Eiginkona Ohlsson, söngkonan Siw Malmkvist, staðfesti andlátið í samtali við sænska fjölmiðla í gær. Ohlsson lést á laugardaginn en hann hafði glímt við erfið veikindi um nokkurt skeið.
„Þetta verður mjög tómlegt,“ segir Malmkvist í samtali við Aftonbladet. Hún segir að læknar hefðu varað aðstandendur við fyrir nokkru að hann ætti ekki langt eftir en að heilsu hans hafi hrakað mun hraðar en fjölskyldan átti von á.
Ohlsson átti langan leiklistarferil að baki og starfaði lengi í leikhúsum á borð við Uppsala stadsteater og Dramaten í Stokkhólmi. Þá birtist hann í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda.
Sjónvarpsþættirnir og kvikmyndirnar um Línu langsokk voru framleiddar á árunum 1969 til 1973.