Hljóð og mynd fara ekki saman hjá stjórnvöldum varðandi ferðaþjónustu Jóhannes Þór Skúlason skrifar 20. september 2023 14:30 Ferðaþjónusta hefur staðið undir einna stærstum hluta gjaldeyris- og verðmætasköpunar þjóðarbúsins um árabil. Þegar litið er til mikilvægis ferðaþjónustu í þjóðhagslegu tilliti er ljóst að útgjöldum ríkissjóðs til málefnasviðs atvinnugreinarinnar er verulega ábótavant. Sú staðreynd kristallast í nýútkomnu frumvarpi til fjárlaga árið 2024 þar sem sjá má breytingar á úthlutun fjár til málefnasviða á milli ára. Útgjöld til málefnasviðs sjávarútvegs og fiskeldis aukast um 6,1% á milli ára, þar sem þau fara úr um 6,9 milljörðum króna í 7,3. Útgjöld til málefnasviðs landbúnaðar lækka um 0,2% á milli ára en standa í krónutölu enn í um 21 milljarði króna. Útgjöld til málefnasviðs ferðaþjónustunnar lækka hins vegar um 11,3% á milli ára, úr 2,4 milljörðum niður í um 2,1 milljarð. Hvort sem litið er til krónutölu eða hlutfallslegrar breytingar á milli ára dregur ferðaþjónustan því enn og aftur stutta stráið í samanburði á milli atvinnugreina. Á sama tíma er lögð til 2,7 milljarða aukning á tekjuöflun ríkissjóðs af ferðaþjónustu, umfram 1,5 milljarða endurupptöku gistináttaskatts, sem áformað er að ná fram með sértækri skattlagningu á atvinnugreinina. Í nýútkomnum fjárlögum er aukin sértæk skattlagning því boðuð á ferðaþjónustu sem virðist ekki eiga að skila sér til málefnasviðs ferðaþjónustu til uppbyggingar þekkingar, innviða og verkefna í ferðaþjónustu sem stjórnvöld hafa sjálf kallað eftir. Það er óskynsamleg aðferðafræði til að byggja upp sjálfbæra atvinnugrein til framtíðar. Framtíðarsýn og úrlausn áskorana kostar fé Stjórnmálamenn, bæði í ríkisstjórn og stjórnarandstöðu, hafa undanfarin ár ítrekað bent á ýmsar áskoranir sem ferðaþjónustan og samfélagið standa frammi fyrir. Þar má nefna betri dreifingu ferðamanna um allt landið og yfir árið, álag á helstu ferðamannastaði, innviði og náttúru, mikilvægi þess að auka framleiðni í greininni, mikilvægi þess að auka þekkingu á áhrifum greinarinnar á samfélagið og að auka þurfi verðmæti af hverjum ferðamanni frekar en að fjölga þeim. Samtök ferðaþjónustunnar taka heilshugar undir að allt þetta eru mikilvæg verkefni. Vandinn liggur í því að á sama tíma og stjórnmálamenn ræða mikilvægi þessa alls, virðist ekki vera vilji til staðar til að leggja fjármuni í þau verkefni á málefnasviði ferðaþjónustu sem nauðsynleg eru til að innviðir, náttúra og atvinnugreinin muni þróast í þá átt sem þeir vilja. Hér fara því ekki saman hljóð og mynd, orð og gerðir. Stjórnvöld eiga ekki í neinum vanda með að taka á móti þeim tekjum sem ferðaþjónustan skapar fyrir ríkissjóð, sveitarfélög og samfélagið í heild, sem eru verulega háar fjárhæðir. Þau virðast hins vegar ekki tilbúin til að kosta því til sem þarf til að stuðla markvisst að sjálfbærri þróun atvinnugreinarinnar til lengri tíma litið, í samræmi við þau markmið og framtíðarsýn sem stjórnvöld hafa sjálf sett fram í Stefnuramma stjórnvalda um ferðaþjónustu til 2030. Ef þróun sértækrar skattlagningar og gjaldtöku af ferðaþjónustu og útgjalda til málefnasviðs atvinnugreinarinnar verður áfram á þann veg sem liggur fyrir í fjárlagafrumvarpi næsta árs munu þessi markmið um úrlausn áskorana og framtíðarsýn ekki nást. Svo einfalt er það. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Þór Skúlason Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2024 Mest lesið Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónusta hefur staðið undir einna stærstum hluta gjaldeyris- og verðmætasköpunar þjóðarbúsins um árabil. Þegar litið er til mikilvægis ferðaþjónustu í þjóðhagslegu tilliti er ljóst að útgjöldum ríkissjóðs til málefnasviðs atvinnugreinarinnar er verulega ábótavant. Sú staðreynd kristallast í nýútkomnu frumvarpi til fjárlaga árið 2024 þar sem sjá má breytingar á úthlutun fjár til málefnasviða á milli ára. Útgjöld til málefnasviðs sjávarútvegs og fiskeldis aukast um 6,1% á milli ára, þar sem þau fara úr um 6,9 milljörðum króna í 7,3. Útgjöld til málefnasviðs landbúnaðar lækka um 0,2% á milli ára en standa í krónutölu enn í um 21 milljarði króna. Útgjöld til málefnasviðs ferðaþjónustunnar lækka hins vegar um 11,3% á milli ára, úr 2,4 milljörðum niður í um 2,1 milljarð. Hvort sem litið er til krónutölu eða hlutfallslegrar breytingar á milli ára dregur ferðaþjónustan því enn og aftur stutta stráið í samanburði á milli atvinnugreina. Á sama tíma er lögð til 2,7 milljarða aukning á tekjuöflun ríkissjóðs af ferðaþjónustu, umfram 1,5 milljarða endurupptöku gistináttaskatts, sem áformað er að ná fram með sértækri skattlagningu á atvinnugreinina. Í nýútkomnum fjárlögum er aukin sértæk skattlagning því boðuð á ferðaþjónustu sem virðist ekki eiga að skila sér til málefnasviðs ferðaþjónustu til uppbyggingar þekkingar, innviða og verkefna í ferðaþjónustu sem stjórnvöld hafa sjálf kallað eftir. Það er óskynsamleg aðferðafræði til að byggja upp sjálfbæra atvinnugrein til framtíðar. Framtíðarsýn og úrlausn áskorana kostar fé Stjórnmálamenn, bæði í ríkisstjórn og stjórnarandstöðu, hafa undanfarin ár ítrekað bent á ýmsar áskoranir sem ferðaþjónustan og samfélagið standa frammi fyrir. Þar má nefna betri dreifingu ferðamanna um allt landið og yfir árið, álag á helstu ferðamannastaði, innviði og náttúru, mikilvægi þess að auka framleiðni í greininni, mikilvægi þess að auka þekkingu á áhrifum greinarinnar á samfélagið og að auka þurfi verðmæti af hverjum ferðamanni frekar en að fjölga þeim. Samtök ferðaþjónustunnar taka heilshugar undir að allt þetta eru mikilvæg verkefni. Vandinn liggur í því að á sama tíma og stjórnmálamenn ræða mikilvægi þessa alls, virðist ekki vera vilji til staðar til að leggja fjármuni í þau verkefni á málefnasviði ferðaþjónustu sem nauðsynleg eru til að innviðir, náttúra og atvinnugreinin muni þróast í þá átt sem þeir vilja. Hér fara því ekki saman hljóð og mynd, orð og gerðir. Stjórnvöld eiga ekki í neinum vanda með að taka á móti þeim tekjum sem ferðaþjónustan skapar fyrir ríkissjóð, sveitarfélög og samfélagið í heild, sem eru verulega háar fjárhæðir. Þau virðast hins vegar ekki tilbúin til að kosta því til sem þarf til að stuðla markvisst að sjálfbærri þróun atvinnugreinarinnar til lengri tíma litið, í samræmi við þau markmið og framtíðarsýn sem stjórnvöld hafa sjálf sett fram í Stefnuramma stjórnvalda um ferðaþjónustu til 2030. Ef þróun sértækrar skattlagningar og gjaldtöku af ferðaþjónustu og útgjalda til málefnasviðs atvinnugreinarinnar verður áfram á þann veg sem liggur fyrir í fjárlagafrumvarpi næsta árs munu þessi markmið um úrlausn áskorana og framtíðarsýn ekki nást. Svo einfalt er það. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun