Meðalhóf í dýraníði Andrés Skúlason skrifar 12. janúar 2024 10:31 Langreyðin í myndbandinu frá MAST sem synti helsærð með fjóra skutla í skrokknum í 120 mín í dauðastríðinu hafði ekki stöðu til að verja sig fyrir umboðsmanni Alþingis, hvað þá gera kröfu um það fyrir dómi að sækja rétt sinn að fá að deyja eðlilegum dauðdaga. Um leið og undirritaður ber mikla virðingu fyrir störfum umboðsmanns Alþingis verður ekki framhjá því litið hversu hraksmánarlegt virðingarleysi virðist borið fyrir lögum um velferð dýra. Þegar við berum saman stöðu málleysingjans annarsvegar sem syndir stöku sinnum upp að yfirborðinu til að ná sér í súrefni og hinsvegar þess sem beitir kröftum sínum með skutulinn í skjóli pólitíkur og fjármagns hljómar umræða um meðalhóf vægt sagt sérkennilega. Álitið dregur það helst fram sem fellur að þeim sem sækir málið og þar skulu forréttindin trompa allt annað hér á jörð, rétti mannskepnunnar til athafna skulu ekki settar skorður sbr. skírskotun í álitið „Verður við slíkt heildarmat að ganga út frá því að þeir hagsmunir sem njóta verndar mannréttindareglna stjórnarskrár vegi þungt.“ Svo ég umorði, þá segir álitið að það séu stjórnarskrárvarin réttindi á grunni athafnafrelsis að brjóta lög og reglur um velferð dýra, þar með talið að ástunda það sem að áliti sérfræðinga kallast dýraníð með óboðlegum veiðiaðferðum sem standast enga skoðun. Af þessu tilefni er hollt að rifja upp að þær tegundir hvala sem verða mismörgum skutlum að bráð hér við land eru allar friðaðar samkvæmt alþjóðalögum. Íslensk stjórnvöld hafa hins vegar með krókaleiðum heimilað veiðar á langreyði og hrefnu og þar með ekki gengist undir alhliða alþjóðlegt bann við hvalveiðum í atvinnuskyni. Þess má geta að langreyður er á lista IUCN yfir dýr í útrýmingarhættu og langreyður er næst stærsta sjávarspendýrið, en aðeins steypireyður er stærri. Niðurstaða umboðsmanns um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að fresta hvalveiðum þann 20. júní á liðnu ári á grunni dýravelferðar er sú „að ekki hafi legið nægilega skýr lagastoð fyrir setningu reglugerðar“. Álitaefnið var einfaldlega hvort mennskan og dýravelferðin ætti roð í vel fjármagnaða sérhagsmuni sem byggðir eru á áhugamáli eins manns að drepa sjávarspendýr sem njóta alþjóðlegrar friðunar sem Ísland sniðgengur. Meðalhóf hvað? Öllum má vera ljóst að stórfelld brot á velferð dýra áttu sér stað við veiðar Hvals hf árið 2022. Má þá hverjum ljóst vera að matvælaráðherra tók af þeirri ástæðu ákvörðun um að málleysingjar skyldu fá að njóta vafans umfram svokallað athafnafrelsi á grunni laga um dýravelferð frá 2013. Þeir sem fara mikinn í yfirlýsingum nú um stundir meðal annars á pólitíska sviðinu sitja hinsvegar kolfastir í hinu mannmiðaða umhverfi sem felst í frelsi til athafna. Um það snýst þetta mál að mati undirritaðs, stendur þú með eða móti dýraníði og flóknara er það nú ekki í grunninn. Miðað við alla framgöngu forstjóra Hvals hf meðal annars opinberlega með óboðlegum hrokafullum ummælum í garð sérfræðinga og eftirlitsaðila með hvalveiðum má hverjum vera ljóst að þar var ekki gengið fram af neinu meðalhófi. Án vafa hefði forstjóri Hvals hf kært slík ummæli ef þau hefðu fallið í hans eigin garð. Í framhaldi er fullrar virði að spyrja hvenær er við hæfi að ræða meðalhóf almennt séð í umhverfi okkar. Hvernig skal mæla meðalhóf í tímalengd dauðastríðs hvala – hvar skulu þau mörk liggja?. Er það meðalhóf að draga mörk við að 15% af veiddum hvölum skuli þola langvarandi dauðastríð eins og einstakir þingmenn hafa viðrað? Hvar liggur meðalhóf í orðum, gjörðum og ábyrgð þess sem atvinnuréttinn hefur til hvalveiða ? Síðast en ekki síst, telja lesendur að það sé raunverulega hægt að tala um meðalhóf þegar verið er að fjalla um dýraníð? Í því sambandi er vert að spyrja sig: Hver hefðu viðbrögð verið við því ef matvælaráðherra hefði á því stigi hent niðurstöðu fagráðsins í pappírstætarann og heimilað veiðar undir slíkum kringumstæðum. Með því hefði ráðherra átt yfir höfði sér lögsókn fyrir að láta ekki málleysingja njóta vafans með slíkar og aðrar eins upplýsingar og ráðherra hafði í höndunum. Það er jafn líklegt að þeir pólitíkusar sem nú hrópa hæst hefðu umsvifalaust nýtt sér þær aðstæður og fordæmt matvælaráðherra fyrir að virða ekki umsvifalaust þá grafalvarlegu niðurstöðu sem fagráð hafði komist að auk þeirra sannana sem þegar lágu fyrir um hrikalega meðferð á þeim hvölum sem myndaðir voru og afhjúpuðu þær gífurlegu brotalamir sem eru á þessum veiðum. Sama hvað andstæðingar hafa reynt að gera sér mat úr því að ákvörðunin hafi verið pólitísk þá liggur það hinsvegar fyrir að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra var fyrst og síðast byggð á faglegum grunni með ráðuneytið og aðra álitsgjafa að baki sér. Menn og málleysingjar Víst er að við lifum í mannmiðuðum heimi en hvalveiðar hafa engu að síður eins og önnur dýr sem njóta alþjóðlegrar friðunarákvæða um mjög langan tíma verið bitbein í íslensku samfélagi þar sem veiðum stórhvela er haldið áfram, ólíkt flestum öðrum þjóðum þar sem þessi starfsemi hefur verið aflögð um áratugaskeið. Það er engu líkara en að minni margra hafi gufað upp um þær óboðlegu veiðiaðferðir Hvals 8 sem voru opinberaðar af hálfu eftirlitsaðila árið 2022. Af þeim 148 langreyðum sem veiddar voru á 100 daga vertíð Hvals hf. árið 2022 þurfti að skjóta 36 þeirra tvisvar eða oftar, eða í um fjórðungi tilfella. Hvort skyldi nú vera mennskara að horfast í auga við dýraníðið eða skríða bak við borð í skjóli 75 ára gamalla laga sem sérhagsmunapólitíkin vill ekki uppfæra. Niðurstaða umboðsmanns er fyrst og fremst vitnisburður um að það þarf að leysa þjóðina úr viðjum fortíðar eins og langflestar sæmilega siðmenntaðar þjóðir hafa gert í þessum málum. Á grunni alls þessa verður tæplega álitið annað en fulltrúi Hvals hf hafi samkvæmt þessu óskorað og fullkomið frelsi til bæði athafna og orða sem hann hefur aldrei þurft að sæta ámæli fyrir meðal annars fyrir að ráðast heiftúðlega að þeim eftirlitsaðilum sem komu upp um dýraníðið með óumdeildum upptökum sem færðu sönnur á brotin. Starfsfólk eftirlitsins sem kom upp um verknaðinn er kölluð stimplaelítan að mati Kristjáns í hvalnum eins og hann hreytti út úr sér í Kastljósi og að hans mati veit þetta fólk ekkert í sinn haus. Það sem Kristjáni Loftsson virðist álíta alla sérfræðinga vanvita og stimplaelítu þá má hann alveg blása eins og hvalur, það vill nefnilega til að myndskeiðin ljúga ekki en telji forstjórinn það við hæfi að segja áfram að svart sé hvítt þá verður bara hver um sig að gera það upp við sig hvoru megin hryggjar hann vill vista samvisku sína. Lög um dýravelferð fótum troðin Um hvalveiðar gilda sérlög 1949 frá tíma þar sem þekking var af mjög skornum skammti, fæðuframboð þjóðar var sömuleiðis með öðrum hætti og almennt ekki velt fyrir sér að hvalir væru skyni gæddar lífverur. Því er áríðandi að fá skorið úr hvaða lög trompa hverju sinni sé óskýrleiki til staðar. Nú hefur það verið staðfest að þessi úreltu lög 1949 sem heimila veiðar á hvölum trompa mun yngri lög frá 2013 um dýravelferð. Í áliti umboðsmanns kemur vel að merkja fram að það megi taka tillit til þeirra en því aðeins að lögin um athafnafrelsi mannins séu látin óáreitt. Það eru áhrifin af þeirri skoðun umboðsmanns „að ekki hafi legið nægilega skýr lagastoð.“ Matvælaráðherra kaus að fara ekki í einhvern lagatæknilegan leik heldur hlustaði á nefnd sérfræðinga um dýravelferð, nefnd sérfræðinga sem starfar samkvæmt lögum og hefur skyldum að gegna. Velferð dýranna fékk því að njóta vafans vegna niðurstöðu fagráðsins, meðan farið var yfir allt verklag við veiðarnar á liðnu sumri. Ég er því ósammála þeirri nálgun umboðsmanns í álitinu hvert vægið er þar á milli dýravelferðar og frelsi til athafna. Það segir ekki að ég beri ekki virðingu fyrir störfum umboðsmanns, ég er einfaldlega bara á annarri skoðun sem er ekkert nýmæmi þegar álit eða úrskurðir falla. Af álitinu verður varla annað ráðið en að athafnafrelsi fylgi engin ábyrgð amk ekki þegar hvalveiðar eiga í hlut. Samfélagið almennt ber mikla virðingu fyrir rannsóknum og vísindum og því er það undirrituðum hulin ráðgáta hvernig það geti raunverulega staðist að réttur til athafna hér á landi gangi enn svo langt að hann nái út yfir gröf og dauða þegar kemur að því að ræða óumdeild og gróf brot á lögum um dýravelferð og dýravernd. Niðurstaðan er því vitnisburður um að það þarf að breyta lögum dýranna vegna, málleysingja sem eiga að njóta vafans þegar endurtekið brýtur á. Að öðru leyti eru lesendur hvattir til að kynna sér lög frá árinu 2013 um velferð dýra og bera saman við þau staðfestu dýraníðsbrot sem Hvalur hf hefur verið staðinn að. Það væri ekki síst ágætt fyrir pólitíska andstæðinga sem finnst við hæfi að vega með bíræfnum hætti að matvælaráðherra hvorutveggja persónulega og pólitískt fyrir að vilja standa vörð um þessi grundvallargildi sem lögin um velferð dýra innihalda. Rannsóknir, vísindi eftirlit eru álitin ógn við Hval hf Álit sérfræðinga þar með talið erlendra sem best til þekkja hafa staðfest að veiðiaðferðir sem notaðar eru hjá Hval hf standast ekki lög um velferð dýra og um þetta var Hvalur hf einnig upplýstur. Fulltrúum Hvals hf var því löngu ljóst fyrir frestun veiða þann 20.júní að þeir voru að beita aðferðum við veiðarnar sem brjóta gróflega gegn lögum um dýravelferð, en á grunni athafnafrelsis var haldið áfram þrátt fyrir að uppfærð vitneskja og staðreyndar rannsóknir hefðu legið fyrir. Nú rís pólitíkin svo upp úr ólíklegustu áttum með geislabauginn, forhneyksluð á að matvælaráðherra skuli hafa látið reyna á dýravelferðarlögin, jafnvel sömu þingmenn og öskruðu sig hása og grétu hástöfum yfir meðferðinni á blessuðum hvölunum þegar þeir sátu undir myndskeiði drápanna á nefndarfundum Alþingis. Nú standa þeir hinir sömu upp fyrir dýraníðingi til þess eins að koma pólitísku og persónulegu höggi á matvælaráðherra. Það er sömuleiðis horft fram hjá því að mánuðum saman stundaði fyrirtækið Hvalur hf tafaleiki þar sem því var meðal annars haldið fram af lögfræðingum þeirra að hvalir væru fiskar og því átti fyrirtækið sjálft drjúgan hlut að máli hversu álit fagráðsins barst seint í hendur ráðherra sem fær svo tilmæli að hafa ekki gengið fram af meðalhófi með engan tímaramma í höndunum vegna tafa á niðurstöðu fagráðsins sem Hvalur hf átti sök á. Sagan mun sýna að nálgun matvælaráðherra Svandísar Svavarsdóttur við þetta áratuga umdeilda mál þar sem umtalsverður meirihluti þjóðarinnar vill stöðva hvalveiðar, er fyrsta skrefið í átt til þess að stöðva þessi fullkomlega tilgangslausu hvaladráp og tómstundahobby eins manns. Almennt er fólk meðvitað í dag um mikilvægi og samspil sjávarpendýra sem hluta af vistkerfi sjávar og þökk sé rannsóknum og vísindum og þar með talið fagráði um velferð dýra. Þeir sem taka undir málstað Kristjáns Loftssonar forstjóra Hvals hf að þessi stimplaelíta sé að þvælast fyrir athafnafrelsi hans ættu kannski að hafa áhyggjur af því hvernig orðspor þeirra sjálfra verður skráð í sögubækurnar.. Það er með öðrum orðum algjörlega útilokað og sérstaklega ótrúverðugt þegar pólitíkin kýs að tala bara um aðra hlið þessa máls þ.e. það sem snýr að meintum brotum á athafnafrelsi. Það virtist hinsvegar ekki vega hátt þegar einstakir þingmenn horfðu á dýraníð á myndskeiðum á Alþingi, það er gleymt. Að lokum Hvalaskoðun veltir um 2,1 milljarði dollara árlega á heimsvísu. Hvalveiðar á móti velta um 31 milljón dollara árlega. Hvalur hf á því margfalt meiri tekjumöguleika á að breyta hvalveiðiskipum sínum í hvalaskoðunarskip sem væri góð nýting og um leið staðfestur vitnisburður um menningarsögu þjóðar sem afneitar ekki fornum atvinnuháttum. Hvalur hf á því frábært tækifæri, hvoru tveggja að afla tekna með hvalaskoðun og færa um leið Íslandi aðra og betri ímynd en þá þjóðarsmán ef halda á áfram á sömu braut. Undirritaður trúir því að það hilli undir endalok hvalveiða við Íslandsstrendur. Höfundur á sæti í stjórn VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Hvalir Mest lesið Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Sjá meira
Langreyðin í myndbandinu frá MAST sem synti helsærð með fjóra skutla í skrokknum í 120 mín í dauðastríðinu hafði ekki stöðu til að verja sig fyrir umboðsmanni Alþingis, hvað þá gera kröfu um það fyrir dómi að sækja rétt sinn að fá að deyja eðlilegum dauðdaga. Um leið og undirritaður ber mikla virðingu fyrir störfum umboðsmanns Alþingis verður ekki framhjá því litið hversu hraksmánarlegt virðingarleysi virðist borið fyrir lögum um velferð dýra. Þegar við berum saman stöðu málleysingjans annarsvegar sem syndir stöku sinnum upp að yfirborðinu til að ná sér í súrefni og hinsvegar þess sem beitir kröftum sínum með skutulinn í skjóli pólitíkur og fjármagns hljómar umræða um meðalhóf vægt sagt sérkennilega. Álitið dregur það helst fram sem fellur að þeim sem sækir málið og þar skulu forréttindin trompa allt annað hér á jörð, rétti mannskepnunnar til athafna skulu ekki settar skorður sbr. skírskotun í álitið „Verður við slíkt heildarmat að ganga út frá því að þeir hagsmunir sem njóta verndar mannréttindareglna stjórnarskrár vegi þungt.“ Svo ég umorði, þá segir álitið að það séu stjórnarskrárvarin réttindi á grunni athafnafrelsis að brjóta lög og reglur um velferð dýra, þar með talið að ástunda það sem að áliti sérfræðinga kallast dýraníð með óboðlegum veiðiaðferðum sem standast enga skoðun. Af þessu tilefni er hollt að rifja upp að þær tegundir hvala sem verða mismörgum skutlum að bráð hér við land eru allar friðaðar samkvæmt alþjóðalögum. Íslensk stjórnvöld hafa hins vegar með krókaleiðum heimilað veiðar á langreyði og hrefnu og þar með ekki gengist undir alhliða alþjóðlegt bann við hvalveiðum í atvinnuskyni. Þess má geta að langreyður er á lista IUCN yfir dýr í útrýmingarhættu og langreyður er næst stærsta sjávarspendýrið, en aðeins steypireyður er stærri. Niðurstaða umboðsmanns um ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að fresta hvalveiðum þann 20. júní á liðnu ári á grunni dýravelferðar er sú „að ekki hafi legið nægilega skýr lagastoð fyrir setningu reglugerðar“. Álitaefnið var einfaldlega hvort mennskan og dýravelferðin ætti roð í vel fjármagnaða sérhagsmuni sem byggðir eru á áhugamáli eins manns að drepa sjávarspendýr sem njóta alþjóðlegrar friðunar sem Ísland sniðgengur. Meðalhóf hvað? Öllum má vera ljóst að stórfelld brot á velferð dýra áttu sér stað við veiðar Hvals hf árið 2022. Má þá hverjum ljóst vera að matvælaráðherra tók af þeirri ástæðu ákvörðun um að málleysingjar skyldu fá að njóta vafans umfram svokallað athafnafrelsi á grunni laga um dýravelferð frá 2013. Þeir sem fara mikinn í yfirlýsingum nú um stundir meðal annars á pólitíska sviðinu sitja hinsvegar kolfastir í hinu mannmiðaða umhverfi sem felst í frelsi til athafna. Um það snýst þetta mál að mati undirritaðs, stendur þú með eða móti dýraníði og flóknara er það nú ekki í grunninn. Miðað við alla framgöngu forstjóra Hvals hf meðal annars opinberlega með óboðlegum hrokafullum ummælum í garð sérfræðinga og eftirlitsaðila með hvalveiðum má hverjum vera ljóst að þar var ekki gengið fram af neinu meðalhófi. Án vafa hefði forstjóri Hvals hf kært slík ummæli ef þau hefðu fallið í hans eigin garð. Í framhaldi er fullrar virði að spyrja hvenær er við hæfi að ræða meðalhóf almennt séð í umhverfi okkar. Hvernig skal mæla meðalhóf í tímalengd dauðastríðs hvala – hvar skulu þau mörk liggja?. Er það meðalhóf að draga mörk við að 15% af veiddum hvölum skuli þola langvarandi dauðastríð eins og einstakir þingmenn hafa viðrað? Hvar liggur meðalhóf í orðum, gjörðum og ábyrgð þess sem atvinnuréttinn hefur til hvalveiða ? Síðast en ekki síst, telja lesendur að það sé raunverulega hægt að tala um meðalhóf þegar verið er að fjalla um dýraníð? Í því sambandi er vert að spyrja sig: Hver hefðu viðbrögð verið við því ef matvælaráðherra hefði á því stigi hent niðurstöðu fagráðsins í pappírstætarann og heimilað veiðar undir slíkum kringumstæðum. Með því hefði ráðherra átt yfir höfði sér lögsókn fyrir að láta ekki málleysingja njóta vafans með slíkar og aðrar eins upplýsingar og ráðherra hafði í höndunum. Það er jafn líklegt að þeir pólitíkusar sem nú hrópa hæst hefðu umsvifalaust nýtt sér þær aðstæður og fordæmt matvælaráðherra fyrir að virða ekki umsvifalaust þá grafalvarlegu niðurstöðu sem fagráð hafði komist að auk þeirra sannana sem þegar lágu fyrir um hrikalega meðferð á þeim hvölum sem myndaðir voru og afhjúpuðu þær gífurlegu brotalamir sem eru á þessum veiðum. Sama hvað andstæðingar hafa reynt að gera sér mat úr því að ákvörðunin hafi verið pólitísk þá liggur það hinsvegar fyrir að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra var fyrst og síðast byggð á faglegum grunni með ráðuneytið og aðra álitsgjafa að baki sér. Menn og málleysingjar Víst er að við lifum í mannmiðuðum heimi en hvalveiðar hafa engu að síður eins og önnur dýr sem njóta alþjóðlegrar friðunarákvæða um mjög langan tíma verið bitbein í íslensku samfélagi þar sem veiðum stórhvela er haldið áfram, ólíkt flestum öðrum þjóðum þar sem þessi starfsemi hefur verið aflögð um áratugaskeið. Það er engu líkara en að minni margra hafi gufað upp um þær óboðlegu veiðiaðferðir Hvals 8 sem voru opinberaðar af hálfu eftirlitsaðila árið 2022. Af þeim 148 langreyðum sem veiddar voru á 100 daga vertíð Hvals hf. árið 2022 þurfti að skjóta 36 þeirra tvisvar eða oftar, eða í um fjórðungi tilfella. Hvort skyldi nú vera mennskara að horfast í auga við dýraníðið eða skríða bak við borð í skjóli 75 ára gamalla laga sem sérhagsmunapólitíkin vill ekki uppfæra. Niðurstaða umboðsmanns er fyrst og fremst vitnisburður um að það þarf að leysa þjóðina úr viðjum fortíðar eins og langflestar sæmilega siðmenntaðar þjóðir hafa gert í þessum málum. Á grunni alls þessa verður tæplega álitið annað en fulltrúi Hvals hf hafi samkvæmt þessu óskorað og fullkomið frelsi til bæði athafna og orða sem hann hefur aldrei þurft að sæta ámæli fyrir meðal annars fyrir að ráðast heiftúðlega að þeim eftirlitsaðilum sem komu upp um dýraníðið með óumdeildum upptökum sem færðu sönnur á brotin. Starfsfólk eftirlitsins sem kom upp um verknaðinn er kölluð stimplaelítan að mati Kristjáns í hvalnum eins og hann hreytti út úr sér í Kastljósi og að hans mati veit þetta fólk ekkert í sinn haus. Það sem Kristjáni Loftsson virðist álíta alla sérfræðinga vanvita og stimplaelítu þá má hann alveg blása eins og hvalur, það vill nefnilega til að myndskeiðin ljúga ekki en telji forstjórinn það við hæfi að segja áfram að svart sé hvítt þá verður bara hver um sig að gera það upp við sig hvoru megin hryggjar hann vill vista samvisku sína. Lög um dýravelferð fótum troðin Um hvalveiðar gilda sérlög 1949 frá tíma þar sem þekking var af mjög skornum skammti, fæðuframboð þjóðar var sömuleiðis með öðrum hætti og almennt ekki velt fyrir sér að hvalir væru skyni gæddar lífverur. Því er áríðandi að fá skorið úr hvaða lög trompa hverju sinni sé óskýrleiki til staðar. Nú hefur það verið staðfest að þessi úreltu lög 1949 sem heimila veiðar á hvölum trompa mun yngri lög frá 2013 um dýravelferð. Í áliti umboðsmanns kemur vel að merkja fram að það megi taka tillit til þeirra en því aðeins að lögin um athafnafrelsi mannins séu látin óáreitt. Það eru áhrifin af þeirri skoðun umboðsmanns „að ekki hafi legið nægilega skýr lagastoð.“ Matvælaráðherra kaus að fara ekki í einhvern lagatæknilegan leik heldur hlustaði á nefnd sérfræðinga um dýravelferð, nefnd sérfræðinga sem starfar samkvæmt lögum og hefur skyldum að gegna. Velferð dýranna fékk því að njóta vafans vegna niðurstöðu fagráðsins, meðan farið var yfir allt verklag við veiðarnar á liðnu sumri. Ég er því ósammála þeirri nálgun umboðsmanns í álitinu hvert vægið er þar á milli dýravelferðar og frelsi til athafna. Það segir ekki að ég beri ekki virðingu fyrir störfum umboðsmanns, ég er einfaldlega bara á annarri skoðun sem er ekkert nýmæmi þegar álit eða úrskurðir falla. Af álitinu verður varla annað ráðið en að athafnafrelsi fylgi engin ábyrgð amk ekki þegar hvalveiðar eiga í hlut. Samfélagið almennt ber mikla virðingu fyrir rannsóknum og vísindum og því er það undirrituðum hulin ráðgáta hvernig það geti raunverulega staðist að réttur til athafna hér á landi gangi enn svo langt að hann nái út yfir gröf og dauða þegar kemur að því að ræða óumdeild og gróf brot á lögum um dýravelferð og dýravernd. Niðurstaðan er því vitnisburður um að það þarf að breyta lögum dýranna vegna, málleysingja sem eiga að njóta vafans þegar endurtekið brýtur á. Að öðru leyti eru lesendur hvattir til að kynna sér lög frá árinu 2013 um velferð dýra og bera saman við þau staðfestu dýraníðsbrot sem Hvalur hf hefur verið staðinn að. Það væri ekki síst ágætt fyrir pólitíska andstæðinga sem finnst við hæfi að vega með bíræfnum hætti að matvælaráðherra hvorutveggja persónulega og pólitískt fyrir að vilja standa vörð um þessi grundvallargildi sem lögin um velferð dýra innihalda. Rannsóknir, vísindi eftirlit eru álitin ógn við Hval hf Álit sérfræðinga þar með talið erlendra sem best til þekkja hafa staðfest að veiðiaðferðir sem notaðar eru hjá Hval hf standast ekki lög um velferð dýra og um þetta var Hvalur hf einnig upplýstur. Fulltrúum Hvals hf var því löngu ljóst fyrir frestun veiða þann 20.júní að þeir voru að beita aðferðum við veiðarnar sem brjóta gróflega gegn lögum um dýravelferð, en á grunni athafnafrelsis var haldið áfram þrátt fyrir að uppfærð vitneskja og staðreyndar rannsóknir hefðu legið fyrir. Nú rís pólitíkin svo upp úr ólíklegustu áttum með geislabauginn, forhneyksluð á að matvælaráðherra skuli hafa látið reyna á dýravelferðarlögin, jafnvel sömu þingmenn og öskruðu sig hása og grétu hástöfum yfir meðferðinni á blessuðum hvölunum þegar þeir sátu undir myndskeiði drápanna á nefndarfundum Alþingis. Nú standa þeir hinir sömu upp fyrir dýraníðingi til þess eins að koma pólitísku og persónulegu höggi á matvælaráðherra. Það er sömuleiðis horft fram hjá því að mánuðum saman stundaði fyrirtækið Hvalur hf tafaleiki þar sem því var meðal annars haldið fram af lögfræðingum þeirra að hvalir væru fiskar og því átti fyrirtækið sjálft drjúgan hlut að máli hversu álit fagráðsins barst seint í hendur ráðherra sem fær svo tilmæli að hafa ekki gengið fram af meðalhófi með engan tímaramma í höndunum vegna tafa á niðurstöðu fagráðsins sem Hvalur hf átti sök á. Sagan mun sýna að nálgun matvælaráðherra Svandísar Svavarsdóttur við þetta áratuga umdeilda mál þar sem umtalsverður meirihluti þjóðarinnar vill stöðva hvalveiðar, er fyrsta skrefið í átt til þess að stöðva þessi fullkomlega tilgangslausu hvaladráp og tómstundahobby eins manns. Almennt er fólk meðvitað í dag um mikilvægi og samspil sjávarpendýra sem hluta af vistkerfi sjávar og þökk sé rannsóknum og vísindum og þar með talið fagráði um velferð dýra. Þeir sem taka undir málstað Kristjáns Loftssonar forstjóra Hvals hf að þessi stimplaelíta sé að þvælast fyrir athafnafrelsi hans ættu kannski að hafa áhyggjur af því hvernig orðspor þeirra sjálfra verður skráð í sögubækurnar.. Það er með öðrum orðum algjörlega útilokað og sérstaklega ótrúverðugt þegar pólitíkin kýs að tala bara um aðra hlið þessa máls þ.e. það sem snýr að meintum brotum á athafnafrelsi. Það virtist hinsvegar ekki vega hátt þegar einstakir þingmenn horfðu á dýraníð á myndskeiðum á Alþingi, það er gleymt. Að lokum Hvalaskoðun veltir um 2,1 milljarði dollara árlega á heimsvísu. Hvalveiðar á móti velta um 31 milljón dollara árlega. Hvalur hf á því margfalt meiri tekjumöguleika á að breyta hvalveiðiskipum sínum í hvalaskoðunarskip sem væri góð nýting og um leið staðfestur vitnisburður um menningarsögu þjóðar sem afneitar ekki fornum atvinnuháttum. Hvalur hf á því frábært tækifæri, hvoru tveggja að afla tekna með hvalaskoðun og færa um leið Íslandi aðra og betri ímynd en þá þjóðarsmán ef halda á áfram á sömu braut. Undirritaður trúir því að það hilli undir endalok hvalveiða við Íslandsstrendur. Höfundur á sæti í stjórn VG.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun