Stúkan: Ætluðu að koma með rútu og ætluðu ekki að nýta klefann sem Víkingar bjóða upp á Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2023 11:00 Stúkan fór yfir leik Víkings og Breiðabliks frá A til Ö. Stöð 2 Sport/Hulda Margrét Í síðasta þætti Stúkunnar var farið yfir síðustu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Eðlilega fékk stórleikur Víkings og Breiðabliks mikið pláss í þættinum en Blikar létu bíða eftir sér og mættu ekki út á völl fyrr en rétt áður en leikur hófst. „Einhver fóru að efast þegar leið á kvöldið hvort leikurinn væri hreinlega að fara fram því ekki skilaði leikskýrsla sér og ekki skiluðu Blikar sér í Víkina fyrr en nokkuð seint. Þeir skiluðu sér þó og komu með seinni skipunum. Komu klárir beint út á völlinn til þess að hita upp,“ sagði Gummi Ben, þáttastjórnandi, um það sem átti sér stað fyrir leik. Hann taldi að Blikar hafi mætt tæpum 20 mínútum fyrir leik. Breiðablik er sem stendur á milli umspilsleikja við Struga frá Norður-Makedóníu en sigurvegari þess einvígis fer í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Breiðablik vann fyrri leik liðanna í N-Makedóníu 1-0 og er því í góðri stöðu fyrir síðari leikinn á fimmtudags. Gummi Ben velti fyrir sér hvort Blikar hefðu ákveðið að gefa skít í leikinn áður en hann spurði sérfræðinga þáttarins hvernig þeim hefði liðið þarna þegar það var enn tæpur hálftími þangað til flauta átti leikinn á. Klippa: Stúkan: Ætluðu þeir koma með rútu og ætluðu ekki að nýta klefann sem Víkingar bjóða upp á „Það var klárlega einhver leikþáttur í gangi. Ég hélt þeir væru ekki að fara mæta, hélt ég væri að fara upplifa eitthvað svakalegt. Var á báðum áttum hvað mér fannst um þetta en þetta gerði mig extra spenntan fyrir þessum leik. Skal alveg viðurkenna það,“ sagði Albert Brynjar Ingason. „Auðvitað var þetta pínu spennandi og pínu gaman að þessu en eftir á að hyggja finnst mér þetta pínu kjánalegt. Það sem mér finnst verst er að ef maður horfir á heildarmyndina á þessu öllu saman. Hefði frekar mætt með þessa ungu flottu stráka snemma í Víkina, undirbúið sig vel, og gert þetta almennilega fyrir þessa stráka. Ég vorkenndi þeim þegar þeir voru að gera sig klára fyrir framan bekkinn, í miðju vökvunarkerfinu. Finnst þetta pínu gefa skít í þá sem voru að fara taka við af stjörnunum sem sátu upp í stúku,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson en Breiðablik stillti upp heldur ungu byrjunarliði í leiknum í Víkinni. „Ég get sagt samt ykkur það að það er svolítið síðan að ég heyrði að þetta væri í plönum Blika og Óskars (Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks). Fyrir þetta Evrópuævintýri meira að segja, þeir ætluðu að koma með rútu og ætluðu ekki að nýta klefann sem Víkingar bjóða þeim upp á af fyrri reynslu,“ bætti Gummi við og hélt áfram. „Það hafi hvorki verið rafmagn né nokkuð í þeim klefa. Þeir hafi bara ekki viljað lenda í því aftur. Skilst það hafi ekki verið rafmagn þegar þeir mættu í Víkina á síðustu leiktíð,“ sagði Gummi jafnframt en umfjöllun Stúkunnar um leik Víkings og Breiðabliks má sjá og heyra í spilaranum ofar í fréttinni. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Blikar létu bíða eftir sér í Víkinni Lið Breiðabliks lét heldur betur bíða eftir sér fyrir leik liðsins gegn Víkingi í Bestu deildinni sem á að hefjast nú klukkan 19:15. Hálftíma fyrir leik hafði ekkert sést til liðs Breiðabliks í Víkinni. 27. ágúst 2023 18:55 Óskar Hrafn skaut fast á Víkinga: Þeir hafa ekki verið í þessari stöðu sem við erum í Óskar Hrafn Þorvaldsson skaut föstum skotum að Víkingum í viðtali fyrir umtalaðan leik liðanna í Bestu deildinni sem nú er í gangi. Blikar mættu í Víkina aðeins tæpum hálftíma áður en leikurinn hófst. 27. ágúst 2023 19:35 „Ég kem úr yngri flokka starfi Breiðabliks og kannaðist við þetta“ Víkingur vann 5-3 sigur gegn Breiðabliki. Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings, var ánægður með sigurinn og vandaði sínu uppeldisfélagi ekki kveðjurnar. 27. ágúst 2023 22:00 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
„Einhver fóru að efast þegar leið á kvöldið hvort leikurinn væri hreinlega að fara fram því ekki skilaði leikskýrsla sér og ekki skiluðu Blikar sér í Víkina fyrr en nokkuð seint. Þeir skiluðu sér þó og komu með seinni skipunum. Komu klárir beint út á völlinn til þess að hita upp,“ sagði Gummi Ben, þáttastjórnandi, um það sem átti sér stað fyrir leik. Hann taldi að Blikar hafi mætt tæpum 20 mínútum fyrir leik. Breiðablik er sem stendur á milli umspilsleikja við Struga frá Norður-Makedóníu en sigurvegari þess einvígis fer í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Breiðablik vann fyrri leik liðanna í N-Makedóníu 1-0 og er því í góðri stöðu fyrir síðari leikinn á fimmtudags. Gummi Ben velti fyrir sér hvort Blikar hefðu ákveðið að gefa skít í leikinn áður en hann spurði sérfræðinga þáttarins hvernig þeim hefði liðið þarna þegar það var enn tæpur hálftími þangað til flauta átti leikinn á. Klippa: Stúkan: Ætluðu þeir koma með rútu og ætluðu ekki að nýta klefann sem Víkingar bjóða upp á „Það var klárlega einhver leikþáttur í gangi. Ég hélt þeir væru ekki að fara mæta, hélt ég væri að fara upplifa eitthvað svakalegt. Var á báðum áttum hvað mér fannst um þetta en þetta gerði mig extra spenntan fyrir þessum leik. Skal alveg viðurkenna það,“ sagði Albert Brynjar Ingason. „Auðvitað var þetta pínu spennandi og pínu gaman að þessu en eftir á að hyggja finnst mér þetta pínu kjánalegt. Það sem mér finnst verst er að ef maður horfir á heildarmyndina á þessu öllu saman. Hefði frekar mætt með þessa ungu flottu stráka snemma í Víkina, undirbúið sig vel, og gert þetta almennilega fyrir þessa stráka. Ég vorkenndi þeim þegar þeir voru að gera sig klára fyrir framan bekkinn, í miðju vökvunarkerfinu. Finnst þetta pínu gefa skít í þá sem voru að fara taka við af stjörnunum sem sátu upp í stúku,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson en Breiðablik stillti upp heldur ungu byrjunarliði í leiknum í Víkinni. „Ég get sagt samt ykkur það að það er svolítið síðan að ég heyrði að þetta væri í plönum Blika og Óskars (Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks). Fyrir þetta Evrópuævintýri meira að segja, þeir ætluðu að koma með rútu og ætluðu ekki að nýta klefann sem Víkingar bjóða þeim upp á af fyrri reynslu,“ bætti Gummi við og hélt áfram. „Það hafi hvorki verið rafmagn né nokkuð í þeim klefa. Þeir hafi bara ekki viljað lenda í því aftur. Skilst það hafi ekki verið rafmagn þegar þeir mættu í Víkina á síðustu leiktíð,“ sagði Gummi jafnframt en umfjöllun Stúkunnar um leik Víkings og Breiðabliks má sjá og heyra í spilaranum ofar í fréttinni.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Blikar létu bíða eftir sér í Víkinni Lið Breiðabliks lét heldur betur bíða eftir sér fyrir leik liðsins gegn Víkingi í Bestu deildinni sem á að hefjast nú klukkan 19:15. Hálftíma fyrir leik hafði ekkert sést til liðs Breiðabliks í Víkinni. 27. ágúst 2023 18:55 Óskar Hrafn skaut fast á Víkinga: Þeir hafa ekki verið í þessari stöðu sem við erum í Óskar Hrafn Þorvaldsson skaut föstum skotum að Víkingum í viðtali fyrir umtalaðan leik liðanna í Bestu deildinni sem nú er í gangi. Blikar mættu í Víkina aðeins tæpum hálftíma áður en leikurinn hófst. 27. ágúst 2023 19:35 „Ég kem úr yngri flokka starfi Breiðabliks og kannaðist við þetta“ Víkingur vann 5-3 sigur gegn Breiðabliki. Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings, var ánægður með sigurinn og vandaði sínu uppeldisfélagi ekki kveðjurnar. 27. ágúst 2023 22:00 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Sjá meira
Blikar létu bíða eftir sér í Víkinni Lið Breiðabliks lét heldur betur bíða eftir sér fyrir leik liðsins gegn Víkingi í Bestu deildinni sem á að hefjast nú klukkan 19:15. Hálftíma fyrir leik hafði ekkert sést til liðs Breiðabliks í Víkinni. 27. ágúst 2023 18:55
Óskar Hrafn skaut fast á Víkinga: Þeir hafa ekki verið í þessari stöðu sem við erum í Óskar Hrafn Þorvaldsson skaut föstum skotum að Víkingum í viðtali fyrir umtalaðan leik liðanna í Bestu deildinni sem nú er í gangi. Blikar mættu í Víkina aðeins tæpum hálftíma áður en leikurinn hófst. 27. ágúst 2023 19:35
„Ég kem úr yngri flokka starfi Breiðabliks og kannaðist við þetta“ Víkingur vann 5-3 sigur gegn Breiðabliki. Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings, var ánægður með sigurinn og vandaði sínu uppeldisfélagi ekki kveðjurnar. 27. ágúst 2023 22:00