Finnum ástríðu okkar og þróum hana Hermundur Sigmundsson og Svava Þ. Hjaltalín skrifa 23. ágúst 2023 13:00 Áskoranir Það er ekki alltaf allt eins og best verður á kosið og fyrir því eru margar og mismunandi ástæður. Kulnun verður sífellt algengari, einstaklingar komast í þrot og þurfa jafnvel í veikindaleyfi frá vinnu. Fólk í álagsstörfum er útsettara fyrir því að greinast með kulnun og má nefna að hér á landi hafa allt að 30% kennara fallið í þann flokk. Þegar við horfum til unga fólksins okkar þá glíma stöðugt fleiri við kvíða og hefur lyfjanotkun aukist gífurlega síðustu árin vegna kvíða, streitu og þunglyndis. Börnin okkar glíma við stærri áskoranir hvað góða félagsfærni varðar, að vera í félagslegum samskiptum við aðra. Þótt dregin sé upp svört mynd þá er ekkert sem segir að hún þurfi að vera viðvarandi. Vísindi Innan jákvæðrar sálfræði er einblínt á möguleika fólks í stað þess að gefa erfiðleikum eða áskorunum mestan gaum. Leitast er við að finna út hvar áhugasvið einstaklings liggur eða liggja því það er mjög mikilvægt að beina athygli og orku að þeim. Með því að einblína á áhugasvið einstaklings styrkist áhugahvöt hans og þegar hún er aukin fær viðkomandi aukna orku sem oft kallast þrautseigja (e. grit) sem er talin einn af lyklum að velgengni í leik og starfi. Undanfarna áratugi hafa rannsóknir Hermundar og félaga í Noregi sýnt að sterkur áhugi, ástríða (e. passion), fyrir þema, færni eða sviði gerir það að verkum að orka leysist úr læðingi og einstaklingur á auðveldara og nýtur þess betur að sinna viðfangsefninu. Samkvæmt niðurstöðum þeirra er sterkt samband milli ástríðu og þrautseigju. Því sterkari sem ástríðan er því sterkari verður þrautseigjan. Rannsóknir þeirra sýna einnig að sterkt samband er milli ástríðu og gróskuhugarfars. Fræðilega nálgun þeirra sækir útgangspunkt sinn í þýska heimspekingnum Hegel (1780) en hann sagði: ‘nothing great happens without passion.’ Samband ástríðu og flæðis er einnig sterkt sem þýðir að ástríða eflir flæði og flæði eflir ástríðu. En bæði ástríða, þrautseigja, gróskuhugarfar og flæði tengjast sterkt árangri og vellíðan.Ástríða er einn af þremur lykilþáttum til að þróa/efla og viðhalda gráa og hvíta efni heilans sem eru grunnstoðir heilastarfssemi. Hinir þættirnir eru hreyfing og félagsleg tengsl. Möguleikar Þegar rætt er við fólk á öllum aldri eru nokkrir mikilvægir útgangspunktar:- Áhugasvið: Hvaða áhugasvið hefur einstaklingur? Það er mikilvægt að hver og einn finni sitt áhugasvið.- Ræktun: Það er mikilvægt að einstaklingur gefi sér tíma til að vinna með tiltekið áhugasvið, rækta það, hlúa að því og þróa það. Líkja má áhugasviðum við blóm sem þurfa góðan jarðveg, birtu og vatn til að blómstra. Einstaklingur getur átt fleiri en eitt áhugasvið en þau geta verið til dæmis að syngja, spila á hljóðfæri, stunda líkamlega hreyfingu eða íþróttir, spila brids, tefla, prjóna, mála, hlusta á tónlist, lesa, vera í leikfélagi og skrifa pistla svo eitthvað sé nefnt. Megi okkur öllum farnast og líða vel. Finnum ástríðu okkar og þróum hana (e. Find your passion and develop it!)! Hermundur er prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Norska tækni - og vísindaháskólann og Háskóla Íslands. Svava Þ. Hjaltalín er grunnskólakennari, og verkefnastjóri hjá Rannsóknarsetri um menntun og hugarfar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hermundur Sigmundsson Svava Þ. Hjaltalín Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Áskoranir Það er ekki alltaf allt eins og best verður á kosið og fyrir því eru margar og mismunandi ástæður. Kulnun verður sífellt algengari, einstaklingar komast í þrot og þurfa jafnvel í veikindaleyfi frá vinnu. Fólk í álagsstörfum er útsettara fyrir því að greinast með kulnun og má nefna að hér á landi hafa allt að 30% kennara fallið í þann flokk. Þegar við horfum til unga fólksins okkar þá glíma stöðugt fleiri við kvíða og hefur lyfjanotkun aukist gífurlega síðustu árin vegna kvíða, streitu og þunglyndis. Börnin okkar glíma við stærri áskoranir hvað góða félagsfærni varðar, að vera í félagslegum samskiptum við aðra. Þótt dregin sé upp svört mynd þá er ekkert sem segir að hún þurfi að vera viðvarandi. Vísindi Innan jákvæðrar sálfræði er einblínt á möguleika fólks í stað þess að gefa erfiðleikum eða áskorunum mestan gaum. Leitast er við að finna út hvar áhugasvið einstaklings liggur eða liggja því það er mjög mikilvægt að beina athygli og orku að þeim. Með því að einblína á áhugasvið einstaklings styrkist áhugahvöt hans og þegar hún er aukin fær viðkomandi aukna orku sem oft kallast þrautseigja (e. grit) sem er talin einn af lyklum að velgengni í leik og starfi. Undanfarna áratugi hafa rannsóknir Hermundar og félaga í Noregi sýnt að sterkur áhugi, ástríða (e. passion), fyrir þema, færni eða sviði gerir það að verkum að orka leysist úr læðingi og einstaklingur á auðveldara og nýtur þess betur að sinna viðfangsefninu. Samkvæmt niðurstöðum þeirra er sterkt samband milli ástríðu og þrautseigju. Því sterkari sem ástríðan er því sterkari verður þrautseigjan. Rannsóknir þeirra sýna einnig að sterkt samband er milli ástríðu og gróskuhugarfars. Fræðilega nálgun þeirra sækir útgangspunkt sinn í þýska heimspekingnum Hegel (1780) en hann sagði: ‘nothing great happens without passion.’ Samband ástríðu og flæðis er einnig sterkt sem þýðir að ástríða eflir flæði og flæði eflir ástríðu. En bæði ástríða, þrautseigja, gróskuhugarfar og flæði tengjast sterkt árangri og vellíðan.Ástríða er einn af þremur lykilþáttum til að þróa/efla og viðhalda gráa og hvíta efni heilans sem eru grunnstoðir heilastarfssemi. Hinir þættirnir eru hreyfing og félagsleg tengsl. Möguleikar Þegar rætt er við fólk á öllum aldri eru nokkrir mikilvægir útgangspunktar:- Áhugasvið: Hvaða áhugasvið hefur einstaklingur? Það er mikilvægt að hver og einn finni sitt áhugasvið.- Ræktun: Það er mikilvægt að einstaklingur gefi sér tíma til að vinna með tiltekið áhugasvið, rækta það, hlúa að því og þróa það. Líkja má áhugasviðum við blóm sem þurfa góðan jarðveg, birtu og vatn til að blómstra. Einstaklingur getur átt fleiri en eitt áhugasvið en þau geta verið til dæmis að syngja, spila á hljóðfæri, stunda líkamlega hreyfingu eða íþróttir, spila brids, tefla, prjóna, mála, hlusta á tónlist, lesa, vera í leikfélagi og skrifa pistla svo eitthvað sé nefnt. Megi okkur öllum farnast og líða vel. Finnum ástríðu okkar og þróum hana (e. Find your passion and develop it!)! Hermundur er prófessor í lífeðlislegri sálfræði við Norska tækni - og vísindaháskólann og Háskóla Íslands. Svava Þ. Hjaltalín er grunnskólakennari, og verkefnastjóri hjá Rannsóknarsetri um menntun og hugarfar.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun