Að brenna bláa akurinn Jón Kaldal skrifar 26. september 2023 07:31 Í dag og alla þessa viku eru starfsmenn Arnarlax að hella skordýraeitri í sjókvíar fyrirtækisins í Tálknafirði fyrir vestan sökum þess hversu illa haldnir eldislaxarnir í sjókvíunum eru af völdum gríðarlegs lúsasmits. Þessar eitranir hófust í síðustu viku. Kjartan Ólafsson, stjórnarmaður Arnarlax, minntist ekki á þessar harkalegu aðgerðir þegar hann mætti á Sprengisand á Bylgjunni á sunnudag til að ræða nýjasta kafla þeirra hörmunga sem sjókvíaeldisfyritækin hafa leitt yfir umhverfi og lífríki Íslands. Kjartan veit þó vel hversu hræðilega laxalúsin fer með eldisdýrin og villta laxfiska, sjóbirting, lax og sjóbleikju, þegar þetta skæða sníkjudýr streymir úr kvíunum í margföldu magni þess sem gæti gerst við náttúrulegar aðstæður. Hann veit líka að eiturefnin drepa lúsina með því að leysa upp skel hennar, og hafa nákvæmlega sömu áhrif á marfló, rækju og önnur villt skeldýr í nágrenni sjókvíanna. Framleiðsluþakið hlýtur að lækka Auðvitað vildi Kjartan ekki nefna þetta. Né að Arnarlax hefur staðið í svona eitrunum nokkrum sinnum á ári undanfarin mörg ár. Kjartan vildi líka gera sem minnst úr þeim manngerðu hamförum sem nú ríða yfir villta laxastofna landsins vegna þúsunda sleppifiska úr sjókví kollega hans hjá Arctic Fish. Við vitum ekki enn hversu djúp sár erfðablöndun eldislaxanna við villta laxinn okkar skilja eftir. Það eina sem við vitum er að þetta er svo meiriháttar áfall að forsendur „áhættumats um erfðablöndun“ eru kolfallnar. Eldislax í sjókví í Berufirði. Að jafnaði eru um helmingur allra eldislaxa í sjókví vanskapaður, heyrnalaus eða nær ekki fullum þroska vegna þeirra aðstæðna sem þeir þurfa að lifa við þau tvö ár sem þeir eru hafðir í sjó. Óskar Páll Sveinsson Höfundar þessa áhættumódels innan Hafrannsóknastofnunar hafa játað að þeir höfðu rangt fyrir sér. Þeir þurfa að byrja upp á nýtt. Og ef þeir eru samkvæmir sjálfum sér þá mun möguleg ársframleiðsla eldislax í sjókvíum aðeins verða brot af því sem núverandi áhættumat gerir ráð fyrir. Annað er óhjákvæmilegt því fyrirtækin hafa sýnt að þau ráða ekki við framleiðsluna eins og hún er núna, hvað þá ef hún verður þrefölduð eins og matið gerir ráð fyrir. Örvænting Kjartans Og þar komum við að því af hverju tónninn í stjórnarmanni Arnarlax var svona örvæntingarfullur í útvarpsumræðunum á Sprengisandi. Fyrirtæki hans gaf út í ágúst að það hyggur í haust á skráningu á First North, hliðarmarkaði Kauphallar Íslands, ekki síst með það fyrir augum að „auðvelda lífeyrissjóðum að fjárfesta í félaginu“. Ef möguleikarnir voru litlir á að lífeyrissjóðirnir myndu kaupa hlut þegar þessi hugmynd var viðruð, þá eru þeir örugglega að engu orðnir eftir að norsku kafararnir mættu með skutulbyssur sínar í árnar okkar. Í fyrsta lagi myndi það kalla á uppreisn almennings ef nota á lífeyrissjóði þeirra til að fjárfesta í svona skaðlegum iðnaði. Í öðru lagi væri það frámunalega heimskulegt við þessar aðstæður þegar yfirgnæfandi líkur eru á verðmæti sjókvíeldisfyrirtækjanna muni snarfalla á komandi mánuðum vegna þess að framleiðsluþakið hlýtur að lækka. Verðmæti þessara fyrirtækja hvílir eingöngu á þeim framleiðslukvóta sem þau ráða yfir. Taka næringarefni frá hungruðum heimi Þegar miklir persónulegir hagsmunir eru í húfi á fólk það til að leiðast á vafasamar slóðir. Kjartan Ólafsson fór svo oft villur vegar á Sprengisandi að það hefði reynst þúsund manna herdeild norskra kafara ómögulegt að finna hann. Einhverjir aðrir munu örugglega lista upp og leiðrétta vitleysuna sem hann hélt fram um rekstur eigenda lögbýla sem hafa treyst á hlunnindi af sjálfbærum stangveiðum kynslóðum saman í sveitum landsins. Fyrir þessa grein er af nógu að taka af rangfærslum um meint gæði framleiðslunnar og hversu umhverfisvæn hann vill meina að hún sé. Norskir kafarar með skutulbyssur að störfum í Langadalsá í Ísafjarðardjúpi. Köfun eftir eldislöxum er blómlegur iðnaður í Noregi enda eldislaxar sífellt að sleppa úr sjókvíum. Sigurður Þorvaldsson Kjartani varð tíðrætt um „bláa akurinn“ og mikilvægi hans til að fæða heiminn. Hafið leikur þar vissulega stórt hlutverk en laxeldi í sjó alls ekki. Þvert á móti reyndar því það er neikvæður halli á próteinframleiðslu í laxeldi. Til að framleiða eina máltíð af sjókvíaeldislaxi þarf prótein og næringarefni sem myndu duga í þrjár til fjórar máltíðir fyrir fólk. Kjartan og félagar eru beinlínis að taka prótein sem gætu nýst hungruðum heimi til að framleiða vöru sem meirihluti jarðarbúa mun aldrei hafa efni á að láta inn fyrir sínar varir. Það er bara hagfræðileg staðreynd. Enda er eldislax aðeins fjögur prósent af því sjávarfangi sem er framleitt á ári í heiminum. Þetta er hrein lúxusvara þó að við Vesturlandabúar áttum okkur mögulega ekki á því. Kjartan og félagar fara síðan hræðilega með þennan „bláa akur“. Sjókvíaeldi er mjög frumstæð tækni. Þetta er netapoki sem hangir á flotgrind. Öll mengun streymir beint úr kvíunum: skítur úr fiskunum, fóðurleifar, skordýraeitur, lyfjafóður, þungmálmar úr ásætuvörnum af netunum og gríðarlegt magn af míkróplasti. Í Noregi eru vistkerfi heilu fjarðanna að deyja vegna þessarar mengunar. Sjókvíaeldisfyrirtækin eru að brenna „bláa akurinn“. Ólöglegur grænþvottur Uppistaðan í fóðri sjókvíaeldislaxins er sojaprótein. Sojabaunirnar eru ræktaðar á ökrum í Suður-Ameríku og fluttar þaðan til Evrópu. Þar er búið til úr þeim fóður sem er svo hellt í Norður-Atlantshafið í allt að tvö ár. Megnið endar sem botnmengun í fjörðum, áður en laxinum er slátrað og flogið með hann á markað í Bandaríkjunum eða Evrópu. Þetta er hvorki „sjálfbær“ né „umhverfisvæn“ aðferð við að framleiða matvæli. Norski sjókvíaeldisrisinn Mowi (meirihlutaeigandi Arctic Fish) neyddist 2021 til að fjarlægja þessi orð af umbúðum eldislax sem seldur var í Bandaríkjunum því þau töldust „fölsk, misvísandi og blekkjandi“ eins og það var orðað í sátt í málaferlum á hendur fyrirtækinu. Þurfti fyrirtækið að borga háa upphæð til að forða sér frá dómsmáli. Móðurfélag Arctic Fish kaus að semja því það vissi eins og er, eldislax alinn í sjókvíum er ekki sjálfbær eða umhverfisvæn matvara. Neytendastofa hér á landi komst að sömu niðurstöðu í fyrra þegar hún úrskurðaði að Norðanfiskur og Fisherman höfðu brotið lög með röngum merkingum á umbúðum um að sjókvíaeldislax væri vistvæn og sjálfbær framleiðsla. Kæru lesendur, munið þetta. Sjókvíaeldi skaðar umhverfið, lífríkið og fer hræðilega með eldisdýrin. Þetta er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu. Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum - The Icelandic Wildlife Fund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Fiskeldi Sjókvíaeldi Tálknafjörður Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag og alla þessa viku eru starfsmenn Arnarlax að hella skordýraeitri í sjókvíar fyrirtækisins í Tálknafirði fyrir vestan sökum þess hversu illa haldnir eldislaxarnir í sjókvíunum eru af völdum gríðarlegs lúsasmits. Þessar eitranir hófust í síðustu viku. Kjartan Ólafsson, stjórnarmaður Arnarlax, minntist ekki á þessar harkalegu aðgerðir þegar hann mætti á Sprengisand á Bylgjunni á sunnudag til að ræða nýjasta kafla þeirra hörmunga sem sjókvíaeldisfyritækin hafa leitt yfir umhverfi og lífríki Íslands. Kjartan veit þó vel hversu hræðilega laxalúsin fer með eldisdýrin og villta laxfiska, sjóbirting, lax og sjóbleikju, þegar þetta skæða sníkjudýr streymir úr kvíunum í margföldu magni þess sem gæti gerst við náttúrulegar aðstæður. Hann veit líka að eiturefnin drepa lúsina með því að leysa upp skel hennar, og hafa nákvæmlega sömu áhrif á marfló, rækju og önnur villt skeldýr í nágrenni sjókvíanna. Framleiðsluþakið hlýtur að lækka Auðvitað vildi Kjartan ekki nefna þetta. Né að Arnarlax hefur staðið í svona eitrunum nokkrum sinnum á ári undanfarin mörg ár. Kjartan vildi líka gera sem minnst úr þeim manngerðu hamförum sem nú ríða yfir villta laxastofna landsins vegna þúsunda sleppifiska úr sjókví kollega hans hjá Arctic Fish. Við vitum ekki enn hversu djúp sár erfðablöndun eldislaxanna við villta laxinn okkar skilja eftir. Það eina sem við vitum er að þetta er svo meiriháttar áfall að forsendur „áhættumats um erfðablöndun“ eru kolfallnar. Eldislax í sjókví í Berufirði. Að jafnaði eru um helmingur allra eldislaxa í sjókví vanskapaður, heyrnalaus eða nær ekki fullum þroska vegna þeirra aðstæðna sem þeir þurfa að lifa við þau tvö ár sem þeir eru hafðir í sjó. Óskar Páll Sveinsson Höfundar þessa áhættumódels innan Hafrannsóknastofnunar hafa játað að þeir höfðu rangt fyrir sér. Þeir þurfa að byrja upp á nýtt. Og ef þeir eru samkvæmir sjálfum sér þá mun möguleg ársframleiðsla eldislax í sjókvíum aðeins verða brot af því sem núverandi áhættumat gerir ráð fyrir. Annað er óhjákvæmilegt því fyrirtækin hafa sýnt að þau ráða ekki við framleiðsluna eins og hún er núna, hvað þá ef hún verður þrefölduð eins og matið gerir ráð fyrir. Örvænting Kjartans Og þar komum við að því af hverju tónninn í stjórnarmanni Arnarlax var svona örvæntingarfullur í útvarpsumræðunum á Sprengisandi. Fyrirtæki hans gaf út í ágúst að það hyggur í haust á skráningu á First North, hliðarmarkaði Kauphallar Íslands, ekki síst með það fyrir augum að „auðvelda lífeyrissjóðum að fjárfesta í félaginu“. Ef möguleikarnir voru litlir á að lífeyrissjóðirnir myndu kaupa hlut þegar þessi hugmynd var viðruð, þá eru þeir örugglega að engu orðnir eftir að norsku kafararnir mættu með skutulbyssur sínar í árnar okkar. Í fyrsta lagi myndi það kalla á uppreisn almennings ef nota á lífeyrissjóði þeirra til að fjárfesta í svona skaðlegum iðnaði. Í öðru lagi væri það frámunalega heimskulegt við þessar aðstæður þegar yfirgnæfandi líkur eru á verðmæti sjókvíeldisfyrirtækjanna muni snarfalla á komandi mánuðum vegna þess að framleiðsluþakið hlýtur að lækka. Verðmæti þessara fyrirtækja hvílir eingöngu á þeim framleiðslukvóta sem þau ráða yfir. Taka næringarefni frá hungruðum heimi Þegar miklir persónulegir hagsmunir eru í húfi á fólk það til að leiðast á vafasamar slóðir. Kjartan Ólafsson fór svo oft villur vegar á Sprengisandi að það hefði reynst þúsund manna herdeild norskra kafara ómögulegt að finna hann. Einhverjir aðrir munu örugglega lista upp og leiðrétta vitleysuna sem hann hélt fram um rekstur eigenda lögbýla sem hafa treyst á hlunnindi af sjálfbærum stangveiðum kynslóðum saman í sveitum landsins. Fyrir þessa grein er af nógu að taka af rangfærslum um meint gæði framleiðslunnar og hversu umhverfisvæn hann vill meina að hún sé. Norskir kafarar með skutulbyssur að störfum í Langadalsá í Ísafjarðardjúpi. Köfun eftir eldislöxum er blómlegur iðnaður í Noregi enda eldislaxar sífellt að sleppa úr sjókvíum. Sigurður Þorvaldsson Kjartani varð tíðrætt um „bláa akurinn“ og mikilvægi hans til að fæða heiminn. Hafið leikur þar vissulega stórt hlutverk en laxeldi í sjó alls ekki. Þvert á móti reyndar því það er neikvæður halli á próteinframleiðslu í laxeldi. Til að framleiða eina máltíð af sjókvíaeldislaxi þarf prótein og næringarefni sem myndu duga í þrjár til fjórar máltíðir fyrir fólk. Kjartan og félagar eru beinlínis að taka prótein sem gætu nýst hungruðum heimi til að framleiða vöru sem meirihluti jarðarbúa mun aldrei hafa efni á að láta inn fyrir sínar varir. Það er bara hagfræðileg staðreynd. Enda er eldislax aðeins fjögur prósent af því sjávarfangi sem er framleitt á ári í heiminum. Þetta er hrein lúxusvara þó að við Vesturlandabúar áttum okkur mögulega ekki á því. Kjartan og félagar fara síðan hræðilega með þennan „bláa akur“. Sjókvíaeldi er mjög frumstæð tækni. Þetta er netapoki sem hangir á flotgrind. Öll mengun streymir beint úr kvíunum: skítur úr fiskunum, fóðurleifar, skordýraeitur, lyfjafóður, þungmálmar úr ásætuvörnum af netunum og gríðarlegt magn af míkróplasti. Í Noregi eru vistkerfi heilu fjarðanna að deyja vegna þessarar mengunar. Sjókvíaeldisfyrirtækin eru að brenna „bláa akurinn“. Ólöglegur grænþvottur Uppistaðan í fóðri sjókvíaeldislaxins er sojaprótein. Sojabaunirnar eru ræktaðar á ökrum í Suður-Ameríku og fluttar þaðan til Evrópu. Þar er búið til úr þeim fóður sem er svo hellt í Norður-Atlantshafið í allt að tvö ár. Megnið endar sem botnmengun í fjörðum, áður en laxinum er slátrað og flogið með hann á markað í Bandaríkjunum eða Evrópu. Þetta er hvorki „sjálfbær“ né „umhverfisvæn“ aðferð við að framleiða matvæli. Norski sjókvíaeldisrisinn Mowi (meirihlutaeigandi Arctic Fish) neyddist 2021 til að fjarlægja þessi orð af umbúðum eldislax sem seldur var í Bandaríkjunum því þau töldust „fölsk, misvísandi og blekkjandi“ eins og það var orðað í sátt í málaferlum á hendur fyrirtækinu. Þurfti fyrirtækið að borga háa upphæð til að forða sér frá dómsmáli. Móðurfélag Arctic Fish kaus að semja því það vissi eins og er, eldislax alinn í sjókvíum er ekki sjálfbær eða umhverfisvæn matvara. Neytendastofa hér á landi komst að sömu niðurstöðu í fyrra þegar hún úrskurðaði að Norðanfiskur og Fisherman höfðu brotið lög með röngum merkingum á umbúðum um að sjókvíaeldislax væri vistvæn og sjálfbær framleiðsla. Kæru lesendur, munið þetta. Sjókvíaeldi skaðar umhverfið, lífríkið og fer hræðilega með eldisdýrin. Þetta er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu. Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum - The Icelandic Wildlife Fund.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun