Tungumálainngilding fyrir okkur öll Grace Achieng skrifar 6. desember 2023 07:46 Mikið var hressandi að horfa á fréttirnar þann 29. nóv þar sem menningar- og viðskiptaráðherra var gestur Kastljóss. Rætt var að áætlað er að a.m.k. 1,4 milljörðum verði varið í áætlun stjórnvalda til að efla íslenska tungu og meðal annars er gert ráð fyrir að auknar kröfur verði gerðar um að innflytjendur læri íslensku, auk þess sem þeir fái fleiri hvata og aukið svigrúm á vinnutíma til að fara á íslenskunámskeið. Tungumálahindranir, tungumálafordómar og áhrif þeirra á vinnumarkaðinn voru saga mín og saga margra innflytjenda. Þess vegna er ég svo þakklát fyrir þetta nýja framtak ráðherra, fyrir að hafa vettvang þar sem ég get talað um það sem skiptir mig máli og hefur áhrif á innflytjendur og samfélag okkar og fyrir það að ég nýt fulls stuðnings stjórnarinnar og Andreu Róbertsdóttur, framkvæmdastjóra FKA. Í tilefni viku íslenskunnar hafði ég fyrir hönd FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu, umsjón með málþingi í Eddu sem félagið stóðu fyrir, þar sem við kynntumst samstarf við Bara tala. Þar var fjallað um mikilvægi íslenskunnar fyrir okkur öll og hvernig tungumálið sé í raun valdatæki og lykillinn að samfélaginu. Atvinnurekendum var bent á aðferðir við að styðja starfsfólk sem þarf og vill tileinka sér íslensku. Vel var mætt á málþingið, m.a. komu aðilar frá tungumálaskólanum Mími, Háskóla Íslands, Árnastofnun, vestfirska átakinu Gefum íslensku séns, Félagi kvenna í atvinnulífinu, nýsköpunarfyrirtækinu Bara tala, sem er stafrænn íslenskukennari sem byggir á gervigreind og íslenskri máltækni og áhugasamt fólk um framtíð íslenskunnar. Meðal þeirra sem hélt erindi voru nýju íslendingarnir. „Munnurinn er vígvöllur mismunandi menningarheima“ var yfirskrift opnunarerindis míns, og Ester Ellen Nelson, foringi í Hjálpræðishernum í Reykjavík, og Sólveig Jan Jónasdóttir, meðeigandi Höfðabóns, fluttu einnig persónulegar reynslusögur um áskoranir og sigra undir yfirskriftinni „Íslenska með hreim er líka íslenska “ og „Af hverju skiptir nafnið mitt máli?“ Jón Gunnar Þórðarson, framkvæmdastjóri Bara tala, fjallaði um mikilvægi þess að Íslendingar temji sér í auknum mæli þolinmæði til að hlusta á fólk sem reynir að spreyta sig á íslensku með því að „bara hlusta“. Í erindi sínu „Borðum þennan fíl!“ fjallaði hann meðal annars um það lykilatriði í lærdómsferlinu að æfa sig og hvers vegna kennslulausn á borð við Bara tala er gríðarlega mikilvæg til þess að fólk öðlist sjálfstraust við að tala tungumálið. Bragi Valdimar Skúlason, tónlistarmaður, textasmiður og handhafi Verðlauna Jónasar Hallgrímssonar 2022, flutti erindið „Allskyns orð“ og tjáði sig um tungumálið og kynjaðan veruleika þess með einstökum hætti. Ég er svo ánægð með þetta samstarf og með möguleika þessa apps á að gera tungumálið aðgengilegt innflytjendum, flóttafólki og öðrum sem vilja komast inn í íslenskt samfélag og vinnumarkaðinn, auk þess að varðveita íslenska tungumálið, sérstaklega fyrir þau sem hafa ekki efni á tungumálakennslu. Eins og ég hef alltaf sagt stend ég fyrir fjölbreytileika, inngildingu og sjálfbærni. Fyrir mér stendur þetta app fyrir allt af þessu - þar sem innflytjendur þurfa ekki að taka strætó eftir vinnudag í fullri vinnu til þess að fara í íslenskutíma á kvöldin, auk þess sem þeir þurfa heldur ekki að greiða háar upphæðir af lágum launum sínum eða fórna vinnutíma sínum til þess að læra tungumálið. Eftir málþingið skrifuðu FKA og Bara tala undir samstarfssamning en í honum felst að þróa stafræn íslenskukennslunámskeið inni í Bara tala smáforritinu sem miða að því að ýta undir jafnrétti og að efla konur og kvár af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði. Mín von er sú að komið verði á innleiðingarstefnu á Íslandi þar sem innflytjendur fá þjálfun í íslenskri menningu og tungumáli á grundvelli menntunar sinnar og hæfileika sem gerir þeim kleift að aðlaga sig vinnumarkaðnum og samfélaginu eins og í öðrum norrænum löndum, deila hæfni sinni og reynslu og saman byggja upp óendanlega þekkingu og sterkt samfélag. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri Gracelandic og stjórnarkona FKA, Félagi kvenna í atvinnulífinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Mjúki penninn Berglind Pétursdóttir Bakþankar Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Takk fyrir vikuna Laufey María Jóhannsdóttir og Benedikt Traustason Skoðun Á að banna notkun gervigreindar í háskólum? Guðmundur Björnsson Skoðun Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Mikið var hressandi að horfa á fréttirnar þann 29. nóv þar sem menningar- og viðskiptaráðherra var gestur Kastljóss. Rætt var að áætlað er að a.m.k. 1,4 milljörðum verði varið í áætlun stjórnvalda til að efla íslenska tungu og meðal annars er gert ráð fyrir að auknar kröfur verði gerðar um að innflytjendur læri íslensku, auk þess sem þeir fái fleiri hvata og aukið svigrúm á vinnutíma til að fara á íslenskunámskeið. Tungumálahindranir, tungumálafordómar og áhrif þeirra á vinnumarkaðinn voru saga mín og saga margra innflytjenda. Þess vegna er ég svo þakklát fyrir þetta nýja framtak ráðherra, fyrir að hafa vettvang þar sem ég get talað um það sem skiptir mig máli og hefur áhrif á innflytjendur og samfélag okkar og fyrir það að ég nýt fulls stuðnings stjórnarinnar og Andreu Róbertsdóttur, framkvæmdastjóra FKA. Í tilefni viku íslenskunnar hafði ég fyrir hönd FKA, Félags kvenna í atvinnulífinu, umsjón með málþingi í Eddu sem félagið stóðu fyrir, þar sem við kynntumst samstarf við Bara tala. Þar var fjallað um mikilvægi íslenskunnar fyrir okkur öll og hvernig tungumálið sé í raun valdatæki og lykillinn að samfélaginu. Atvinnurekendum var bent á aðferðir við að styðja starfsfólk sem þarf og vill tileinka sér íslensku. Vel var mætt á málþingið, m.a. komu aðilar frá tungumálaskólanum Mími, Háskóla Íslands, Árnastofnun, vestfirska átakinu Gefum íslensku séns, Félagi kvenna í atvinnulífinu, nýsköpunarfyrirtækinu Bara tala, sem er stafrænn íslenskukennari sem byggir á gervigreind og íslenskri máltækni og áhugasamt fólk um framtíð íslenskunnar. Meðal þeirra sem hélt erindi voru nýju íslendingarnir. „Munnurinn er vígvöllur mismunandi menningarheima“ var yfirskrift opnunarerindis míns, og Ester Ellen Nelson, foringi í Hjálpræðishernum í Reykjavík, og Sólveig Jan Jónasdóttir, meðeigandi Höfðabóns, fluttu einnig persónulegar reynslusögur um áskoranir og sigra undir yfirskriftinni „Íslenska með hreim er líka íslenska “ og „Af hverju skiptir nafnið mitt máli?“ Jón Gunnar Þórðarson, framkvæmdastjóri Bara tala, fjallaði um mikilvægi þess að Íslendingar temji sér í auknum mæli þolinmæði til að hlusta á fólk sem reynir að spreyta sig á íslensku með því að „bara hlusta“. Í erindi sínu „Borðum þennan fíl!“ fjallaði hann meðal annars um það lykilatriði í lærdómsferlinu að æfa sig og hvers vegna kennslulausn á borð við Bara tala er gríðarlega mikilvæg til þess að fólk öðlist sjálfstraust við að tala tungumálið. Bragi Valdimar Skúlason, tónlistarmaður, textasmiður og handhafi Verðlauna Jónasar Hallgrímssonar 2022, flutti erindið „Allskyns orð“ og tjáði sig um tungumálið og kynjaðan veruleika þess með einstökum hætti. Ég er svo ánægð með þetta samstarf og með möguleika þessa apps á að gera tungumálið aðgengilegt innflytjendum, flóttafólki og öðrum sem vilja komast inn í íslenskt samfélag og vinnumarkaðinn, auk þess að varðveita íslenska tungumálið, sérstaklega fyrir þau sem hafa ekki efni á tungumálakennslu. Eins og ég hef alltaf sagt stend ég fyrir fjölbreytileika, inngildingu og sjálfbærni. Fyrir mér stendur þetta app fyrir allt af þessu - þar sem innflytjendur þurfa ekki að taka strætó eftir vinnudag í fullri vinnu til þess að fara í íslenskutíma á kvöldin, auk þess sem þeir þurfa heldur ekki að greiða háar upphæðir af lágum launum sínum eða fórna vinnutíma sínum til þess að læra tungumálið. Eftir málþingið skrifuðu FKA og Bara tala undir samstarfssamning en í honum felst að þróa stafræn íslenskukennslunámskeið inni í Bara tala smáforritinu sem miða að því að ýta undir jafnrétti og að efla konur og kvár af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði. Mín von er sú að komið verði á innleiðingarstefnu á Íslandi þar sem innflytjendur fá þjálfun í íslenskri menningu og tungumáli á grundvelli menntunar sinnar og hæfileika sem gerir þeim kleift að aðlaga sig vinnumarkaðnum og samfélaginu eins og í öðrum norrænum löndum, deila hæfni sinni og reynslu og saman byggja upp óendanlega þekkingu og sterkt samfélag. Höfundur er stofnandi og framkvæmdastjóri Gracelandic og stjórnarkona FKA, Félagi kvenna í atvinnulífinu.
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Tímamót í örorku- og endurhæfingarmálum - takk VG, takk ríkisstjórn Steingrímur J. Sigfússon Skoðun