Getum við öll verið leiðtogar? Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar 16. september 2023 13:30 Við þurfum að gefa okkur tíma til að hugleiða í hvernig samfélagi viljum við lifa. Finnst okkur að allir eigi að hafa tækifæri til að njóta sín og að við sýnum hvert öðru virðingu? Hvernig er okkar eigið hugarfar og venjur? Ef við viljum styrkja leiðtogahæfnina þurfum við að virða, treysta og hvetja hvert annað. Þannig eflum við sjálfsöryggi og jákvætt hugarfar. Við spyrjum og bendum á það sem okkur finnst að betur megi fara, hlustum og vinnum saman að því að finna nýjar og hagkvæmari lausnir. Trúum því að við gerum gert betur í dag en í gær. Við erum að byggja upp leiðtogamenningu þar sem samstaða og velvilji ríkir, tökum aldrei þátt í einelti eða ofbeldi. Áhrifin Vellíðan og sjálfstraust birtist m.a. í betri andlegri líðan og meiri starfsgleði. Almennt fækkar veikindadögum og við nýtum tímann betur í vinnunni. Þegar við komum heim eigum við enn til orku til að sinna áhugamálum. Njótum lífsins enn betur. Af hverju eru langtíma veikindi allt of algeng á Íslandi? Það er þekkt að þegar okkur líður illa og erum lengi kvíðin þá er líkaminn í stöðugum óttaviðbrögðum. Það flæðir óeðlilega mikið adrenalín um líkamann og við missum frá okkur lífsorkuna. Slík langvarandi vanlíðan veldur orkuleysi, veikindum og kulnun, sem við þekkjum því miður allt of mörg dæmi um. Við lifum við stöðugt vaxandi ytra áreiti og ógnir í síbylju frétta og svo sjáum við oft á samfélagsmiðlum að það eru margir að gera miklu flottari hluti en við sjálf. Við þurfum því alla daga að minna okkur á að við hvert og eitt erum einstök og eigum að geta notið okkar á eigin forsendum, án þess að allir þurfi að vita af því. Hvernig eigum við að bregðast við áreitinu? Ef við ætlum að vera leiðtogar í okkar eigin lífi, þurfum við hvert og eitt að gefa okkur tíma til að styrkja andlega og líkamlega líðan. Erum við tilbúin til að taka frá að meðaltali um 20 til 30 mínútur á dag fyrir okkar innri rækt og styrkingu. Hver og einn þarf að finna sér sína leið til hugleiðslu og líkamlegrar styrkingar. Ég var svo heppinn að kynnast Gunnari Eyjólfssyni leikara sem kenndi Qigong lífsorkuæfingar, sem ég hef notið síðan frá árinu 2009 og nýt þess í dag að kenna og leiða Qigong – öndun, hreyfingu og hugleiðslu. Hvaða lífsafstöðu ætlum við að rækta? Hugurinn er kvikur og það er oft stutt í hugsanir varnar og kvíða. Með réttri hugleiðslu og æfingum styrkjum við jákvæða lífsafstöðu, stöndum óhrædd með okkur og eflum allar góðar venjur, m.a. þær sem nefndar eru fyrst í greininni. Okkur líður best þegar allir fá tækifæri til að njóta sín – það er nóg pláss fyrir okkur öll. Stjórnendur – leiðtogar Svarið við upphafsspurningu þessarar greinar er tvímælalaust JÁ. – það geta allir orðið leiðtogar með því að ……… Ég hvet sérstaklega alla stjórnendur til að styrkja leiðtogahæfni allra innan sinna teyma. Það er ómældur ávinningur í betri líðan, við hjálpast að og styrkja hugarfarið „við getum gert betur í dag en í gær“. Okkur líður vel í vinnunni, skilum góðu starfi og við eigum orku til að njóta okkar vel í einkalífinu. Höfundur kennir og styður leiðtogahæfni og jákvæða lífsafstöðu - Meistarapróf í stjórnun og stefnumótun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnun Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Sjá meira
Við þurfum að gefa okkur tíma til að hugleiða í hvernig samfélagi viljum við lifa. Finnst okkur að allir eigi að hafa tækifæri til að njóta sín og að við sýnum hvert öðru virðingu? Hvernig er okkar eigið hugarfar og venjur? Ef við viljum styrkja leiðtogahæfnina þurfum við að virða, treysta og hvetja hvert annað. Þannig eflum við sjálfsöryggi og jákvætt hugarfar. Við spyrjum og bendum á það sem okkur finnst að betur megi fara, hlustum og vinnum saman að því að finna nýjar og hagkvæmari lausnir. Trúum því að við gerum gert betur í dag en í gær. Við erum að byggja upp leiðtogamenningu þar sem samstaða og velvilji ríkir, tökum aldrei þátt í einelti eða ofbeldi. Áhrifin Vellíðan og sjálfstraust birtist m.a. í betri andlegri líðan og meiri starfsgleði. Almennt fækkar veikindadögum og við nýtum tímann betur í vinnunni. Þegar við komum heim eigum við enn til orku til að sinna áhugamálum. Njótum lífsins enn betur. Af hverju eru langtíma veikindi allt of algeng á Íslandi? Það er þekkt að þegar okkur líður illa og erum lengi kvíðin þá er líkaminn í stöðugum óttaviðbrögðum. Það flæðir óeðlilega mikið adrenalín um líkamann og við missum frá okkur lífsorkuna. Slík langvarandi vanlíðan veldur orkuleysi, veikindum og kulnun, sem við þekkjum því miður allt of mörg dæmi um. Við lifum við stöðugt vaxandi ytra áreiti og ógnir í síbylju frétta og svo sjáum við oft á samfélagsmiðlum að það eru margir að gera miklu flottari hluti en við sjálf. Við þurfum því alla daga að minna okkur á að við hvert og eitt erum einstök og eigum að geta notið okkar á eigin forsendum, án þess að allir þurfi að vita af því. Hvernig eigum við að bregðast við áreitinu? Ef við ætlum að vera leiðtogar í okkar eigin lífi, þurfum við hvert og eitt að gefa okkur tíma til að styrkja andlega og líkamlega líðan. Erum við tilbúin til að taka frá að meðaltali um 20 til 30 mínútur á dag fyrir okkar innri rækt og styrkingu. Hver og einn þarf að finna sér sína leið til hugleiðslu og líkamlegrar styrkingar. Ég var svo heppinn að kynnast Gunnari Eyjólfssyni leikara sem kenndi Qigong lífsorkuæfingar, sem ég hef notið síðan frá árinu 2009 og nýt þess í dag að kenna og leiða Qigong – öndun, hreyfingu og hugleiðslu. Hvaða lífsafstöðu ætlum við að rækta? Hugurinn er kvikur og það er oft stutt í hugsanir varnar og kvíða. Með réttri hugleiðslu og æfingum styrkjum við jákvæða lífsafstöðu, stöndum óhrædd með okkur og eflum allar góðar venjur, m.a. þær sem nefndar eru fyrst í greininni. Okkur líður best þegar allir fá tækifæri til að njóta sín – það er nóg pláss fyrir okkur öll. Stjórnendur – leiðtogar Svarið við upphafsspurningu þessarar greinar er tvímælalaust JÁ. – það geta allir orðið leiðtogar með því að ……… Ég hvet sérstaklega alla stjórnendur til að styrkja leiðtogahæfni allra innan sinna teyma. Það er ómældur ávinningur í betri líðan, við hjálpast að og styrkja hugarfarið „við getum gert betur í dag en í gær“. Okkur líður vel í vinnunni, skilum góðu starfi og við eigum orku til að njóta okkar vel í einkalífinu. Höfundur kennir og styður leiðtogahæfni og jákvæða lífsafstöðu - Meistarapróf í stjórnun og stefnumótun.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar