„Svona gerir maður ekki, mamma“ Boði Logason skrifar 11. október 2023 15:19 Mæðginin Elísabet Jökulsdóttir og Garpur I. Elísabetarson fara um víðan völl í spjalli sínu. Myndin Mamma mín, geðsjúklingurinn var frumsýnd á Stöð 2 í gær. Vísir Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn var í gær og af því tilefni fór dagskrárgerðarmaðurinn Garpur I. Elísabetarson og hitti móður sína, Elísabetu Jökulsdóttur rithöfund, á heimili hennar í Hveragerði. Stuttmyndin Mamma mín, geðsjúklingurinn var frumsýnd á Stöð 2 í gær en hún fjallar um ungan dreng sem á geðveika móður. Myndin er eftir Garp og byggir að hluta til á æsku hans og hvernig hann upplifði geðsjúkdóm móður sinnar. Horfa má á viðtal Garps við móður sína hér fyrir neðan: Klippa: Garpur talar við mömmu sína, geðsjúklinginn Keyrði Hvalfjörðinn fram og til baka Elísabet hefur talað opinskátt um baráttu sína við geðsjúkdóm í gegnum tíðina og er spjall þeir mæðgina ansi einlægt. Þau hafa alla tíð talað mjög opinskátt um veikindin. „Ég man þegar ég var 12 ára þá fórst þú á geðdeild og ég fór upp í sveit og þá var okkur sagt að þú værir veik, ég hélt að þú værir bara með kvef.“ Elísabet segist muna eftir öllu þegar hún var í maníu og hafi skammast sín þegar af henni var runnið, ef svo má orða það. Hún lýsir ýmsum uppákomum, til dæmis keyrði hún Hvalfjörðinn fram og til baka í einn og hálfan sólarhring vegna þess að Guð gaf henni þau tilmæli. Óttar Kjerulf Þorvarðarson leikur litla strákinn í myndinni.Aðsend „Svona gerir maður ekki, mamma“ Elísabet segir að hún megi þakka fyrir að vera enn á lífi eftir allar maníurnar sem hún hefur farið í. „Þetta eyðilagði næstum því samband mitt við börnin mín, traustið fór og það fór allt til fjandans. Mér þykir líka vænt um þær, ég gerði marga ótrúlega hluti og fallega hluti.“ Eins og hvað? „Eins og að búa til skip og boða heimsendi í Hagaskóla,“ segir hún glettin. Myndin var tekin upp árið 2022 í Reykjavík. Aðsend Klædd eins og trúður og labbaði eins og mörgæs Garpur og tvíburabróðir hans, Jökull, upplifðu ansi skrautlegar hliðar á móður sinni þegar þeir voru í grunnskóla. Einn daginn hafi Elísabet birst stífmáluð eins og trúður og með pípuhatt. „Þú labbaðir um eins og mörgæs eða Chaplin. Ég man að við skömmuðust okkar ekki, heldur hugsuðum við meira „Jesús, mamma“ - okkur langaði að skamma þig og segja „svona gerir maður ekki,“ útskýrir Garpur. Elísabet segir að þó Garpur segist ekki hafa tekið hegðun móður sinnar inn á sig í æsku, sé birtingamyndin önnur í stuttmyndinni. „Samkvæmt myndinni þá held ég að þú hafir ekki hugsað léttvægt um þetta, því þarna er einmana og ringlaður strákur á ferð, aleinn á gangi sem boðar örvæntingu. Hann veit ekki hvert hann, eða heimurinn, er að stefna. Þess vegna brá mér þegar ég sá þessa mynd. Ég var ekki bara skemmtileg kona með geðsjúkdóm, heldur var þetta mjög alvarlegt. Synir mínir misstu jörðina undan sér, vissu ekki hvað var hvað og hvenær var manía eða hvað var manía.“ Stuttmyndina Mamma mín, geðsjúklingurinn má nálgast á Stöð 2+. Þuríður Blær Jóhannsdóttir fer með annað af tveimur aðalhlutverkunum í myndinni. Aðsend Ísland í dag Geðheilbrigði Heilbrigðismál Ástin og lífið Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Reykjavík Hveragerði Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Stuttmyndin Mamma mín, geðsjúklingurinn var frumsýnd á Stöð 2 í gær en hún fjallar um ungan dreng sem á geðveika móður. Myndin er eftir Garp og byggir að hluta til á æsku hans og hvernig hann upplifði geðsjúkdóm móður sinnar. Horfa má á viðtal Garps við móður sína hér fyrir neðan: Klippa: Garpur talar við mömmu sína, geðsjúklinginn Keyrði Hvalfjörðinn fram og til baka Elísabet hefur talað opinskátt um baráttu sína við geðsjúkdóm í gegnum tíðina og er spjall þeir mæðgina ansi einlægt. Þau hafa alla tíð talað mjög opinskátt um veikindin. „Ég man þegar ég var 12 ára þá fórst þú á geðdeild og ég fór upp í sveit og þá var okkur sagt að þú værir veik, ég hélt að þú værir bara með kvef.“ Elísabet segist muna eftir öllu þegar hún var í maníu og hafi skammast sín þegar af henni var runnið, ef svo má orða það. Hún lýsir ýmsum uppákomum, til dæmis keyrði hún Hvalfjörðinn fram og til baka í einn og hálfan sólarhring vegna þess að Guð gaf henni þau tilmæli. Óttar Kjerulf Þorvarðarson leikur litla strákinn í myndinni.Aðsend „Svona gerir maður ekki, mamma“ Elísabet segir að hún megi þakka fyrir að vera enn á lífi eftir allar maníurnar sem hún hefur farið í. „Þetta eyðilagði næstum því samband mitt við börnin mín, traustið fór og það fór allt til fjandans. Mér þykir líka vænt um þær, ég gerði marga ótrúlega hluti og fallega hluti.“ Eins og hvað? „Eins og að búa til skip og boða heimsendi í Hagaskóla,“ segir hún glettin. Myndin var tekin upp árið 2022 í Reykjavík. Aðsend Klædd eins og trúður og labbaði eins og mörgæs Garpur og tvíburabróðir hans, Jökull, upplifðu ansi skrautlegar hliðar á móður sinni þegar þeir voru í grunnskóla. Einn daginn hafi Elísabet birst stífmáluð eins og trúður og með pípuhatt. „Þú labbaðir um eins og mörgæs eða Chaplin. Ég man að við skömmuðust okkar ekki, heldur hugsuðum við meira „Jesús, mamma“ - okkur langaði að skamma þig og segja „svona gerir maður ekki,“ útskýrir Garpur. Elísabet segir að þó Garpur segist ekki hafa tekið hegðun móður sinnar inn á sig í æsku, sé birtingamyndin önnur í stuttmyndinni. „Samkvæmt myndinni þá held ég að þú hafir ekki hugsað léttvægt um þetta, því þarna er einmana og ringlaður strákur á ferð, aleinn á gangi sem boðar örvæntingu. Hann veit ekki hvert hann, eða heimurinn, er að stefna. Þess vegna brá mér þegar ég sá þessa mynd. Ég var ekki bara skemmtileg kona með geðsjúkdóm, heldur var þetta mjög alvarlegt. Synir mínir misstu jörðina undan sér, vissu ekki hvað var hvað og hvenær var manía eða hvað var manía.“ Stuttmyndina Mamma mín, geðsjúklingurinn má nálgast á Stöð 2+. Þuríður Blær Jóhannsdóttir fer með annað af tveimur aðalhlutverkunum í myndinni. Aðsend
Ísland í dag Geðheilbrigði Heilbrigðismál Ástin og lífið Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Reykjavík Hveragerði Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira