Grætt á neyð Grindvíkinga Hörður Guðbrandsson og Einar Hannes Harðarson skrifa 15. desember 2023 13:00 Að undanförnu höfum við staðið fyrir ákalli til lífeyrissjóða um að hjálpa Grindvíkingum í neyð. Eins og allir vita stendur heilt bæjarfélag nú frammi fyrir því að þurfa að fara inn á sturlaðan leigumarkað til að búa sér til heimili til skamms tíma. Bankarnir brugðust við ákalli okkar Grindvíkinga um að fella niður vexti og verðbætur næstu þrjá mánuði, til að byrja með. Lífeyrissjóðirnir hafa hins vegar ekki svarað þessu kalli. Ágætt er að skýra hér hvers vegna við förum fram á þetta. Við erum með raundæmi um einstakling sem er með 44 milljóna króna lán hjá Gildi lífeyrissjóði. Hann fær afborganir af höfuðstóli frystar í þrjá mánuði en enga niðurfellingu á vöxtum og verðbótum, eins og stæði honum til boða ef hann væri með lán hjá banka. Þessi einstaklingur þarf vegna þessa að greiða aukalega 9,2 milljónir af láninu sínu yfir lánstímann. Afborgun af láninu hækkar um rúmlega 5% af mánuði og heildargreiðsla yfir samningstímann einnig. Sjóðurinn græðir á neyð Grindvíkinga. Fyrsta viðkvæði lífeyrissjóða, þegar þessi krafa var fyrst sett fram, var að þeim væri ekki heimilt, vegna þeirra laga og reglna sem þeir starfa eftir, að fella niður vexti og verðbætur. Fátt var um svör þegar farið var fram á að vísað yrði í þau lög og þær reglur. Núna, mánuði eftir að við þurftum að flýja heimili okkar, er búið að kaupa lögfræðiálit af stofu út í bæ. Niðurstaðan er einmitt sú sem stjórnendur Gildis vildu. Hvað ætli Gildi hafi greitt fyrir þetta álit? Um áramótin tekur nýr framkvæmdastjóri við hjá Gildi. Fráfarandi framkvæmdastjóri fékk níu mánaða ráðgjafasamning frá sjóðnum okkar í starfslokagjöf. Í heilt ár hefur sá sem á að taka við stöðunni verið í læri hjá núverandi framkvæmdastjóra. Sjóðfélagar munu því þurfa að halda uppi tveimur framkvæmdastjórum – hálaunakörlum – á launum í 21 mánuð þar sem þeir geta ráðlagt hvor öðrum. Hann er sennilega miklu hærri, kostnaðurinn sem sjóðfélagar þurfa að greiða fyrir að skipta um framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins Gildis, heldur en sú fjárhæð sem hefði þurft að reiða fram til að koma til móts við Grindvíkinga sem flýja hafa þurft heimili sín. Það er ljóst að samtrygging elítunnar hefur sjaldan verið sterkari en núna. Við skorum á fráfarandi framkvæmdastjóra Gildis að afþakka starfslokagjöfina og semja um hefðbundinn þriggja mánaða uppsagnarfrest eins og óbreyttum sjóðfélögum úti í samfélaginu stendur til boða c fólkinu sem hann vinnur fyrir. Svo væri hægt að nota mismuninn til að hjálpa Grindvíkingum í neyð. Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur.Einar Hannes Harðarson, formaður sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Lífeyrissjóðir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Að undanförnu höfum við staðið fyrir ákalli til lífeyrissjóða um að hjálpa Grindvíkingum í neyð. Eins og allir vita stendur heilt bæjarfélag nú frammi fyrir því að þurfa að fara inn á sturlaðan leigumarkað til að búa sér til heimili til skamms tíma. Bankarnir brugðust við ákalli okkar Grindvíkinga um að fella niður vexti og verðbætur næstu þrjá mánuði, til að byrja með. Lífeyrissjóðirnir hafa hins vegar ekki svarað þessu kalli. Ágætt er að skýra hér hvers vegna við förum fram á þetta. Við erum með raundæmi um einstakling sem er með 44 milljóna króna lán hjá Gildi lífeyrissjóði. Hann fær afborganir af höfuðstóli frystar í þrjá mánuði en enga niðurfellingu á vöxtum og verðbótum, eins og stæði honum til boða ef hann væri með lán hjá banka. Þessi einstaklingur þarf vegna þessa að greiða aukalega 9,2 milljónir af láninu sínu yfir lánstímann. Afborgun af láninu hækkar um rúmlega 5% af mánuði og heildargreiðsla yfir samningstímann einnig. Sjóðurinn græðir á neyð Grindvíkinga. Fyrsta viðkvæði lífeyrissjóða, þegar þessi krafa var fyrst sett fram, var að þeim væri ekki heimilt, vegna þeirra laga og reglna sem þeir starfa eftir, að fella niður vexti og verðbætur. Fátt var um svör þegar farið var fram á að vísað yrði í þau lög og þær reglur. Núna, mánuði eftir að við þurftum að flýja heimili okkar, er búið að kaupa lögfræðiálit af stofu út í bæ. Niðurstaðan er einmitt sú sem stjórnendur Gildis vildu. Hvað ætli Gildi hafi greitt fyrir þetta álit? Um áramótin tekur nýr framkvæmdastjóri við hjá Gildi. Fráfarandi framkvæmdastjóri fékk níu mánaða ráðgjafasamning frá sjóðnum okkar í starfslokagjöf. Í heilt ár hefur sá sem á að taka við stöðunni verið í læri hjá núverandi framkvæmdastjóra. Sjóðfélagar munu því þurfa að halda uppi tveimur framkvæmdastjórum – hálaunakörlum – á launum í 21 mánuð þar sem þeir geta ráðlagt hvor öðrum. Hann er sennilega miklu hærri, kostnaðurinn sem sjóðfélagar þurfa að greiða fyrir að skipta um framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins Gildis, heldur en sú fjárhæð sem hefði þurft að reiða fram til að koma til móts við Grindvíkinga sem flýja hafa þurft heimili sín. Það er ljóst að samtrygging elítunnar hefur sjaldan verið sterkari en núna. Við skorum á fráfarandi framkvæmdastjóra Gildis að afþakka starfslokagjöfina og semja um hefðbundinn þriggja mánaða uppsagnarfrest eins og óbreyttum sjóðfélögum úti í samfélaginu stendur til boða c fólkinu sem hann vinnur fyrir. Svo væri hægt að nota mismuninn til að hjálpa Grindvíkingum í neyð. Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur.Einar Hannes Harðarson, formaður sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun