Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 11. nóvember 2024 12:32 Hafnarfjarðarbær var árið 2015 eitt af allra fyrstu sveitarfélögum landsins til að gerast heilsueflandi samfélag og hóf í kjölfarið ýmsar aðgerðir, meðal annars samstarf við ,,Janus heilsueflingu“ um markvissa heilsueflingu fyrir eldri borgara. Það hefur reynst gríðarlega vinsælt enda um afar faglega handleiðslu að ræða sem skipt hefur sköpum fyrir hundruð Hafnfirðinga. Með frábæru utanumhaldi hefur Janus komið fjölda fólks af stað í hreyfingu, sumum í fyrsta sinn, og að námskeiði loknu hefur fólk síðan haldið áfram á eigin vegum. Nú hyggst Hafnarfjarðarbær fjárfesta enn frekar í forvörnum og lýðheilsu eldri borgara. Ákveðið hefur verið að auka fjölbreytni í þessum efnum með samstarfi við líkamsræktarstöðina Hress þar sem hópur fagfólks hefur hannað sérstakt æfingaprógram og handleiðslu fyrir 65 ára og eldri. Með framboði af þessu tagi er bæjarfélagið að leggja sitt af mörkum til að efla heilsutengdar forvarnir sem eru ekki síst mikilvægar þegar aldurinn færist yfir. Það er aldrei of seint að huga að heilsunni en með markvissri þjálfun er hægt að bæta liðleika, styrk og þol á hvaða aldri sem er. Þannig aukast lífsgæðin; heilsan og hreyfifærnin batnar og þannig getur fólk tekist lengur á við athafnir daglegs með hækkandi aldri. Í nýrri fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 gerir Hafnarfjarðarbær einnig ráð fyrir því að hækka tekjuviðmið frístundastyrks til eldri borgara. Það er gaman og gott að eldast þegar heilsan er góð og hvað er skemmtilegra en að hreyfa sig og þjálfa í góðum hópi. Að mínu mati á lýðheilsa og fyrirbyggjandi aðgerðir fyrir alla aldurshópa að fléttast mun meira inn í heilbrigðiskerfið allt en nú er. Það er góð fjárfesting í öllu tilliti en sérstaklega fyrir fólkið sjálft og þeirra lífsgæði. Höfundur er bæjarstjóri í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Hafnarfjörður Rósa Guðbjartsdóttir Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Hafnarfjarðarbær var árið 2015 eitt af allra fyrstu sveitarfélögum landsins til að gerast heilsueflandi samfélag og hóf í kjölfarið ýmsar aðgerðir, meðal annars samstarf við ,,Janus heilsueflingu“ um markvissa heilsueflingu fyrir eldri borgara. Það hefur reynst gríðarlega vinsælt enda um afar faglega handleiðslu að ræða sem skipt hefur sköpum fyrir hundruð Hafnfirðinga. Með frábæru utanumhaldi hefur Janus komið fjölda fólks af stað í hreyfingu, sumum í fyrsta sinn, og að námskeiði loknu hefur fólk síðan haldið áfram á eigin vegum. Nú hyggst Hafnarfjarðarbær fjárfesta enn frekar í forvörnum og lýðheilsu eldri borgara. Ákveðið hefur verið að auka fjölbreytni í þessum efnum með samstarfi við líkamsræktarstöðina Hress þar sem hópur fagfólks hefur hannað sérstakt æfingaprógram og handleiðslu fyrir 65 ára og eldri. Með framboði af þessu tagi er bæjarfélagið að leggja sitt af mörkum til að efla heilsutengdar forvarnir sem eru ekki síst mikilvægar þegar aldurinn færist yfir. Það er aldrei of seint að huga að heilsunni en með markvissri þjálfun er hægt að bæta liðleika, styrk og þol á hvaða aldri sem er. Þannig aukast lífsgæðin; heilsan og hreyfifærnin batnar og þannig getur fólk tekist lengur á við athafnir daglegs með hækkandi aldri. Í nýrri fjárhagsáætlun fyrir árið 2025 gerir Hafnarfjarðarbær einnig ráð fyrir því að hækka tekjuviðmið frístundastyrks til eldri borgara. Það er gaman og gott að eldast þegar heilsan er góð og hvað er skemmtilegra en að hreyfa sig og þjálfa í góðum hópi. Að mínu mati á lýðheilsa og fyrirbyggjandi aðgerðir fyrir alla aldurshópa að fléttast mun meira inn í heilbrigðiskerfið allt en nú er. Það er góð fjárfesting í öllu tilliti en sérstaklega fyrir fólkið sjálft og þeirra lífsgæði. Höfundur er bæjarstjóri í Hafnarfirði.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun