Smábátaútgerð eða hefðbundin útgerð? Svanur Guðmundsson skrifar 13. júlí 2023 07:01 Nýlokin er ólympískum veiðum smábáta sem er tímabil þar sem fallegir hraðfiskbátar setja mark sitt á nokkrar hafnir landsins. Um leið birtast fallegar myndir af þessum draumaheimi smábátasjómannsins sem siglir um í veðurblíðunni eins og landsmenn hafa notið síðustu daga. En það getur verið fróðlegt að skoða nokkrar tölfræðilegar sviðsmyndir í kringum þessa draumaveröld. Alls lönduðu 750 bátar nærri 15 þúsund sinnum, samtals yfir 11 þúsund tonnum af fiski á þessum 40 dögum sem þeir höfðu til veiða. Það vita þó ekki allir að það er ekki á færi annarra en efnaðra manna í vel launuðum störfum að hefja slíkar sportveiðar því fæstum dugar til viðurværis að vinna bara 40 daga á ári. Meðal smábátasjómanna eru því fyrrverandi embættismenn og fyrirtækjaeigendur sem láta þarna draum sinn rætast. Svo eru hinir sem bíða eftir að strandveiðar hefjist og bölva þegar 10 þúsund tonna þorsksaflamarkið klárast. Þeir eru ekki að leika sér. Blessunarlega urðu ekki manntjón við veiðarnar þetta árið en einhverjir bátar voru dregnir í land fyrstu daganna. Hjá Rannsóknarnefnd sjóslysa er aragrúi atvika skráður, sumir sjómennirnir voru aldurhnignir mjög og vissu varla hver þeir voru meðan leitað var að þeim. Það má einnig hafa í huga að þann afla sem þessir 750 bátar drógu inn hefði verið hægt að taka inn á þeim 42 togurum sem eru skráðir sem slíkir á aðeins 8 dögum með mun hagkvæmari og öruggari hætti en gert er með smábátum. Uppsett afl í opnum bátum hér á landi er 84 Mw en til samanburðar er uppsett afl togara hér við land 74 Mw. Gera má ráð fyrir að einhverjir smábátasjómenn hafi náð inn yfir 10 milljónum króna á þessum 40 dögum en sumir þurfa að leggjast í viðgerðir á sínum bátum og hafa að öllum líkindum lítið eftir þegar skatturinn og viðhaldsreikningurinn er greiddur. Gera má ráð fyrir að það hafi verið í heildina 750-850 manns sem stunduðu veiðar á smábátum í þessa 40 daga sem veiðarnar stóðu yfir. Um leið má segja að tekin sé vinna af 600 til 800 manns sem eru á þessum 42 togurum. Jafn margt fiskverkafólk þarf í landi til að vinna fiskinn af smábát eða togara. Aftur á móti er vinnan skipulögð út árið hjá vinnslu sem er með togara til hráefnisöflunar og fær fiskverkunarfólk frí í júlí en ekki ef aflinn er tekinn á smábát. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Sjávarútvegur Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Sjá meira
Nýlokin er ólympískum veiðum smábáta sem er tímabil þar sem fallegir hraðfiskbátar setja mark sitt á nokkrar hafnir landsins. Um leið birtast fallegar myndir af þessum draumaheimi smábátasjómannsins sem siglir um í veðurblíðunni eins og landsmenn hafa notið síðustu daga. En það getur verið fróðlegt að skoða nokkrar tölfræðilegar sviðsmyndir í kringum þessa draumaveröld. Alls lönduðu 750 bátar nærri 15 þúsund sinnum, samtals yfir 11 þúsund tonnum af fiski á þessum 40 dögum sem þeir höfðu til veiða. Það vita þó ekki allir að það er ekki á færi annarra en efnaðra manna í vel launuðum störfum að hefja slíkar sportveiðar því fæstum dugar til viðurværis að vinna bara 40 daga á ári. Meðal smábátasjómanna eru því fyrrverandi embættismenn og fyrirtækjaeigendur sem láta þarna draum sinn rætast. Svo eru hinir sem bíða eftir að strandveiðar hefjist og bölva þegar 10 þúsund tonna þorsksaflamarkið klárast. Þeir eru ekki að leika sér. Blessunarlega urðu ekki manntjón við veiðarnar þetta árið en einhverjir bátar voru dregnir í land fyrstu daganna. Hjá Rannsóknarnefnd sjóslysa er aragrúi atvika skráður, sumir sjómennirnir voru aldurhnignir mjög og vissu varla hver þeir voru meðan leitað var að þeim. Það má einnig hafa í huga að þann afla sem þessir 750 bátar drógu inn hefði verið hægt að taka inn á þeim 42 togurum sem eru skráðir sem slíkir á aðeins 8 dögum með mun hagkvæmari og öruggari hætti en gert er með smábátum. Uppsett afl í opnum bátum hér á landi er 84 Mw en til samanburðar er uppsett afl togara hér við land 74 Mw. Gera má ráð fyrir að einhverjir smábátasjómenn hafi náð inn yfir 10 milljónum króna á þessum 40 dögum en sumir þurfa að leggjast í viðgerðir á sínum bátum og hafa að öllum líkindum lítið eftir þegar skatturinn og viðhaldsreikningurinn er greiddur. Gera má ráð fyrir að það hafi verið í heildina 750-850 manns sem stunduðu veiðar á smábátum í þessa 40 daga sem veiðarnar stóðu yfir. Um leið má segja að tekin sé vinna af 600 til 800 manns sem eru á þessum 42 togurum. Jafn margt fiskverkafólk þarf í landi til að vinna fiskinn af smábát eða togara. Aftur á móti er vinnan skipulögð út árið hjá vinnslu sem er með togara til hráefnisöflunar og fær fiskverkunarfólk frí í júlí en ekki ef aflinn er tekinn á smábát. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun