Stúkan: Ætluðu að koma með rútu og ætluðu ekki að nýta klefann sem Víkingar bjóða upp á Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2023 11:00 Stúkan fór yfir leik Víkings og Breiðabliks frá A til Ö. Stöð 2 Sport/Hulda Margrét Í síðasta þætti Stúkunnar var farið yfir síðustu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Eðlilega fékk stórleikur Víkings og Breiðabliks mikið pláss í þættinum en Blikar létu bíða eftir sér og mættu ekki út á völl fyrr en rétt áður en leikur hófst. „Einhver fóru að efast þegar leið á kvöldið hvort leikurinn væri hreinlega að fara fram því ekki skilaði leikskýrsla sér og ekki skiluðu Blikar sér í Víkina fyrr en nokkuð seint. Þeir skiluðu sér þó og komu með seinni skipunum. Komu klárir beint út á völlinn til þess að hita upp,“ sagði Gummi Ben, þáttastjórnandi, um það sem átti sér stað fyrir leik. Hann taldi að Blikar hafi mætt tæpum 20 mínútum fyrir leik. Breiðablik er sem stendur á milli umspilsleikja við Struga frá Norður-Makedóníu en sigurvegari þess einvígis fer í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Breiðablik vann fyrri leik liðanna í N-Makedóníu 1-0 og er því í góðri stöðu fyrir síðari leikinn á fimmtudags. Gummi Ben velti fyrir sér hvort Blikar hefðu ákveðið að gefa skít í leikinn áður en hann spurði sérfræðinga þáttarins hvernig þeim hefði liðið þarna þegar það var enn tæpur hálftími þangað til flauta átti leikinn á. Klippa: Stúkan: Ætluðu þeir koma með rútu og ætluðu ekki að nýta klefann sem Víkingar bjóða upp á „Það var klárlega einhver leikþáttur í gangi. Ég hélt þeir væru ekki að fara mæta, hélt ég væri að fara upplifa eitthvað svakalegt. Var á báðum áttum hvað mér fannst um þetta en þetta gerði mig extra spenntan fyrir þessum leik. Skal alveg viðurkenna það,“ sagði Albert Brynjar Ingason. „Auðvitað var þetta pínu spennandi og pínu gaman að þessu en eftir á að hyggja finnst mér þetta pínu kjánalegt. Það sem mér finnst verst er að ef maður horfir á heildarmyndina á þessu öllu saman. Hefði frekar mætt með þessa ungu flottu stráka snemma í Víkina, undirbúið sig vel, og gert þetta almennilega fyrir þessa stráka. Ég vorkenndi þeim þegar þeir voru að gera sig klára fyrir framan bekkinn, í miðju vökvunarkerfinu. Finnst þetta pínu gefa skít í þá sem voru að fara taka við af stjörnunum sem sátu upp í stúku,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson en Breiðablik stillti upp heldur ungu byrjunarliði í leiknum í Víkinni. „Ég get sagt samt ykkur það að það er svolítið síðan að ég heyrði að þetta væri í plönum Blika og Óskars (Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks). Fyrir þetta Evrópuævintýri meira að segja, þeir ætluðu að koma með rútu og ætluðu ekki að nýta klefann sem Víkingar bjóða þeim upp á af fyrri reynslu,“ bætti Gummi við og hélt áfram. „Það hafi hvorki verið rafmagn né nokkuð í þeim klefa. Þeir hafi bara ekki viljað lenda í því aftur. Skilst það hafi ekki verið rafmagn þegar þeir mættu í Víkina á síðustu leiktíð,“ sagði Gummi jafnframt en umfjöllun Stúkunnar um leik Víkings og Breiðabliks má sjá og heyra í spilaranum ofar í fréttinni. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Blikar létu bíða eftir sér í Víkinni Lið Breiðabliks lét heldur betur bíða eftir sér fyrir leik liðsins gegn Víkingi í Bestu deildinni sem á að hefjast nú klukkan 19:15. Hálftíma fyrir leik hafði ekkert sést til liðs Breiðabliks í Víkinni. 27. ágúst 2023 18:55 Óskar Hrafn skaut fast á Víkinga: Þeir hafa ekki verið í þessari stöðu sem við erum í Óskar Hrafn Þorvaldsson skaut föstum skotum að Víkingum í viðtali fyrir umtalaðan leik liðanna í Bestu deildinni sem nú er í gangi. Blikar mættu í Víkina aðeins tæpum hálftíma áður en leikurinn hófst. 27. ágúst 2023 19:35 „Ég kem úr yngri flokka starfi Breiðabliks og kannaðist við þetta“ Víkingur vann 5-3 sigur gegn Breiðabliki. Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings, var ánægður með sigurinn og vandaði sínu uppeldisfélagi ekki kveðjurnar. 27. ágúst 2023 22:00 Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Sjá meira
„Einhver fóru að efast þegar leið á kvöldið hvort leikurinn væri hreinlega að fara fram því ekki skilaði leikskýrsla sér og ekki skiluðu Blikar sér í Víkina fyrr en nokkuð seint. Þeir skiluðu sér þó og komu með seinni skipunum. Komu klárir beint út á völlinn til þess að hita upp,“ sagði Gummi Ben, þáttastjórnandi, um það sem átti sér stað fyrir leik. Hann taldi að Blikar hafi mætt tæpum 20 mínútum fyrir leik. Breiðablik er sem stendur á milli umspilsleikja við Struga frá Norður-Makedóníu en sigurvegari þess einvígis fer í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Breiðablik vann fyrri leik liðanna í N-Makedóníu 1-0 og er því í góðri stöðu fyrir síðari leikinn á fimmtudags. Gummi Ben velti fyrir sér hvort Blikar hefðu ákveðið að gefa skít í leikinn áður en hann spurði sérfræðinga þáttarins hvernig þeim hefði liðið þarna þegar það var enn tæpur hálftími þangað til flauta átti leikinn á. Klippa: Stúkan: Ætluðu þeir koma með rútu og ætluðu ekki að nýta klefann sem Víkingar bjóða upp á „Það var klárlega einhver leikþáttur í gangi. Ég hélt þeir væru ekki að fara mæta, hélt ég væri að fara upplifa eitthvað svakalegt. Var á báðum áttum hvað mér fannst um þetta en þetta gerði mig extra spenntan fyrir þessum leik. Skal alveg viðurkenna það,“ sagði Albert Brynjar Ingason. „Auðvitað var þetta pínu spennandi og pínu gaman að þessu en eftir á að hyggja finnst mér þetta pínu kjánalegt. Það sem mér finnst verst er að ef maður horfir á heildarmyndina á þessu öllu saman. Hefði frekar mætt með þessa ungu flottu stráka snemma í Víkina, undirbúið sig vel, og gert þetta almennilega fyrir þessa stráka. Ég vorkenndi þeim þegar þeir voru að gera sig klára fyrir framan bekkinn, í miðju vökvunarkerfinu. Finnst þetta pínu gefa skít í þá sem voru að fara taka við af stjörnunum sem sátu upp í stúku,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson en Breiðablik stillti upp heldur ungu byrjunarliði í leiknum í Víkinni. „Ég get sagt samt ykkur það að það er svolítið síðan að ég heyrði að þetta væri í plönum Blika og Óskars (Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks). Fyrir þetta Evrópuævintýri meira að segja, þeir ætluðu að koma með rútu og ætluðu ekki að nýta klefann sem Víkingar bjóða þeim upp á af fyrri reynslu,“ bætti Gummi við og hélt áfram. „Það hafi hvorki verið rafmagn né nokkuð í þeim klefa. Þeir hafi bara ekki viljað lenda í því aftur. Skilst það hafi ekki verið rafmagn þegar þeir mættu í Víkina á síðustu leiktíð,“ sagði Gummi jafnframt en umfjöllun Stúkunnar um leik Víkings og Breiðabliks má sjá og heyra í spilaranum ofar í fréttinni.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Blikar létu bíða eftir sér í Víkinni Lið Breiðabliks lét heldur betur bíða eftir sér fyrir leik liðsins gegn Víkingi í Bestu deildinni sem á að hefjast nú klukkan 19:15. Hálftíma fyrir leik hafði ekkert sést til liðs Breiðabliks í Víkinni. 27. ágúst 2023 18:55 Óskar Hrafn skaut fast á Víkinga: Þeir hafa ekki verið í þessari stöðu sem við erum í Óskar Hrafn Þorvaldsson skaut föstum skotum að Víkingum í viðtali fyrir umtalaðan leik liðanna í Bestu deildinni sem nú er í gangi. Blikar mættu í Víkina aðeins tæpum hálftíma áður en leikurinn hófst. 27. ágúst 2023 19:35 „Ég kem úr yngri flokka starfi Breiðabliks og kannaðist við þetta“ Víkingur vann 5-3 sigur gegn Breiðabliki. Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings, var ánægður með sigurinn og vandaði sínu uppeldisfélagi ekki kveðjurnar. 27. ágúst 2023 22:00 Mest lesið Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Sjá meira
Blikar létu bíða eftir sér í Víkinni Lið Breiðabliks lét heldur betur bíða eftir sér fyrir leik liðsins gegn Víkingi í Bestu deildinni sem á að hefjast nú klukkan 19:15. Hálftíma fyrir leik hafði ekkert sést til liðs Breiðabliks í Víkinni. 27. ágúst 2023 18:55
Óskar Hrafn skaut fast á Víkinga: Þeir hafa ekki verið í þessari stöðu sem við erum í Óskar Hrafn Þorvaldsson skaut föstum skotum að Víkingum í viðtali fyrir umtalaðan leik liðanna í Bestu deildinni sem nú er í gangi. Blikar mættu í Víkina aðeins tæpum hálftíma áður en leikurinn hófst. 27. ágúst 2023 19:35
„Ég kem úr yngri flokka starfi Breiðabliks og kannaðist við þetta“ Víkingur vann 5-3 sigur gegn Breiðabliki. Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings, var ánægður með sigurinn og vandaði sínu uppeldisfélagi ekki kveðjurnar. 27. ágúst 2023 22:00
Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti