Ákall til auðvaldsins Gunnar Dan Wiium skrifar 17. janúar 2024 07:30 Í upphafi þessa pistils skal það tekið fram að höfundurinn er einfaldur í augum heimsins. Hann er ekki með háskólagráður í stjórnmála, viðskipta, hag né samfélagsfræðum. Hann er einfaldur búðarkall sem selur rennibekki og sporjárn í dagtímann. En hann veltir fyrir sér, veltir steinum og staldrar við í endurspeglun sinni á þeim sviptingum sem eiga sér stað í samfélagi að hverju sinni. Nú eiga sér stað hamfarir á landinu þar sem ekki bara líf fólks er í hættu og þá sérstaklega þeirra manna og kvenna sem leggja sitt á vogaskálarnar á svæðum sem vægast sagt eru óútreiknanleg. Aleigur fólks í formi fasteigna eru að svo stöddu orðin að engu og óvissan algjör. Fólkið er heimilislaust og atvinnustarfsemi margra er í lamasessi sem í mörgum tilfellum getur aðeins endað á einn veg. Í botn og grunn er allt í skrúfunni og við mennirnir sem hugsum lausnamiðað í dögum eða vikum getum verið að horfa á senu sem varir í ár eða áratugi, allt eftir hentugleika jarðskorpu og fljótandi grjóts. Fólkið talar um ákall til stjórnvalda eins og um ræðir einhverja sjálfbæra einingu sem situr á gulli sem hægt er að nota í að kaupa upp eignir bæta orðið tjón. Eflaust eru sjóðir sem ætlaðir eru í tilfelli sem þessi en eins og mér var réttilega bent á í morgun af mun klárari manneskju en ég sjálfur þá þýðir það ekki að sjóðirnir séu stútfullir af peningum. Þeir hafa mögulega bara verið notaðir í eitthvað, peningarnir. Svona eins og á svona venjulegu heimili þá eru sumir með varasjóð, svona sjóð til að kaupa nýja þvottavél eða fara í frí og svoleiðis. Hvað gerist svo ef það springur lögn í kjallaranum og allt í einu ertu með feitan reikning frá píparanum á heimabankanum? Það er kannski ekki til neinn sjóður sem heitir píparasjóðurinn en þá er bara vaðið í næsta sjóð, frísjóðinn eða þvottavélasjóðinn. Svo gerir fólkið ákall til stjórnvalda eins og reikningurinn endi einhverstaðar annarstaðar en í aukinni skattinnheimtu og gjöldum. Pupullinn borgar brúsan þegar öllu er á botninn hvolft. Svo pælingin mín er, af hverju erum við ekki að gera ákall til auðvalds í bland við stjórnvöld? Afhverju stígur auðvaldið ekki inn á svona fordæmalausu tímum í nafni sameiginlegrar velferðar? Af Hverju er auðvaldið undanþegið ábyrgðar í tilfellum sem þessum? Sjáið þennan ríka í hjólastólnum, hann hendir nokkrum miðum í rampa hér og þar og maðurinn er vinsælastur og frábærastur og maður ársins fyrir vikið: Fólkið elskar hann og alveg vel skiljanlega enda góður stíll að láta sér málið varða. Hér er á ferðinni maður með virka samkennd sem sér ekki bara fært að leyfa öðrum að njóta góðs af sjóðnum sem hann býr yfir því hann er svo brjálæðislega ríkur. Hann andskotans ekki út í stjórnvöld fyrir að vera svona miklir fátækir aumingjar heldur hrindir hann bara verkefninu af stað í samvinnu með stjórnvöldum. Þetta er fordæmi fyrir þá samfélagslegu ábyrgð sem mér, einfalda búðarkallinum, finnst að auðvalds manneskjur ættu mögulega að tileinka sér. Þessi tilturlega stóri hópur ofurríkra á Íslandi ættu að hittast yfir brunch og gera plan sem snýr að stofnun sjóðs sem þeir sem minna mega sín geta notið góðs af. Þessir óheppnu einstaklingar sem eru að missa aleiguna sína á þunnri jarðskorpu eru korter í áfallastreitu sem bitnar ekki bara á þeim sjálfum heldur skerðir getu þeirra til að geta veitt börnum sínum og mökum tilfinningalegt og félagslegt öryggi, sannt lýðheilsuvandamál stór hóps er í aðsvífi. Ríkt vantraust og mikil gremja ríkir á þessu landi í garð þeirra ofurríkra. Pupulnum finnst eins og þeir hafi verið beittir ósanngirni og má eflaust rekja þessar tilfinningar og upplifun til hrunsins þar sem raunveruleg samfélagsvitund þessa lands kom skýrt í ljós. Auðvalds einstaklingarnir geta í þessum aðstæðum ekki bara látið gott af sér leiða í þágu samfélagsins heldur vinna þeir vinsældarkeppnina og bæta mannorð sitt til muna. Margt smátt gerir eitt stórt og aldrei er að vita en óttinn sem oft má lesa úr augum þeirra ofur-ríku hverfi því samviskan er ekki bundin við aðgreindan hóp heldur tilheyrum við samfélagi sem spyr ekki um fjárhagslega né félagslega stöðu. Fjölskyldan okkar býr í Grindavík. Höfundur starfar sem búðarkall, umboðsmaður, þáttarstjórnandi hlaðvarp Þvottahússins og Hampkastins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Í upphafi þessa pistils skal það tekið fram að höfundurinn er einfaldur í augum heimsins. Hann er ekki með háskólagráður í stjórnmála, viðskipta, hag né samfélagsfræðum. Hann er einfaldur búðarkall sem selur rennibekki og sporjárn í dagtímann. En hann veltir fyrir sér, veltir steinum og staldrar við í endurspeglun sinni á þeim sviptingum sem eiga sér stað í samfélagi að hverju sinni. Nú eiga sér stað hamfarir á landinu þar sem ekki bara líf fólks er í hættu og þá sérstaklega þeirra manna og kvenna sem leggja sitt á vogaskálarnar á svæðum sem vægast sagt eru óútreiknanleg. Aleigur fólks í formi fasteigna eru að svo stöddu orðin að engu og óvissan algjör. Fólkið er heimilislaust og atvinnustarfsemi margra er í lamasessi sem í mörgum tilfellum getur aðeins endað á einn veg. Í botn og grunn er allt í skrúfunni og við mennirnir sem hugsum lausnamiðað í dögum eða vikum getum verið að horfa á senu sem varir í ár eða áratugi, allt eftir hentugleika jarðskorpu og fljótandi grjóts. Fólkið talar um ákall til stjórnvalda eins og um ræðir einhverja sjálfbæra einingu sem situr á gulli sem hægt er að nota í að kaupa upp eignir bæta orðið tjón. Eflaust eru sjóðir sem ætlaðir eru í tilfelli sem þessi en eins og mér var réttilega bent á í morgun af mun klárari manneskju en ég sjálfur þá þýðir það ekki að sjóðirnir séu stútfullir af peningum. Þeir hafa mögulega bara verið notaðir í eitthvað, peningarnir. Svona eins og á svona venjulegu heimili þá eru sumir með varasjóð, svona sjóð til að kaupa nýja þvottavél eða fara í frí og svoleiðis. Hvað gerist svo ef það springur lögn í kjallaranum og allt í einu ertu með feitan reikning frá píparanum á heimabankanum? Það er kannski ekki til neinn sjóður sem heitir píparasjóðurinn en þá er bara vaðið í næsta sjóð, frísjóðinn eða þvottavélasjóðinn. Svo gerir fólkið ákall til stjórnvalda eins og reikningurinn endi einhverstaðar annarstaðar en í aukinni skattinnheimtu og gjöldum. Pupullinn borgar brúsan þegar öllu er á botninn hvolft. Svo pælingin mín er, af hverju erum við ekki að gera ákall til auðvalds í bland við stjórnvöld? Afhverju stígur auðvaldið ekki inn á svona fordæmalausu tímum í nafni sameiginlegrar velferðar? Af Hverju er auðvaldið undanþegið ábyrgðar í tilfellum sem þessum? Sjáið þennan ríka í hjólastólnum, hann hendir nokkrum miðum í rampa hér og þar og maðurinn er vinsælastur og frábærastur og maður ársins fyrir vikið: Fólkið elskar hann og alveg vel skiljanlega enda góður stíll að láta sér málið varða. Hér er á ferðinni maður með virka samkennd sem sér ekki bara fært að leyfa öðrum að njóta góðs af sjóðnum sem hann býr yfir því hann er svo brjálæðislega ríkur. Hann andskotans ekki út í stjórnvöld fyrir að vera svona miklir fátækir aumingjar heldur hrindir hann bara verkefninu af stað í samvinnu með stjórnvöldum. Þetta er fordæmi fyrir þá samfélagslegu ábyrgð sem mér, einfalda búðarkallinum, finnst að auðvalds manneskjur ættu mögulega að tileinka sér. Þessi tilturlega stóri hópur ofurríkra á Íslandi ættu að hittast yfir brunch og gera plan sem snýr að stofnun sjóðs sem þeir sem minna mega sín geta notið góðs af. Þessir óheppnu einstaklingar sem eru að missa aleiguna sína á þunnri jarðskorpu eru korter í áfallastreitu sem bitnar ekki bara á þeim sjálfum heldur skerðir getu þeirra til að geta veitt börnum sínum og mökum tilfinningalegt og félagslegt öryggi, sannt lýðheilsuvandamál stór hóps er í aðsvífi. Ríkt vantraust og mikil gremja ríkir á þessu landi í garð þeirra ofurríkra. Pupulnum finnst eins og þeir hafi verið beittir ósanngirni og má eflaust rekja þessar tilfinningar og upplifun til hrunsins þar sem raunveruleg samfélagsvitund þessa lands kom skýrt í ljós. Auðvalds einstaklingarnir geta í þessum aðstæðum ekki bara látið gott af sér leiða í þágu samfélagsins heldur vinna þeir vinsældarkeppnina og bæta mannorð sitt til muna. Margt smátt gerir eitt stórt og aldrei er að vita en óttinn sem oft má lesa úr augum þeirra ofur-ríku hverfi því samviskan er ekki bundin við aðgreindan hóp heldur tilheyrum við samfélagi sem spyr ekki um fjárhagslega né félagslega stöðu. Fjölskyldan okkar býr í Grindavík. Höfundur starfar sem búðarkall, umboðsmaður, þáttarstjórnandi hlaðvarp Þvottahússins og Hampkastins.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun