Nokkur orð um sátt og sektir Hörður Felix Harðarson skrifar 6. september 2023 11:00 Eimskip er markaðsráðandi aðili á íslenskum flutningamarkaði. Félagið hefur mikla yfirburði í flutningum til og frá Evrópu og í einokunarstöðu í beinum flutningum til og frá N-Ameríku. Eimskip hefur misnotað þessa stöðu sína með fjölmörgum og endurteknum aðgerðum í gegnum tíðina gegn helsta keppinauti sínum, Samskipum. Fyrir það var félagið sektað af samkeppnisyfirvöldum. Þá var félagið dæmt til að greiða Samskipum bætur vegna umræddra brota. Við meðferð þess máls sem hefur verið til umfjöllunar síðustu daga tók Eimskip til varna. Í vörnum félagsins, sem voru mjög umfangsmiklar, var því m.a. lýst að samráðskenningar Samkeppniseftirlitsins væru „skáldaður tilbúningur“ og þær ættu „enga stoð í raunveruleikanum“. Var vinnubrögðum stofnunarinnar og fullkomnum skorti á hlutlægni réttilega andmælt mjög harðlega. Vorið 2021 ákváðu stjórnendur félagsins eftir sem áður að ljúka málinu með sátt við Samkeppniseftirlitið. Það var ekki forsenda sáttarinnar að Eimskip færði fram ný gögn eða upplýsingar af nokkrum toga. Enginn einstaklingur hefur stigið fram og lýst sig samþykkan samsæriskenningum stofnunarinnar. Kenning Samkeppniseftirlitsins er sú að forsvarsmenn félaganna hafi hist á fundi 6. júní 2008 og skipulagt víðtækt samráð. Þá hafi aðrir fundir milli félaganna, sem vissulega hafi að nafni til lotið að lögmætum viðskiptum, einnig verið nýttir til ólögmætra samskipta. Það sama hafi að líkindum einnig gerst í afmælisveislum, á þorrablótum, árgangamótum og íþróttaviðburðum. Þetta fullyrðir stofnunin einfaldlega ranglega að hafi gerst. Fjölmargir starfsmenn Eimskips, núverandi og fyrrverandi, sátu þessa fundi eða voru viðstaddir þessa viðburði. Mætti því ætla að mikilvægt væri að a.m.k. einhver þeirra hefði staðfest við sáttargerðina að samsæriskenningar stofnunarinnar væru réttar. Þess var hins vegar sýnilega ekki krafist. Félagið Eimskip lýsti því einfaldlega með almennum hætti að það féllist á málatilbúnað Samkeppniseftirlitsins og væri reiðubúið að greiða sekt að fjárhæð 1,5 milljarðar króna. Með því náðu stjórnendur félagsins m.a. þessu fram: Félagið, sem skráð er á hlutabréfamarkaði, eyddi óvissu í rekstri sem óhjákvæmilega hlýst af rannsókn af þessum toga Virði félagsins á markaði jókst umtalsvert í kjölfarið Sök var ranglega varpað á keppinaut sem hefur reynst Eimskipi óþægur ljár í þúfu í gegnum tíðina Tryggt var að þessi keppinautur fengi a.m.k. jafn háa sekt frá Samkeppniseftirlitinu Tryggt var með sáttinni að Eimskipi væri eftirleiðis óskylt, þrátt fyrir markaðsráðandi stöðu félagsins, að eiga í viðskiptum af nokkru tagi við Samskip Vegna fjárhagslegs styrks félagsins sá vart högg á vatni í hagnaðartölum Eimskips fyrri hluta árs 2021 þrátt fyrir sektargreiðsluna. Samkeppniseftirlitið brást ekki væntingum Eimskips og hefur nú ákveðið að réttmætt sé að minni aðilinn á markaðnum fái sekt sem er nær þreföld sú fjárhæð sem markaðsráðandi fyrirtækið bauðst til að greiða. Með því eru send þau skilaboð að fyrirtækjum landsins sé hollast að standa ekki í hárinu á stofnuninni eða leita réttar síns. Hvatinn til að játa brot, burtséð frá réttmæti ásakana, verður sífellt meiri. Höfundur er lögmaður Samskipa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Samkeppnismál Eimskip Skipaflutningar Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Eimskip er markaðsráðandi aðili á íslenskum flutningamarkaði. Félagið hefur mikla yfirburði í flutningum til og frá Evrópu og í einokunarstöðu í beinum flutningum til og frá N-Ameríku. Eimskip hefur misnotað þessa stöðu sína með fjölmörgum og endurteknum aðgerðum í gegnum tíðina gegn helsta keppinauti sínum, Samskipum. Fyrir það var félagið sektað af samkeppnisyfirvöldum. Þá var félagið dæmt til að greiða Samskipum bætur vegna umræddra brota. Við meðferð þess máls sem hefur verið til umfjöllunar síðustu daga tók Eimskip til varna. Í vörnum félagsins, sem voru mjög umfangsmiklar, var því m.a. lýst að samráðskenningar Samkeppniseftirlitsins væru „skáldaður tilbúningur“ og þær ættu „enga stoð í raunveruleikanum“. Var vinnubrögðum stofnunarinnar og fullkomnum skorti á hlutlægni réttilega andmælt mjög harðlega. Vorið 2021 ákváðu stjórnendur félagsins eftir sem áður að ljúka málinu með sátt við Samkeppniseftirlitið. Það var ekki forsenda sáttarinnar að Eimskip færði fram ný gögn eða upplýsingar af nokkrum toga. Enginn einstaklingur hefur stigið fram og lýst sig samþykkan samsæriskenningum stofnunarinnar. Kenning Samkeppniseftirlitsins er sú að forsvarsmenn félaganna hafi hist á fundi 6. júní 2008 og skipulagt víðtækt samráð. Þá hafi aðrir fundir milli félaganna, sem vissulega hafi að nafni til lotið að lögmætum viðskiptum, einnig verið nýttir til ólögmætra samskipta. Það sama hafi að líkindum einnig gerst í afmælisveislum, á þorrablótum, árgangamótum og íþróttaviðburðum. Þetta fullyrðir stofnunin einfaldlega ranglega að hafi gerst. Fjölmargir starfsmenn Eimskips, núverandi og fyrrverandi, sátu þessa fundi eða voru viðstaddir þessa viðburði. Mætti því ætla að mikilvægt væri að a.m.k. einhver þeirra hefði staðfest við sáttargerðina að samsæriskenningar stofnunarinnar væru réttar. Þess var hins vegar sýnilega ekki krafist. Félagið Eimskip lýsti því einfaldlega með almennum hætti að það féllist á málatilbúnað Samkeppniseftirlitsins og væri reiðubúið að greiða sekt að fjárhæð 1,5 milljarðar króna. Með því náðu stjórnendur félagsins m.a. þessu fram: Félagið, sem skráð er á hlutabréfamarkaði, eyddi óvissu í rekstri sem óhjákvæmilega hlýst af rannsókn af þessum toga Virði félagsins á markaði jókst umtalsvert í kjölfarið Sök var ranglega varpað á keppinaut sem hefur reynst Eimskipi óþægur ljár í þúfu í gegnum tíðina Tryggt var að þessi keppinautur fengi a.m.k. jafn háa sekt frá Samkeppniseftirlitinu Tryggt var með sáttinni að Eimskipi væri eftirleiðis óskylt, þrátt fyrir markaðsráðandi stöðu félagsins, að eiga í viðskiptum af nokkru tagi við Samskip Vegna fjárhagslegs styrks félagsins sá vart högg á vatni í hagnaðartölum Eimskips fyrri hluta árs 2021 þrátt fyrir sektargreiðsluna. Samkeppniseftirlitið brást ekki væntingum Eimskips og hefur nú ákveðið að réttmætt sé að minni aðilinn á markaðnum fái sekt sem er nær þreföld sú fjárhæð sem markaðsráðandi fyrirtækið bauðst til að greiða. Með því eru send þau skilaboð að fyrirtækjum landsins sé hollast að standa ekki í hárinu á stofnuninni eða leita réttar síns. Hvatinn til að játa brot, burtséð frá réttmæti ásakana, verður sífellt meiri. Höfundur er lögmaður Samskipa.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun