Þurfa kennarar að að vera lögfróðir? Elísabet Pétursdóttir skrifar 2. desember 2023 12:01 Starfsumhverfi skóla hefur breyst hratt á undanförnum árum. Við sjáum þess glögga mynd í fjölmiðlum. Í síauknum mæli birtast okkur fréttir um mál úr skólastarfi sem eru lagalegs eðlis. Oft á tíðum vekja þessar fréttir furðu okkar. Fréttir um skólastarf hreyfa við okkur enda tilheyrum við mörg skólasamfélaginu með einhverjum hætti eða höfum að minnsta kosti tilheyrt því á einhverjum tímapunkti, ýmist sem nemendur, foreldrar eða starfsfólk skóla. Sagt er að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Sú fullyrðing endurspeglast í lögum um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Þannig njóta aðilar skólasamfélagsins ýmissa réttinda og á þeim hvílir ábyrgð og skyldur. Eðli málsins samkvæmt birtist ábyrgð þessara aðila með mismunandi hætti eftir því um hvaða skólastig ræðir en stafar það meðal annars af því að ábyrgð nemenda eykst í samræmi við hækkandi aldur og aukinn þroska. Í mörg horn að líta Kennarar og skólastjórnendur hafa greint frá því að sú birtingarmynd skólastarfs sem við sjáum í fjölmiðlum eigi sér samsvörun innan veggja skólanna. Þannig þarf oftar en áður aðkomu lögfræðinga og dómstóla vegna mála sem koma upp í skólastarfi. Það má spyrja sig hvort ástæðan fyrir því geti verið sú að réttarumhverfi menntastofnana er að mörgu leyti mjög flókið og það er í mörg horn að líta þegar það reynir á regluverkið? Því er ef til vill eðlilegt að þau sem telja sig hlunnfarin í skólastarfi leiti til löglærðra aðila við slíkar kringumstæður. Fjórtán reglur og reglugerðir En þá er spurt, hvað er svona flókið við réttarumhverfið? Eru þetta ekki bara lög um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla? Vissulega erum við með lög um hvert skólastig. Með þessum lögum eru aðilum skólasamfélagsins tryggð ýmis réttindi og lagðar á þá margskonar skyldur. Í lögunum má einnig finna ýmis atriði sem eru framkvæmdarlegs eðlis, svo sem um ráðningu starfsfólks o.fl. Þá er einkennandi fyrir menntalöggjöfina að það hefur verið settur fjöldinn allur af reglugerðum og reglum sem eru á víð og dreif. Ef við tökum til að mynda lög um grunnskóla sem dæmi að þá eru nú í gildi 14 reglur og reglugerðir sem settar hafa verið á grundvelli laganna. Með þessum reglum og reglugerðum er kveðið á um ýmis réttindi og skyldur aðila skólasamfélagsins. Þar er m.a. fjallað um hvernig skólaakstri skal háttað, skólagöngu fósturbarna, stuðning við nemendur með sérþarfir og heimakennslu. Að auki ber að nefna að nemendur leik- og grunnskóla, auk flestra nemenda menntaskóla eru börn. Því þarf skólastarf að taka mið af þeim réttindum sem börnum eru tryggð auk almennra laga sem gilda á Íslandi. Má meðal annars nefna bann við mismunun, rétt barns til lífs og þroska og rétt þess til að láta skoðanir sínar í ljós. Þegar lög á sviði menntamála eru framkvæmd þá þarf ætíð að huga að því að barn njóti þeirra réttinda sem stjórnarskrá, almenn lög og alþjóðasáttmálar tryggja því og öll úrræði sem skólar grípa til verða að stefna að því að vernda þessi réttindi barna. Þekking á menntarétti getur skipt sköpum Til samræmis við þetta breytta starfsumhverfi hefur löggjafinn með lögum um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda, nr. 95/2019, gert þá kröfu að kennarar og skólastjórnendur hafi þekkingu á þeim lögum og reglum sem gilda á því skólastigi sem þeir starfa á. Varðandi skólastjórnendur hefur löggjafinn enn fremur gert þá kröfu að þeir hafi þekkingu á öðrum lögum, reglugerðum og opinberum fyrirmælum sem varða skólastarf og hæfni til að leiða skólastarf í samræmi við markmið og ákvæði laga. Ljóst er að með aukinni þekkingu kennara og skólastjórnenda á réttarsviðinu hefði mátt koma í veg fyrir mörg mál sem ratað hafa í fjölmiðla. Það má ef til vill leiða líkur að því að löggjafinn hafi metið það sem svo að betri innsýn og þekking kennara og skólastjórnenda á því réttarumhverfi sem í hlut á hverju sinni getur skipt sköpum fyrir farsæla úrlausn mála. Námsefni um réttarumhverfi skóla sem sniðið er að þörfum kennara hefur hingað til ekki verið til. Lögfræðiþjónusta Hafnarfjarðar hefur hins vegar nýverið sett saman greinargóð námskeið sem veita kennurum og skólastjórnendum á mismunandi skólastigum góða yfirsýn yfir helstu lög og reglugerðir sem hafa þarf að leiðarljósi í skólastarfi. Ég vona að námskeiðin nýtist sem flestum og stuðli að farsælli úrlausn ýmissa mála sem upp kunna að koma í skólastarfi. Höfundur er lögmaður hjá Lögfræðiþjónustu Hafnarfjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Starfsumhverfi skóla hefur breyst hratt á undanförnum árum. Við sjáum þess glögga mynd í fjölmiðlum. Í síauknum mæli birtast okkur fréttir um mál úr skólastarfi sem eru lagalegs eðlis. Oft á tíðum vekja þessar fréttir furðu okkar. Fréttir um skólastarf hreyfa við okkur enda tilheyrum við mörg skólasamfélaginu með einhverjum hætti eða höfum að minnsta kosti tilheyrt því á einhverjum tímapunkti, ýmist sem nemendur, foreldrar eða starfsfólk skóla. Sagt er að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Sú fullyrðing endurspeglast í lögum um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Þannig njóta aðilar skólasamfélagsins ýmissa réttinda og á þeim hvílir ábyrgð og skyldur. Eðli málsins samkvæmt birtist ábyrgð þessara aðila með mismunandi hætti eftir því um hvaða skólastig ræðir en stafar það meðal annars af því að ábyrgð nemenda eykst í samræmi við hækkandi aldur og aukinn þroska. Í mörg horn að líta Kennarar og skólastjórnendur hafa greint frá því að sú birtingarmynd skólastarfs sem við sjáum í fjölmiðlum eigi sér samsvörun innan veggja skólanna. Þannig þarf oftar en áður aðkomu lögfræðinga og dómstóla vegna mála sem koma upp í skólastarfi. Það má spyrja sig hvort ástæðan fyrir því geti verið sú að réttarumhverfi menntastofnana er að mörgu leyti mjög flókið og það er í mörg horn að líta þegar það reynir á regluverkið? Því er ef til vill eðlilegt að þau sem telja sig hlunnfarin í skólastarfi leiti til löglærðra aðila við slíkar kringumstæður. Fjórtán reglur og reglugerðir En þá er spurt, hvað er svona flókið við réttarumhverfið? Eru þetta ekki bara lög um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla? Vissulega erum við með lög um hvert skólastig. Með þessum lögum eru aðilum skólasamfélagsins tryggð ýmis réttindi og lagðar á þá margskonar skyldur. Í lögunum má einnig finna ýmis atriði sem eru framkvæmdarlegs eðlis, svo sem um ráðningu starfsfólks o.fl. Þá er einkennandi fyrir menntalöggjöfina að það hefur verið settur fjöldinn allur af reglugerðum og reglum sem eru á víð og dreif. Ef við tökum til að mynda lög um grunnskóla sem dæmi að þá eru nú í gildi 14 reglur og reglugerðir sem settar hafa verið á grundvelli laganna. Með þessum reglum og reglugerðum er kveðið á um ýmis réttindi og skyldur aðila skólasamfélagsins. Þar er m.a. fjallað um hvernig skólaakstri skal háttað, skólagöngu fósturbarna, stuðning við nemendur með sérþarfir og heimakennslu. Að auki ber að nefna að nemendur leik- og grunnskóla, auk flestra nemenda menntaskóla eru börn. Því þarf skólastarf að taka mið af þeim réttindum sem börnum eru tryggð auk almennra laga sem gilda á Íslandi. Má meðal annars nefna bann við mismunun, rétt barns til lífs og þroska og rétt þess til að láta skoðanir sínar í ljós. Þegar lög á sviði menntamála eru framkvæmd þá þarf ætíð að huga að því að barn njóti þeirra réttinda sem stjórnarskrá, almenn lög og alþjóðasáttmálar tryggja því og öll úrræði sem skólar grípa til verða að stefna að því að vernda þessi réttindi barna. Þekking á menntarétti getur skipt sköpum Til samræmis við þetta breytta starfsumhverfi hefur löggjafinn með lögum um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda, nr. 95/2019, gert þá kröfu að kennarar og skólastjórnendur hafi þekkingu á þeim lögum og reglum sem gilda á því skólastigi sem þeir starfa á. Varðandi skólastjórnendur hefur löggjafinn enn fremur gert þá kröfu að þeir hafi þekkingu á öðrum lögum, reglugerðum og opinberum fyrirmælum sem varða skólastarf og hæfni til að leiða skólastarf í samræmi við markmið og ákvæði laga. Ljóst er að með aukinni þekkingu kennara og skólastjórnenda á réttarsviðinu hefði mátt koma í veg fyrir mörg mál sem ratað hafa í fjölmiðla. Það má ef til vill leiða líkur að því að löggjafinn hafi metið það sem svo að betri innsýn og þekking kennara og skólastjórnenda á því réttarumhverfi sem í hlut á hverju sinni getur skipt sköpum fyrir farsæla úrlausn mála. Námsefni um réttarumhverfi skóla sem sniðið er að þörfum kennara hefur hingað til ekki verið til. Lögfræðiþjónusta Hafnarfjarðar hefur hins vegar nýverið sett saman greinargóð námskeið sem veita kennurum og skólastjórnendum á mismunandi skólastigum góða yfirsýn yfir helstu lög og reglugerðir sem hafa þarf að leiðarljósi í skólastarfi. Ég vona að námskeiðin nýtist sem flestum og stuðli að farsælli úrlausn ýmissa mála sem upp kunna að koma í skólastarfi. Höfundur er lögmaður hjá Lögfræðiþjónustu Hafnarfjarðar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun