Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar 11. nóvember 2024 14:16 Þann 5. nóvember voru Íslensku menntaverðlaunin veitt í fimm ólíkum flokkum. Þær fjölmörgu tilnefningar sem kynntar voru benda til þess að fjölbreytt og metnaðarfullt starf fari fram í menntakerfinu. En ég orða þetta varlega vegna þess að þær sýna líka alvarlegan veikleika í almennri umræðu um menntamál. Af kynnum mínum af skólamálum undanfarin ár veit ég að á öllum skólastigum og úti um allt land eru í gangi aragrúi frábærra verkefna sem alltof fáir heyra af. Sanngjörn kynning á þeim gæfi allt aðra mynd af skólastarfi en heyra má í neikvæðri umræðu fjölmiðla. Ég hef heyrt fjölmarga erlenda gesti sem heimsækja skólana okkar dást að þeirri fjölbreytni, hugmyndaauðgi, frumkvæði og krafti sem þeir sjá í íslensku skólastarfi. Við sjáum fjölda öflugra ungmenna streyma út úr skólakerfinu sem standa sig frábærlega vel í framhaldsnámi, atvinnulífi, íþróttum, tónlist – eiginlega hvar sem litið er sjáum við dæmi um frumkvæði og atorku. Þetta er allt önnur mynd en sú sem birtist í umræðu um skólakerfi á heljarþröm á grundvelli PISA niðurstaðna sem hafa ekki fengið gagnrýna umræðu. Hvorki hvað varðar mælitækni (sem er þó rædd gagnrýnið í PISA-skýrslunum sjálfum) né hugsmíðaréttmæti (þ.e. að verið sé að mæla þætti sem örugglega skipta miklu máli), að ekki sé talað um áhrifaréttmæti (þ.e. að þau séu líkleg til að hafa tiltekin áhrif), en þetta er ekki rætt í skýrslum Menntavísindasviðs HÍ. Svo kalla menn eftir samræmdum prófum sem reist eru á faglegum hugmyndum Steingríms Arasonar frá árunum kringum 1924 en eru að mestu úreltar. Slík próf eru hvorki gagnleg mælitæki né duga til skynsamlegrar leiðsagnar og ég trúi því ekki að nokkur sem þekkir vel til mælinga mæli þeim bót. Þá treysti ég langtum betur núna, 2024, fagmennsku Freyju Birgisdóttur sem ég veit að er öflugur fræðimaður og leiðir mjög áhugavert starf Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu sem snýst um þróun matsferils. Viss vandi í umræðu Steingríms er þó enn til staðar. En þrátt fyrir fjölmargar mjög jákvæðar vísbendingar sem berast út úr skólakerfinu held ég að öllum sé ljóst að það þarf að takast á við brýnar og erfiðar áskoranir, ekki síst tengdar börnum með erlendan bakgrunn og börnum sem standa höllum fæti af öðrum toga og búa sum auk þess við félags- og efnahagsleg vanefni. Þau sem bera faglega og fjárhagslega ábyrgð á skólakerfinu verða að horfast í augu við þær áskoranir sem sannarlega eru ekki auðveldar viðfangs. Ég fæ ekki betur séð en að þar sem ég þekki best til, og vísa þá til uppbyggingar af hálfu mennta- og barnamálaráðuneytis, sé verið að bretta upp ermarnar – m.a. í starfi Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu og t.d. MEMM verkefninu og einnig hjá Reykjavíkurborg. En ég óttast að áskorunin sé talsvert meiri en þeir sem eru utan kerfisins átta sig fyllilega á, en fáir innan kerfisins fara í grafgötur um eðli þeirra og umfang. Á vormánuðum síðastliðið ár átti ég þess kost að hlusta á ítarlega faglega umræðu starfsfólks leikskóla, grunnskóla, frístunda- og félagsmiðstöðva í Breiðholti með þátttöku yfirmanna skólamála í Reykjavík um stefnumótun og aðgerðir í málefnum síns borgarhluta. Þetta samtal sannfærði mig um það sama og ég hafði heyrt frá hinum erlendu gestum. Þarna var rætt af metnaði um hugmyndir til umbóta og mjög faglega um þær áskoranir sem þyrfti að takast á við. Fagfólkið, bæði kennarar og aðrir, settu fram eðlilegar kröfur um stuðning til þess að geta sjálft tekist á við þær. Þau birtust mér sem afar sterkur hópur fagfólks sem einmitt væri skynsamlegt að treysta fyrir menntun þeirra barna og ungmenna sem voru á þeirra faglega verksviði og mikilvægt að veita þeim það veganesti sem þyrfti, bæði faglegt og fjárhagslegt. Þau voru ekkert að fela vandamálin og þau voru heldur ekki að veigra sér við því að takast á við þau. Það var augljóst að þetta væri fólkið sem ætti að vinna verkið og ætlaði sér að gera það og ég sannfærðist um að þeim væri vissulega treystandi til þess. Íslensku menntaverðlaunin ættum við nota til að færa umræðu um íslensk skólamál í nýjan farveg, viðurkenna allt það sem vel er gert og jafnframt hve margslungin viðfangsefnin eru. En vitaskuld verður að horfast í augu við vandann sem við þekkjum nokkuð vel og gefa fagfólki skýrt umboð og stuðning til að glíma við hann. En skólakerfið eitt leysir hann vitanlega ekki allan. Til þess að lyfta umræðunni mætti einnig taka mið af þeim skýra tóni sem forsetinn, Halla Tómasdóttir, sló í ávarpi sínu þegar menntaverðlaunin voru veitt. Höfundur er fyrrum prófessor við Menntavísindasvið HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 5. nóvember voru Íslensku menntaverðlaunin veitt í fimm ólíkum flokkum. Þær fjölmörgu tilnefningar sem kynntar voru benda til þess að fjölbreytt og metnaðarfullt starf fari fram í menntakerfinu. En ég orða þetta varlega vegna þess að þær sýna líka alvarlegan veikleika í almennri umræðu um menntamál. Af kynnum mínum af skólamálum undanfarin ár veit ég að á öllum skólastigum og úti um allt land eru í gangi aragrúi frábærra verkefna sem alltof fáir heyra af. Sanngjörn kynning á þeim gæfi allt aðra mynd af skólastarfi en heyra má í neikvæðri umræðu fjölmiðla. Ég hef heyrt fjölmarga erlenda gesti sem heimsækja skólana okkar dást að þeirri fjölbreytni, hugmyndaauðgi, frumkvæði og krafti sem þeir sjá í íslensku skólastarfi. Við sjáum fjölda öflugra ungmenna streyma út úr skólakerfinu sem standa sig frábærlega vel í framhaldsnámi, atvinnulífi, íþróttum, tónlist – eiginlega hvar sem litið er sjáum við dæmi um frumkvæði og atorku. Þetta er allt önnur mynd en sú sem birtist í umræðu um skólakerfi á heljarþröm á grundvelli PISA niðurstaðna sem hafa ekki fengið gagnrýna umræðu. Hvorki hvað varðar mælitækni (sem er þó rædd gagnrýnið í PISA-skýrslunum sjálfum) né hugsmíðaréttmæti (þ.e. að verið sé að mæla þætti sem örugglega skipta miklu máli), að ekki sé talað um áhrifaréttmæti (þ.e. að þau séu líkleg til að hafa tiltekin áhrif), en þetta er ekki rætt í skýrslum Menntavísindasviðs HÍ. Svo kalla menn eftir samræmdum prófum sem reist eru á faglegum hugmyndum Steingríms Arasonar frá árunum kringum 1924 en eru að mestu úreltar. Slík próf eru hvorki gagnleg mælitæki né duga til skynsamlegrar leiðsagnar og ég trúi því ekki að nokkur sem þekkir vel til mælinga mæli þeim bót. Þá treysti ég langtum betur núna, 2024, fagmennsku Freyju Birgisdóttur sem ég veit að er öflugur fræðimaður og leiðir mjög áhugavert starf Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu sem snýst um þróun matsferils. Viss vandi í umræðu Steingríms er þó enn til staðar. En þrátt fyrir fjölmargar mjög jákvæðar vísbendingar sem berast út úr skólakerfinu held ég að öllum sé ljóst að það þarf að takast á við brýnar og erfiðar áskoranir, ekki síst tengdar börnum með erlendan bakgrunn og börnum sem standa höllum fæti af öðrum toga og búa sum auk þess við félags- og efnahagsleg vanefni. Þau sem bera faglega og fjárhagslega ábyrgð á skólakerfinu verða að horfast í augu við þær áskoranir sem sannarlega eru ekki auðveldar viðfangs. Ég fæ ekki betur séð en að þar sem ég þekki best til, og vísa þá til uppbyggingar af hálfu mennta- og barnamálaráðuneytis, sé verið að bretta upp ermarnar – m.a. í starfi Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu og t.d. MEMM verkefninu og einnig hjá Reykjavíkurborg. En ég óttast að áskorunin sé talsvert meiri en þeir sem eru utan kerfisins átta sig fyllilega á, en fáir innan kerfisins fara í grafgötur um eðli þeirra og umfang. Á vormánuðum síðastliðið ár átti ég þess kost að hlusta á ítarlega faglega umræðu starfsfólks leikskóla, grunnskóla, frístunda- og félagsmiðstöðva í Breiðholti með þátttöku yfirmanna skólamála í Reykjavík um stefnumótun og aðgerðir í málefnum síns borgarhluta. Þetta samtal sannfærði mig um það sama og ég hafði heyrt frá hinum erlendu gestum. Þarna var rætt af metnaði um hugmyndir til umbóta og mjög faglega um þær áskoranir sem þyrfti að takast á við. Fagfólkið, bæði kennarar og aðrir, settu fram eðlilegar kröfur um stuðning til þess að geta sjálft tekist á við þær. Þau birtust mér sem afar sterkur hópur fagfólks sem einmitt væri skynsamlegt að treysta fyrir menntun þeirra barna og ungmenna sem voru á þeirra faglega verksviði og mikilvægt að veita þeim það veganesti sem þyrfti, bæði faglegt og fjárhagslegt. Þau voru ekkert að fela vandamálin og þau voru heldur ekki að veigra sér við því að takast á við þau. Það var augljóst að þetta væri fólkið sem ætti að vinna verkið og ætlaði sér að gera það og ég sannfærðist um að þeim væri vissulega treystandi til þess. Íslensku menntaverðlaunin ættum við nota til að færa umræðu um íslensk skólamál í nýjan farveg, viðurkenna allt það sem vel er gert og jafnframt hve margslungin viðfangsefnin eru. En vitaskuld verður að horfast í augu við vandann sem við þekkjum nokkuð vel og gefa fagfólki skýrt umboð og stuðning til að glíma við hann. En skólakerfið eitt leysir hann vitanlega ekki allan. Til þess að lyfta umræðunni mætti einnig taka mið af þeim skýra tóni sem forsetinn, Halla Tómasdóttir, sló í ávarpi sínu þegar menntaverðlaunin voru veitt. Höfundur er fyrrum prófessor við Menntavísindasvið HÍ.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun