Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar 11. nóvember 2024 13:47 Svik í viðskiptum við einstaklinga og lítil fyrirtæki eru algeng hér á landi. Líklegt er að niðurstöðum þeirra svipi til nauðgunarmála hvað það varðar að fæst þeirra komi fyrir dómstóla og hinn svikni, það er kærandinn, tapi málinu fari það fyrir dómstóla. Ég minnist þess sérstaklega sem tveir menn hoknir af reynslu úr viðskiptalífinu sögðu einu sinni við mig stuttu eftir að ég byrjaði sjálfur að reyna að feta mig við rekstur eigin fyrirtækis: „Þegar þú lendir í svikara skaltu flýja eins og fætur toga. Alls ekki skaltu leita til dómstóla. Þeir ráða ekki við þannig mál.“ Ég reyndist of vitlaus til þess að fara eftir þessum ráðum. Mér fannst málið sem ég lenti í bara vera svo einfalt. Málið fjallaði um sannanlega ógreidda reikninga sem ég var með í höndunum. Langt var frá því að það dygði mér til sigurs í dómsmálinu. Hinn aðili málsins beitti tiltækum ráðum til þess að það tækist ekki, meðal annars fölsun á mínum undirskriftum. Þær voru hins vegar svo vel gerðar að ekki tókst að koma með sannanir fyrir fölsununum fyrr en málinu var lokið fyrir dómstólum. Dómarar, einnig í Hæstarétti, sáu heldur enga ástæðu til þess að veita þeim kröfum mínum stuðning að hinn aðilinn legði fram bankagögn um að einhverjar greiðslur hefðu yfirleitt farið fram. Hefur einhver heyrt um að unnt sé að komast hjá því að greiða hitaveitureikninginn með því að segjast hafa greitt hann en neita að leggja fram greiðslugögn? Dómararnir, einnig í Hæstarétti, vildu heldur ekki veita því eftirtekt að hinn aðilinn ætti í vandræðum með að útskýra hvernig þær hefðu átt að geta farið fram. Dæmt var að ákveðinn kreditreikning vantaði í mína stefnu þótt sannað væri að svo væri ekki. Lögin um meðferð dómsmála miðast við þjóðfélagið eins og það var 1950-1970. Á þeim tíma voru undirritanir meðal skástu sannana. Þær eru það ekki lengur. Þær eru ekki nægjanlega áreiðanlegar. Kostnaðurinn við rannsókn á þeim er fram úr hófi mikill. Þar er um milljónir króna að ræða. Samkvæmt reynslu getur tekið að minnsta kosti ár að ná fram niðurstöðu. Unnt er að fara fram á að aðrir sérfræðingar endurtaki hana. Þá getur hún tekið að minnsta kosti ár í viðbót og kostar miklu fleiri milljónir króna.Unnt á að vera að leggja fram bankagögn næstum samstundis og án teljandi kostnaðar. Þau eru nú alveg örugg. Upphæð, hver greiddi hverjum og hvenær koma fram í sömu færslunni. Að neita að leggja fram bankagögn í dómsmáli er að mínu áliti það sama og að segja að þau séu ekki til sem var staðreyndin í málinu þótt dómarar lokuðu augunum fyrir því. Hinn aðilinn notaði einmitt þær aðferðir sem Alþingi úthlutar honum og reynst hafa hinum sterka svo vel í dómskerfinu sem raun ber vitni. Hluti af þeim eru þær lagareglur sem fjallað er um í síðustu grein minnihér í Vísi hinn 8. nóvember síðastliðinn. Eftir því sem ég best gat séð nýtti hann forræðisregluna út í ystu æsar. Það er regluna um að aðilar málsins stýri málinu að langmestu leyti hvor fyrir sig óháð vilja hins. Samkvæmt henni var unnt að þenja kostnaðinn við rekstur málsins út innan mjög víðra marka. Þagnarreglan var líklega mikilvægasta lagareglan fyrir hann enda virtist meginstefnan hjá honum að svara engu í dómsal og leggja engin gögn fram. Í stað þess krafðist hann þess að ég sannaði að ég hefði ekki samþykkt greiðsluviðurkenningar með undirritunum mínum. Honum tókst að fá því framgengt. Ekki hefði málið litið vel út í augum dómarans ef ég hefði hafnað að gera það. Til viðbótar var málshraðareglunni beitt í sífellu, það er lagareglunni um að mál ættu að hafa eins skjótan framgang og unnt væri, að því er virtist til þess að reyna að koma í veg fyrir að unnt væri að svara kröfum hans svo vel væri. Eins og sést á ofangreindu stuðlar Alþingi beinlínis að því í svikamálum að einmitt svikarinn komi sem best út úr þeim vegna ákafa síns um að hygla þeim best settu í þjóðfélaginu. Athuga þarf að það sem ég hef verið að gagnrýna hér að ofan eru aðgerðir í samræmi við íslensk lög. Með ólíkindum er að einmitt hið háa Alþingi skuli leiðast til þess að hygla þeim sem stunda svik á kostnað hins almenna borgara og miða dómskerfið við allt annað þjóðfélag en er við lýði í dag. Það gengur svo langt að væntanlega væri miklu réttara að kasta upp um niðurstöðuna en að dómarar dæmi í málinu væri það markmiðið að hún væri í sem bestu samræmi við réttlæti, sanngirni og heilbrigða skynsemi. Að lokum er rétt að spyrja hvort hinum venjulega Íslendingi sé yfirleitt óhætt í dómskerfinu. Því miður held ég að svo sé ekki. Höfundur er rekstrarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jörgen Ingimar Hansson Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Sjá meira
Svik í viðskiptum við einstaklinga og lítil fyrirtæki eru algeng hér á landi. Líklegt er að niðurstöðum þeirra svipi til nauðgunarmála hvað það varðar að fæst þeirra komi fyrir dómstóla og hinn svikni, það er kærandinn, tapi málinu fari það fyrir dómstóla. Ég minnist þess sérstaklega sem tveir menn hoknir af reynslu úr viðskiptalífinu sögðu einu sinni við mig stuttu eftir að ég byrjaði sjálfur að reyna að feta mig við rekstur eigin fyrirtækis: „Þegar þú lendir í svikara skaltu flýja eins og fætur toga. Alls ekki skaltu leita til dómstóla. Þeir ráða ekki við þannig mál.“ Ég reyndist of vitlaus til þess að fara eftir þessum ráðum. Mér fannst málið sem ég lenti í bara vera svo einfalt. Málið fjallaði um sannanlega ógreidda reikninga sem ég var með í höndunum. Langt var frá því að það dygði mér til sigurs í dómsmálinu. Hinn aðili málsins beitti tiltækum ráðum til þess að það tækist ekki, meðal annars fölsun á mínum undirskriftum. Þær voru hins vegar svo vel gerðar að ekki tókst að koma með sannanir fyrir fölsununum fyrr en málinu var lokið fyrir dómstólum. Dómarar, einnig í Hæstarétti, sáu heldur enga ástæðu til þess að veita þeim kröfum mínum stuðning að hinn aðilinn legði fram bankagögn um að einhverjar greiðslur hefðu yfirleitt farið fram. Hefur einhver heyrt um að unnt sé að komast hjá því að greiða hitaveitureikninginn með því að segjast hafa greitt hann en neita að leggja fram greiðslugögn? Dómararnir, einnig í Hæstarétti, vildu heldur ekki veita því eftirtekt að hinn aðilinn ætti í vandræðum með að útskýra hvernig þær hefðu átt að geta farið fram. Dæmt var að ákveðinn kreditreikning vantaði í mína stefnu þótt sannað væri að svo væri ekki. Lögin um meðferð dómsmála miðast við þjóðfélagið eins og það var 1950-1970. Á þeim tíma voru undirritanir meðal skástu sannana. Þær eru það ekki lengur. Þær eru ekki nægjanlega áreiðanlegar. Kostnaðurinn við rannsókn á þeim er fram úr hófi mikill. Þar er um milljónir króna að ræða. Samkvæmt reynslu getur tekið að minnsta kosti ár að ná fram niðurstöðu. Unnt er að fara fram á að aðrir sérfræðingar endurtaki hana. Þá getur hún tekið að minnsta kosti ár í viðbót og kostar miklu fleiri milljónir króna.Unnt á að vera að leggja fram bankagögn næstum samstundis og án teljandi kostnaðar. Þau eru nú alveg örugg. Upphæð, hver greiddi hverjum og hvenær koma fram í sömu færslunni. Að neita að leggja fram bankagögn í dómsmáli er að mínu áliti það sama og að segja að þau séu ekki til sem var staðreyndin í málinu þótt dómarar lokuðu augunum fyrir því. Hinn aðilinn notaði einmitt þær aðferðir sem Alþingi úthlutar honum og reynst hafa hinum sterka svo vel í dómskerfinu sem raun ber vitni. Hluti af þeim eru þær lagareglur sem fjallað er um í síðustu grein minnihér í Vísi hinn 8. nóvember síðastliðinn. Eftir því sem ég best gat séð nýtti hann forræðisregluna út í ystu æsar. Það er regluna um að aðilar málsins stýri málinu að langmestu leyti hvor fyrir sig óháð vilja hins. Samkvæmt henni var unnt að þenja kostnaðinn við rekstur málsins út innan mjög víðra marka. Þagnarreglan var líklega mikilvægasta lagareglan fyrir hann enda virtist meginstefnan hjá honum að svara engu í dómsal og leggja engin gögn fram. Í stað þess krafðist hann þess að ég sannaði að ég hefði ekki samþykkt greiðsluviðurkenningar með undirritunum mínum. Honum tókst að fá því framgengt. Ekki hefði málið litið vel út í augum dómarans ef ég hefði hafnað að gera það. Til viðbótar var málshraðareglunni beitt í sífellu, það er lagareglunni um að mál ættu að hafa eins skjótan framgang og unnt væri, að því er virtist til þess að reyna að koma í veg fyrir að unnt væri að svara kröfum hans svo vel væri. Eins og sést á ofangreindu stuðlar Alþingi beinlínis að því í svikamálum að einmitt svikarinn komi sem best út úr þeim vegna ákafa síns um að hygla þeim best settu í þjóðfélaginu. Athuga þarf að það sem ég hef verið að gagnrýna hér að ofan eru aðgerðir í samræmi við íslensk lög. Með ólíkindum er að einmitt hið háa Alþingi skuli leiðast til þess að hygla þeim sem stunda svik á kostnað hins almenna borgara og miða dómskerfið við allt annað þjóðfélag en er við lýði í dag. Það gengur svo langt að væntanlega væri miklu réttara að kasta upp um niðurstöðuna en að dómarar dæmi í málinu væri það markmiðið að hún væri í sem bestu samræmi við réttlæti, sanngirni og heilbrigða skynsemi. Að lokum er rétt að spyrja hvort hinum venjulega Íslendingi sé yfirleitt óhætt í dómskerfinu. Því miður held ég að svo sé ekki. Höfundur er rekstrarverkfræðingur.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun