Robert Barker fæddist árið 1923 í Darrington í Washington og var sonur rafvirkjans Byrons og kennarans Matildu. Faðir Barker lést í vinnuslysi þegar Robert var aðeins sex ára.
Barker vann í útvarpi á meðan hann var í háskóla og flutti 1950 til Kaliforníu til að komast í sjónvarp.
Goðsögn í bandarísku sjónvarpi
Ferill Barker í sjónvarpi spannaði yfir fimmtíu ár og hófst árið 1956 þegar hann varð kynnir þáttarins Truth or Consequences. Hann stýrði þættinum í nítján ár, alls 3.524 þætti og skráði sig þannig í heimsmetabók Guinness sem sá flytjandi sem hefur starfað lengst við sama þáttinn (e. Most durable performer).
Árið 1972 tók Barker við kynnistaumunum í The Price is Right og stýrði honum í 35 ár og öðlaðist heimsfrægð við það. Á ferli sínum hlaut Barker nítján Emmy-verðlaun og árið 2004 var innlimaður inn í Frægðarhöll Sjónvarpsakademíunnar.
Í gegnum tíðin birtist Barker oft í hinum ýmsu þáttum, yfirleitt sem hann sjálfur.
Þá lék hann aðeins í einni kvikmynd, grínmyndinni Happy Gilmore, en það var hins vegar mjög eftirminnileg rulla. Í myndinni lék Barker sjálfan sig í senu þar sem hann lendir upp á kant við söguhetjuna, sem er leikin af Adam Sandler, sem endar með handalögmálum. Hér fyrir neðan má sjá hana: