„Eftir mig, flóðið” – umhverfismál og eldra fólk Halldór Reynisson skrifar 29. mars 2023 10:00 Lúðvík 15. ríkti lengi í Frakklandi og þótti mistækur stjórnandi. Eftir honum er haft orðatiltækið „Après moi, le déluge“ – eftir mig, flóðið. Það þótti til sannindamerkis um að honum hafi verið sama um hvað gerðist eftir hans dag – sama um afleiðingar gerða sinna. Karl Marx og skáldjöfurinn Dostojeski töldu þessi orð vera til merkis um ábyrgðarleysi hans og annarra forréttindafálka sem væri skítsama um aðra. Mér kemur þetta orðatiltæki stundum í hug í tengslum við umhverfismálin. Ef það snertir okkur ekki núna, þá látum við okkur það í léttu rúmi liggja. Hér á landi fögnum við jafnvel hlýnun andrúmsloftsins um tvær – þrjár gráður vegna þess að þá verði loks búandi á þessum „kalda klaka”. Reyndar hef ég trú á mörgu ungu fólki sem tekur loftslagsvána alvarlega enda á það eftir að lifa við afleiðingarnar eftir löngu eftir að við erum horfin af sjónarsviðinu, sem eldri erum. Nýlega var ég á málþingi um umhverfismál sem samtök yngra fólks stóðu að og þar vantaði ekki eldmóðinn. Sjálfur tilheyri ég þeirri fjölmennu kynslóð sem fæddist eftir stríð og er nú að komast á eftirlaun. Og við höfum það flest skrambi gott – og börnin okkar einnig. Nýlega lét kunnur bankamaður á eftirlaunum hafa eftir sér að eftirstríðsárakynslóðin ætti að njóta þess sem að hún hefði aflað sér, börnin hennar hefðu það hvort eða er svo gott að þau þyrftu ekkert á arfinum að halda. Um svipað leyti fór Grái herinn svokallaði í mál við ríkið vegna skerðingar á ellilífeyri – og tapaði málinu. Ég get ekki varist þeirri hugsun að eftirstríðsárakynslóðin – gamla hippakynslóðin – sé meira upptekin við að tryggja sér sem best sæti við kjötkatlana svona rétt á meðan hún tórir því „eftir okkur – flóðið”. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur meðan við erum ofar foldu. Þetta lafir meðan við lifum. Við sem tilheyrum forréttindahópnum „gamlir hvítir kallar” getum haldið áfram að aka dísilfákunum okkar – meira segja haft þá í lausagangi meðan konan hleypur inn í búð – “það fer svo illa með túrbínuna að drepa á vélinni” eins og einn gamlinginn orðaði það. Loftslagshanfarir verða eftir okkar dag. Villan í þessum hugsanagangi er sú að lífsstíll okkar síðustu áratugi að lifa í vellystingum ósjálfbært, kemur til með að bitna á þeim heimi sem barnabörnin okkar erfa. Þessi eigingjarni lífsstíll minnar kynslóðar gleymir þeirri eðlilegu líffræðilegu eigingirni að við hljótum að búa í haginn fyrir afkomendur okkar – okkar eigin gen. Það dugar ekki að einungis ungt hugsjónafólk í loftslagsmálum taki þennan slag. Við þurfum öll að vera aðgerðarsinnar og málsvarar umhverfisins. Síðasta skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) færir heim sanninn um það. Það dugar ekki lengur eins og einn úr Gráa hernum söng forðum: „Fjandinn eigi alla morgna”. Þessi fjandans morgun nátturuhamfara er þegar runninn upp. Ég held að við af hippakynslóðinni þurfum að fara að taka okkur sjálf taki. Byrja að þrýsta fastar á stjórnvöld að taka upp róttækari umhverfisaðgerðir, um leið og við sjálf tökum upp sjálfbærari og þar með ábyrgari lífsstíl sem neytir minna af takmörkuðum auðindum Jarðar. Hvað með að breyta „Gráa hernum” í „Græna herinn” fyrir umhverfið undir slagorðinu: Afar og ömmur allra landa – sameinist! Vonandi eimir eitthvað eftir af róttæka hippanum í okkur. Höfundur er umhverfissinni á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Við þurfum jöfn tækifæri fyrir börnin í borginni Sandra Hlíf Ocares Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Lúðvík 15. ríkti lengi í Frakklandi og þótti mistækur stjórnandi. Eftir honum er haft orðatiltækið „Après moi, le déluge“ – eftir mig, flóðið. Það þótti til sannindamerkis um að honum hafi verið sama um hvað gerðist eftir hans dag – sama um afleiðingar gerða sinna. Karl Marx og skáldjöfurinn Dostojeski töldu þessi orð vera til merkis um ábyrgðarleysi hans og annarra forréttindafálka sem væri skítsama um aðra. Mér kemur þetta orðatiltæki stundum í hug í tengslum við umhverfismálin. Ef það snertir okkur ekki núna, þá látum við okkur það í léttu rúmi liggja. Hér á landi fögnum við jafnvel hlýnun andrúmsloftsins um tvær – þrjár gráður vegna þess að þá verði loks búandi á þessum „kalda klaka”. Reyndar hef ég trú á mörgu ungu fólki sem tekur loftslagsvána alvarlega enda á það eftir að lifa við afleiðingarnar eftir löngu eftir að við erum horfin af sjónarsviðinu, sem eldri erum. Nýlega var ég á málþingi um umhverfismál sem samtök yngra fólks stóðu að og þar vantaði ekki eldmóðinn. Sjálfur tilheyri ég þeirri fjölmennu kynslóð sem fæddist eftir stríð og er nú að komast á eftirlaun. Og við höfum það flest skrambi gott – og börnin okkar einnig. Nýlega lét kunnur bankamaður á eftirlaunum hafa eftir sér að eftirstríðsárakynslóðin ætti að njóta þess sem að hún hefði aflað sér, börnin hennar hefðu það hvort eða er svo gott að þau þyrftu ekkert á arfinum að halda. Um svipað leyti fór Grái herinn svokallaði í mál við ríkið vegna skerðingar á ellilífeyri – og tapaði málinu. Ég get ekki varist þeirri hugsun að eftirstríðsárakynslóðin – gamla hippakynslóðin – sé meira upptekin við að tryggja sér sem best sæti við kjötkatlana svona rétt á meðan hún tórir því „eftir okkur – flóðið”. Við þurfum ekki að hafa áhyggjur meðan við erum ofar foldu. Þetta lafir meðan við lifum. Við sem tilheyrum forréttindahópnum „gamlir hvítir kallar” getum haldið áfram að aka dísilfákunum okkar – meira segja haft þá í lausagangi meðan konan hleypur inn í búð – “það fer svo illa með túrbínuna að drepa á vélinni” eins og einn gamlinginn orðaði það. Loftslagshanfarir verða eftir okkar dag. Villan í þessum hugsanagangi er sú að lífsstíll okkar síðustu áratugi að lifa í vellystingum ósjálfbært, kemur til með að bitna á þeim heimi sem barnabörnin okkar erfa. Þessi eigingjarni lífsstíll minnar kynslóðar gleymir þeirri eðlilegu líffræðilegu eigingirni að við hljótum að búa í haginn fyrir afkomendur okkar – okkar eigin gen. Það dugar ekki að einungis ungt hugsjónafólk í loftslagsmálum taki þennan slag. Við þurfum öll að vera aðgerðarsinnar og málsvarar umhverfisins. Síðasta skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál (IPCC) færir heim sanninn um það. Það dugar ekki lengur eins og einn úr Gráa hernum söng forðum: „Fjandinn eigi alla morgna”. Þessi fjandans morgun nátturuhamfara er þegar runninn upp. Ég held að við af hippakynslóðinni þurfum að fara að taka okkur sjálf taki. Byrja að þrýsta fastar á stjórnvöld að taka upp róttækari umhverfisaðgerðir, um leið og við sjálf tökum upp sjálfbærari og þar með ábyrgari lífsstíl sem neytir minna af takmörkuðum auðindum Jarðar. Hvað með að breyta „Gráa hernum” í „Græna herinn” fyrir umhverfið undir slagorðinu: Afar og ömmur allra landa – sameinist! Vonandi eimir eitthvað eftir af róttæka hippanum í okkur. Höfundur er umhverfissinni á eftirlaunum.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun