Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar 25. ágúst 2025 14:03 Þann 6. ágúst síðastliðin var fyrirlestur Gil Epsteins prófessors stöðvaður vegna hrópa og háreisti hóps mótmælenda. Í kjölfarið hefur skapast umræða um akademískt frelsi, einkum á milli mín og Finns Dellsén, prófessors í heimspeki. Síðasta innlegg Finns var birt í skoðanagrein á Vísi þann 14. ágúst síðastliðinn. Ég hef látið það dragast úr hófi fram að svara grein Finns en í henni kynnir hann til leiks hugtakið akademíska kurteisi til að undirbyggja þá afstöðu sína að akademísk frelsi beri að skilgreina þröngt. Í þessum pistli mun ég færa rök fyrir því að aðgreiningin á milli akademísks frelsis og akademískrar kurteisi byggi á misskilningi á því hvernig prinsipp virka. Frelsi og kurteisi Eins og ég skildi málflutning Finns fram að birtingu téðrar greinar var hann að verja rétt starfsfólk Háskólans til að koma í veg fyrir opinbera fyrirlestra ef þau teldu sig hafa einhverja ástæðu til. Núna er ég ekki svo viss. Finnur vill skilgreina akademískt frelsi þröngt. Þó hann fari þar gegn stefnu flestra samtaka og stofnana sem láta sig akademískt frelsi varða þýðir það ekki þar með að hann hafi rangt fyrir sér. Kannski að slíkir aðilar séu komnir fram úr sér. Það verður að meta málflutning Finns sem slíkan en ekki út frá sjónarmiðum annarra. Þó Finnur telji þöggunartilburði mótmælenda ekki brjóta gegn akademísku frelsi í þeim þrönga skilningi sem hann leggur í hugtakið virðist hann engu að síður telja að þau hafi gert eitthvað rangt. Til að ná utan um það kynnir hann til sögunnar hugtakið „akademísk kurteisi“. Gil Epstein var, að mati Finns, sýnd akademísk ókurteisi sem sé kannski ekki gott en þó ekki eins alvarlegt og ef það var brotið gegn akademísku frelsi hans. Kurteisi í siðareglum Háskóla Íslands Það er þessi kurteisisvinkill sem fær mig til að efast um að markmið Finns hafi verið að verja starfsfólk Háskóla Íslands sem tók þátt í þögguninni. Ég hefði að minnsta kosti ekki tekið þessa línu ef megin markmið mitt væri að bera blak af þeim einfaldlega vegna þess að siðareglur skólans fjalla á nokkuð skýran hátt um kurteisi, sbr. grein nr. 2.1: „Við komum fram við aðra af kurteisi, réttsýni og virðingu ...“ Að mati Finns var Gil Epstein sýnd ókurteisi og ef það er rétt þá má færa rök fyrir því að starfsfólk Háskólans sem stöðvaði fyrirlestur hans hafi gerst brotlegt við ofangreint ákvæði siðareglna. Finnur fríar því téð starfsfólk ekki ábyrgð gagnvart siðareglunum en skilgreinir hugsanlega hvaða ákvæði þau kunna að hafa brotið gegn. Gildi og prinsipp En hvers vegna vill Finnur takmarka inntak akademísks frelsis? Ég held við getum svarað því með því að leggja út af þessum orðum Finns: „Að þessu leyti er akademísk kurteisi að mínu viti ólík akademísku frelsi eins og ég skilgreindi það hér að ofan: hið síðara er svo til ófrávíkjanlegt prinsipp en hið fyrra er eitt af þeim gildum sem við þurfum að vega á móti fjölmörgum öðrum gildum.“ Finnur hefur rétt fyrir sér um að ósamrýmanleg gildi þarf oft að vega og meta. Við Finnur erum líka sammála um að akademískt frelsi sé prinsipp fremur en gildi. Raunar má segja að ágreiningur okkar snúist að nokkru leyti um hvort akademísk kurteisi falli undir akademískt frelsi eða hvort hún sé eitthvað annað og léttvægara. Ég túlka til dæmis ákvæði 3.1 í siðareglum Háskóla Íslands „Við virðum frelsi hvers annars til rannsókna og tjáningar á fræðilegri þekkingu og sannfæringu okkar“ þannig að það nái til þöggunar fyrirlesara en þetta er fyrsta ákvæðið í 3. kafla siðareglnanna en sá kafli ber einmitt yfirskriftina „Akademískt frelsi“. Ég get vissulega fallist á að framganga mótmælenda hafi einkennst af ókurteisi og falli þannig einnig undir ákvæði 2.1 en ég tel að ókurteisin hafi jafnframt brotið gegn akademísku Gils Epsteins. Finnur telur hins vegar akademíska kurteisi vera annars eðlis, vera gildi sem verði að vega og meta á móti öðrum gildum. Sumsé, prinsipp eru ófrávíkjanleg, gildi eru umsemjanleg. Núningslaus prinsipp Finnur segir það ekki berum orðum, en eina leiðin sem ég finn til að láta þessa pælingu hans ganga upp er að það þurfi að skilgreina akademískt frelsi þröngt svo það rekist ekki á við önnur prinsipp. Það er hérna sem ég lendi í vandræðum því mér finnst augljóst að prinsipp geti rekist á hvert annað og geri það reglulega í lífi prinsippfólks sem þarf þá að gera upp á milli þeirra. Ég held að aðgreining Finns á gildum og prinsippum sé einfaldlega röng: bæði gildi og prinsipp þarf stundum að vega og meta á móti öðrum slíkum. Ég held að rétta leiðin til að greina á milli gilda og prinsippa sé að líta á gildi eins og áttavita og prinsipp eins og kort. Gildi eru almennt óhlutbundnar hugmundir um rétt og rangt, gott og vont og svo framvegis. Prinsipp byggja á gildum og eru hins vegar einhverslags reglur um hvernig við hegðum okkur til samræmis við þau gildi sem við aðhyllumst. Gildi segja til um hvert við stefnum, prinsippin sýna og okkur leiðina þangað (ef þau byggja á réttum forsendum). Af því prinsipp hvíla á gildum, sem geta rekist á, er ljóst að prinsipp sem leiða af ólíkum gildum geta einnig rekist á. Þess vegna er sérkennilegt að þrengja akademískt frelsi með þeim rökum að það megi ekki rekast á önnur prinsipp. Slík þrenging byggir á misskilningi um hvað prinsipp eru og grefur undan þeirri vernd sem akademískt frelsi á að tryggja. Höfundur er dósent við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Þann 6. ágúst síðastliðin var fyrirlestur Gil Epsteins prófessors stöðvaður vegna hrópa og háreisti hóps mótmælenda. Í kjölfarið hefur skapast umræða um akademískt frelsi, einkum á milli mín og Finns Dellsén, prófessors í heimspeki. Síðasta innlegg Finns var birt í skoðanagrein á Vísi þann 14. ágúst síðastliðinn. Ég hef látið það dragast úr hófi fram að svara grein Finns en í henni kynnir hann til leiks hugtakið akademíska kurteisi til að undirbyggja þá afstöðu sína að akademísk frelsi beri að skilgreina þröngt. Í þessum pistli mun ég færa rök fyrir því að aðgreiningin á milli akademísks frelsis og akademískrar kurteisi byggi á misskilningi á því hvernig prinsipp virka. Frelsi og kurteisi Eins og ég skildi málflutning Finns fram að birtingu téðrar greinar var hann að verja rétt starfsfólk Háskólans til að koma í veg fyrir opinbera fyrirlestra ef þau teldu sig hafa einhverja ástæðu til. Núna er ég ekki svo viss. Finnur vill skilgreina akademískt frelsi þröngt. Þó hann fari þar gegn stefnu flestra samtaka og stofnana sem láta sig akademískt frelsi varða þýðir það ekki þar með að hann hafi rangt fyrir sér. Kannski að slíkir aðilar séu komnir fram úr sér. Það verður að meta málflutning Finns sem slíkan en ekki út frá sjónarmiðum annarra. Þó Finnur telji þöggunartilburði mótmælenda ekki brjóta gegn akademísku frelsi í þeim þrönga skilningi sem hann leggur í hugtakið virðist hann engu að síður telja að þau hafi gert eitthvað rangt. Til að ná utan um það kynnir hann til sögunnar hugtakið „akademísk kurteisi“. Gil Epstein var, að mati Finns, sýnd akademísk ókurteisi sem sé kannski ekki gott en þó ekki eins alvarlegt og ef það var brotið gegn akademísku frelsi hans. Kurteisi í siðareglum Háskóla Íslands Það er þessi kurteisisvinkill sem fær mig til að efast um að markmið Finns hafi verið að verja starfsfólk Háskóla Íslands sem tók þátt í þögguninni. Ég hefði að minnsta kosti ekki tekið þessa línu ef megin markmið mitt væri að bera blak af þeim einfaldlega vegna þess að siðareglur skólans fjalla á nokkuð skýran hátt um kurteisi, sbr. grein nr. 2.1: „Við komum fram við aðra af kurteisi, réttsýni og virðingu ...“ Að mati Finns var Gil Epstein sýnd ókurteisi og ef það er rétt þá má færa rök fyrir því að starfsfólk Háskólans sem stöðvaði fyrirlestur hans hafi gerst brotlegt við ofangreint ákvæði siðareglna. Finnur fríar því téð starfsfólk ekki ábyrgð gagnvart siðareglunum en skilgreinir hugsanlega hvaða ákvæði þau kunna að hafa brotið gegn. Gildi og prinsipp En hvers vegna vill Finnur takmarka inntak akademísks frelsis? Ég held við getum svarað því með því að leggja út af þessum orðum Finns: „Að þessu leyti er akademísk kurteisi að mínu viti ólík akademísku frelsi eins og ég skilgreindi það hér að ofan: hið síðara er svo til ófrávíkjanlegt prinsipp en hið fyrra er eitt af þeim gildum sem við þurfum að vega á móti fjölmörgum öðrum gildum.“ Finnur hefur rétt fyrir sér um að ósamrýmanleg gildi þarf oft að vega og meta. Við Finnur erum líka sammála um að akademískt frelsi sé prinsipp fremur en gildi. Raunar má segja að ágreiningur okkar snúist að nokkru leyti um hvort akademísk kurteisi falli undir akademískt frelsi eða hvort hún sé eitthvað annað og léttvægara. Ég túlka til dæmis ákvæði 3.1 í siðareglum Háskóla Íslands „Við virðum frelsi hvers annars til rannsókna og tjáningar á fræðilegri þekkingu og sannfæringu okkar“ þannig að það nái til þöggunar fyrirlesara en þetta er fyrsta ákvæðið í 3. kafla siðareglnanna en sá kafli ber einmitt yfirskriftina „Akademískt frelsi“. Ég get vissulega fallist á að framganga mótmælenda hafi einkennst af ókurteisi og falli þannig einnig undir ákvæði 2.1 en ég tel að ókurteisin hafi jafnframt brotið gegn akademísku Gils Epsteins. Finnur telur hins vegar akademíska kurteisi vera annars eðlis, vera gildi sem verði að vega og meta á móti öðrum gildum. Sumsé, prinsipp eru ófrávíkjanleg, gildi eru umsemjanleg. Núningslaus prinsipp Finnur segir það ekki berum orðum, en eina leiðin sem ég finn til að láta þessa pælingu hans ganga upp er að það þurfi að skilgreina akademískt frelsi þröngt svo það rekist ekki á við önnur prinsipp. Það er hérna sem ég lendi í vandræðum því mér finnst augljóst að prinsipp geti rekist á hvert annað og geri það reglulega í lífi prinsippfólks sem þarf þá að gera upp á milli þeirra. Ég held að aðgreining Finns á gildum og prinsippum sé einfaldlega röng: bæði gildi og prinsipp þarf stundum að vega og meta á móti öðrum slíkum. Ég held að rétta leiðin til að greina á milli gilda og prinsippa sé að líta á gildi eins og áttavita og prinsipp eins og kort. Gildi eru almennt óhlutbundnar hugmundir um rétt og rangt, gott og vont og svo framvegis. Prinsipp byggja á gildum og eru hins vegar einhverslags reglur um hvernig við hegðum okkur til samræmis við þau gildi sem við aðhyllumst. Gildi segja til um hvert við stefnum, prinsippin sýna og okkur leiðina þangað (ef þau byggja á réttum forsendum). Af því prinsipp hvíla á gildum, sem geta rekist á, er ljóst að prinsipp sem leiða af ólíkum gildum geta einnig rekist á. Þess vegna er sérkennilegt að þrengja akademískt frelsi með þeim rökum að það megi ekki rekast á önnur prinsipp. Slík þrenging byggir á misskilningi um hvað prinsipp eru og grefur undan þeirri vernd sem akademískt frelsi á að tryggja. Höfundur er dósent við Háskóla Íslands.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun