Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 22. ágúst 2025 10:03 Í gær lýsti Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra því yfir að við ættum að nota ökklabönd í fleiri tilvikum í dómskerfinu en gert er í dag. Kom sú yfirlýsing í kjölfar tillaga starfshóps að breytingu á lögum til verndar brotaþolum. Afstaða fagnar þessari afstöðu dómsmálaráðherra. Í síðustu viku tilkynntu einmitt norsk stjórnvöld að þau myndu taka ökklaband í notkun fyrir þá einstaklinga sem hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Það er í samræmi við stefnu Afstöðu, um að ávallt skuli beita mögulega vægasta úrræði til frelsissviptingar. Þarna er enda um að ræða hóp einstaklinga sem ekki hefur hlotið dóm. En rétt eins og í Noregi byggist réttarkerfið hér á þeirri grundvallarreglu, að allir skuli teljast saklausir uns sekt er sönnuð. Afstaða fagnar yfirlýsingum dómsmálaráðherra um mögulega aukningu á notkun ökklabanda og hvetur jafnframt til þess að við fetum í spor Norðmanna um upptöku notkunar ökklabanda fyrir þá sem hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Lærum af Noregi Í vor hélt Afstaða 20 ára afmælisráðstefnu sem var vel sótt þar sem við beindum einmitt sérstaklega augum okkar til Noregs og fengum til landsins sérfræðinga þaðan, bæði frá fangelsisyfirvöldum sem og félagasamtökum. Það er enda ekki bara Afstaða sem beinir augum sínum til Noregs í fangelsismálum, heldur einnig stjórnvöld. Afstaða skilaði í gær inn umsögnum til bæði dómsmála- og félagsmálaráðuneytisins vegna fyrirhugaðrar lagasetningar um öryggisvistun. Er í þarfagreiningu dómsmálaráðuneytisins m.a. vísað til svo kallaðra „forvarings“ laga í Noregi. Eins og kemur fram í umsögnum Afstöðu til beggja ráðuneyta hefur að undanförnu farið fram mikil umræða um öryggisúrræði í Noregi, í aðdraganda væntanlegra þingkosninga í byrjun september. Nauðsynlegt er að litið verði til reynslu Noregs þegar íslensk stjórnvöld taka ákvörðun í svo afdrifaríku málefni sem öryggisvistun er, þar sem vísað er til reynslunnar í Noregi. Afstaða í fararbroddi Ég mun í næstu viku, ásamt lögfræðingi Afstöðu, fara til Noregs til að eiga fundi með bæði opinberum aðilum sem og félagasamtökum sem eru systursamtök Afstöðu. Þar munum við kynna okkur þær breytingar sem þar eru að verða, eins og víðari notkun ökklabanda, en einnig kynna okkur þekkingu þeirra á öryggisvistun og mikilvægi jafningjastuðnings þar í landi sem er einmitt kjarninn í starfi Afstöðu. Við fylgdumst í síðustu viku með stjórnmálaumræðum sem fram fóru um fangelsismál í Noregi (s.k. Arendalsuke) þar sem m.a. var fjallað um öryggisvistanir. Stjórnandi þeirrar umræðu var Leo Ajkic, þáttagerðarmaður hjá norska ríkissjónvarpinu NRK sem gerði þætti um „forvaring“ öryggisvistun í Noregi og sýndir voru í sjónvarpi á síðasta ári. Þar tók einnig þátt í umræðunum Hans Marius, sem hafði verið dæmdur í 10 ára öryggisvistun þegar hann var aðeins 19 ára gamall með möguleika á framlengingu. Hann hafði einmitt verið viðmælandi í þáttunum „Leo og hin hættulegu“ (Leo og de farlige) sem fjallar um þá sem sæta öryggisvistun í Noregi. Það væri RÚV til mikils sóma að sýna þessa þætti NRK, sem innlegg í upplýsta umræðu um öryggisvistun. Dómsmálaráðuneytið hefur enda vísað til reynslunnar í Noregi sem fyrirmynd að hugsanlegri lagasetningu um öryggisvistun (forvaring) í gögnum sínum. Við þurfumnefnilega að einsetja okkur að læra í raun af reynslu þeirra þjóða sem við berum okkur svo oft saman við, sér í lagi þegar við tökum afdrifaríkar ákvarðanir eins og í málum sem þessum þar sem ætlunin er að gera grunvallarbreytingu á réttarkerfi okkar. Afstaða mun halda áfram að læra af reynslu nágrannaríkja okkar á Norðurlöndunum. Það er enda margt sem við getum lært, m.a. frá Noregi, og því þá ekki t.d. að taka upp hér á landi notkun ökklabanda fyrir þá sem eru úrskurðaðir í gæsluvarðhald? Rétt eins og nú hefur verið gert í Noregi. Höfundur er formaður Afstöðu- Réttindafélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Í gær lýsti Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra því yfir að við ættum að nota ökklabönd í fleiri tilvikum í dómskerfinu en gert er í dag. Kom sú yfirlýsing í kjölfar tillaga starfshóps að breytingu á lögum til verndar brotaþolum. Afstaða fagnar þessari afstöðu dómsmálaráðherra. Í síðustu viku tilkynntu einmitt norsk stjórnvöld að þau myndu taka ökklaband í notkun fyrir þá einstaklinga sem hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Það er í samræmi við stefnu Afstöðu, um að ávallt skuli beita mögulega vægasta úrræði til frelsissviptingar. Þarna er enda um að ræða hóp einstaklinga sem ekki hefur hlotið dóm. En rétt eins og í Noregi byggist réttarkerfið hér á þeirri grundvallarreglu, að allir skuli teljast saklausir uns sekt er sönnuð. Afstaða fagnar yfirlýsingum dómsmálaráðherra um mögulega aukningu á notkun ökklabanda og hvetur jafnframt til þess að við fetum í spor Norðmanna um upptöku notkunar ökklabanda fyrir þá sem hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Lærum af Noregi Í vor hélt Afstaða 20 ára afmælisráðstefnu sem var vel sótt þar sem við beindum einmitt sérstaklega augum okkar til Noregs og fengum til landsins sérfræðinga þaðan, bæði frá fangelsisyfirvöldum sem og félagasamtökum. Það er enda ekki bara Afstaða sem beinir augum sínum til Noregs í fangelsismálum, heldur einnig stjórnvöld. Afstaða skilaði í gær inn umsögnum til bæði dómsmála- og félagsmálaráðuneytisins vegna fyrirhugaðrar lagasetningar um öryggisvistun. Er í þarfagreiningu dómsmálaráðuneytisins m.a. vísað til svo kallaðra „forvarings“ laga í Noregi. Eins og kemur fram í umsögnum Afstöðu til beggja ráðuneyta hefur að undanförnu farið fram mikil umræða um öryggisúrræði í Noregi, í aðdraganda væntanlegra þingkosninga í byrjun september. Nauðsynlegt er að litið verði til reynslu Noregs þegar íslensk stjórnvöld taka ákvörðun í svo afdrifaríku málefni sem öryggisvistun er, þar sem vísað er til reynslunnar í Noregi. Afstaða í fararbroddi Ég mun í næstu viku, ásamt lögfræðingi Afstöðu, fara til Noregs til að eiga fundi með bæði opinberum aðilum sem og félagasamtökum sem eru systursamtök Afstöðu. Þar munum við kynna okkur þær breytingar sem þar eru að verða, eins og víðari notkun ökklabanda, en einnig kynna okkur þekkingu þeirra á öryggisvistun og mikilvægi jafningjastuðnings þar í landi sem er einmitt kjarninn í starfi Afstöðu. Við fylgdumst í síðustu viku með stjórnmálaumræðum sem fram fóru um fangelsismál í Noregi (s.k. Arendalsuke) þar sem m.a. var fjallað um öryggisvistanir. Stjórnandi þeirrar umræðu var Leo Ajkic, þáttagerðarmaður hjá norska ríkissjónvarpinu NRK sem gerði þætti um „forvaring“ öryggisvistun í Noregi og sýndir voru í sjónvarpi á síðasta ári. Þar tók einnig þátt í umræðunum Hans Marius, sem hafði verið dæmdur í 10 ára öryggisvistun þegar hann var aðeins 19 ára gamall með möguleika á framlengingu. Hann hafði einmitt verið viðmælandi í þáttunum „Leo og hin hættulegu“ (Leo og de farlige) sem fjallar um þá sem sæta öryggisvistun í Noregi. Það væri RÚV til mikils sóma að sýna þessa þætti NRK, sem innlegg í upplýsta umræðu um öryggisvistun. Dómsmálaráðuneytið hefur enda vísað til reynslunnar í Noregi sem fyrirmynd að hugsanlegri lagasetningu um öryggisvistun (forvaring) í gögnum sínum. Við þurfumnefnilega að einsetja okkur að læra í raun af reynslu þeirra þjóða sem við berum okkur svo oft saman við, sér í lagi þegar við tökum afdrifaríkar ákvarðanir eins og í málum sem þessum þar sem ætlunin er að gera grunvallarbreytingu á réttarkerfi okkar. Afstaða mun halda áfram að læra af reynslu nágrannaríkja okkar á Norðurlöndunum. Það er enda margt sem við getum lært, m.a. frá Noregi, og því þá ekki t.d. að taka upp hér á landi notkun ökklabanda fyrir þá sem eru úrskurðaðir í gæsluvarðhald? Rétt eins og nú hefur verið gert í Noregi. Höfundur er formaður Afstöðu- Réttindafélags.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun