því að hafa ítrekað beitt samstarfskonu sína ofbeldi. Niðurstaða fagráðs ríkislögreglustjóra segir að í 10 af 12 liðum í kvörtun á hendur manninum séu flokkaðar sem ofbeldi og að umsögn hafi verið send lögreglustjóra sem er falið að finna viðeigandi úrræði. Eftir að lögreglumaðurinn kom úr leyfi var hann færður til í starfi og sinnir í dag meðal annars því að koma að gæðastjórnun í rannsóknum kynferðisbrota. Fagráð ríkislögreglustjóra var sett á laggirnar um mitt árið 2014 til að takast á við beina og óbeina mismunun, kynbundið áreiti, kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi og einelti innan lögreglunnar. Á seinustu tíu árum hafa 27 mál ratað á borð fagráðsins en samkvæmt skýrslu frá árinu 2018 um áskoranir og tækifæri í jafnréttisstarfi innan lögreglunnar er máluð heldur dökk mynd af menningunni sem þrífst innan þeirra stofnunar. Samkvæmt skýrslunni kemur fram að tíðni kynferðislegrar áreitni innan lögreglunnar mældist 8% og voru þolendur í langflestum tilvikum konur en 31% lögreglukvenna hafði upplifað sig sem þolendur slíks ofbeldis. Algengast var að gerendur væru karlkyns samstarfsmenn en einnig talsvert um að það væru karlkyns yfirmenn. Þegar litið er til nýlegra umfjöllunar um mál lögreglumanna sem hafa farið í tímabundið leyfi eða færðir til í starfi vegna saka um kynbundið ofbeldi eða áreitni má áætla að það hafi ekki orðið miklar breytingar í vinnumenningu innan veggja lögreglunnar. Samkvæmt skýrslunni frá 2018 var leitað skýringa á einelti og kynferðislegri áreitni innan lögreglunnar og komist var að þeirri niðurstöðu að í raun byggist menningin á því að illa sé tekið á slíkum málum innan lögreglu og að væntingar séu að þetta sé fylgifiskur þess að starfa á þessum vettvangi. Í skýrslunni er farið yfir alvarleika afleiðinga kynferðislegrar áreitni og eineltis og ástæður þess að þolendur tilkynni ekki slík mál til yfirmanna sinna. Þar kemur fram að meðal skýringa sé vantrú á að eitthvað verði gert, áreitnin ekki talin nægilega alvarleg, ótti við gerendur og tregða til að blanda yfirmönnum í málið. Sérfræðingar fagráðs hafi þá einnig bent á að mjög mikið andlegt álag fylgi því að fara í gegn um tilkynningarferlið og það fæli frá. Þessar upplýsingar eru lýsandi fyrir það hvernig þolendur í samfélaginu upplifa að tilkynna ofbeldi til lögreglunna og hvernig eiga þolendur að treysta á lögregluna sem nú sem oft áður sýnir vangetu á að takast á við slík mál innan veggja embættisins. Þolendur hafa löngum reynt að útskýra ferlið og erfiðleikana sem fylgja því að tilkynna ofbeldi en líkt og með starfsmenn lögreglunnar sjáfra þá hafa þolendur margir hverjir misst trúna á getu lögreglunnar til að vinna mál þeirra af fagmennsku. Hvernig er hægt að treysta á lögreglu sem treystir sér ekki sjálf til að takast á við sín eigin ofbeldismál ? Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun