Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar 25. ágúst 2025 07:01 Það eiga að vera sjálfsögð réttindi ungs fólks á Íslandi að geta komið sér þaki yfir höfuðið. Það eru liðin fjögur ár síðan þrjú af börnum mínum fjórum með mökum, tóku lán vegna húsnæðiskaupa eftir að Seðlabankastjóri talaði um að loksins gætu íbúðarkaupendur greitt sambærilega vexti af lánum sínum og jafnaldrar þeirra í Evrópu. Tilgáta-tilraun-niðurstaða Allir vísindamenn vita að tilgátu fylgir tilraun. Ef tilraunin er endurtekin aftur og aftur og niðurstaðan verður sú hin sama aftur og aftur er talað um að tilgátan sé meðtekin. Raunvísindi og félagsvísindi vinna oftast mjög vel saman og mikilvægt er að báðar fræðigreinar fái að blómstra. Í raunvísindum er oftar auðveldara að túlka niðurstöður tilrauna heldur en í félagsvísindum og því er talað um raunvísindi sem „akkúrat“ vísindi. Hagfræði myndu flestir flokka undir sambland af raun- og félagsvísindum. Því getur verið vandasamt að túlka niðurstöður tilrauna í hagfræði sem „akkúrat“ meðteknar. Af þeim sökum þarf að spyrja þeirrar spurningar; hvort tilgátan um að háir vextir dragi úr þenslu í hagkerfi Íslands og minnki verðbólgu sé meðtekin ? Og það sem meira er, það verður að tímasetja hvað tilraunin á að standa lengi yfir. Ef tilraunin er ekki tímasett þá getur langavitleysan haldið áfram út í hið óendanlega og slíkt skapar hræðilega óvissu í hagkerfi Íslands, öllum til óheilla, bæði þeim sem eiga peninga og skulda. Núna hefur hávaxta-tilraun Seðlabankastjóra og peningastefnunefndar S.Í. staðið yfir á fjórða ár. Því miður sér ekki fyrir endann á hávaxtastefnunni og Seðlabankastjóri getur ekki einu sinni tímasett hvenær þessari misheppnuðu tilraun lýkur og biður almenning að sýna þolinmæði! Háir vextir fóðra/næra verðbólgu á a.m.k. þrjá vegu. 1) Verðmætasköpun Sjávarútvegur, ferðamannaiðnaður/ferðaútvegur, lyfjaiðnaður, landbúnaður og margt fleira skapa verðmæti fyrir Ísland með framleiðni. Hins vegar skapa háir vextir EKKI sambærileg verðmæti. Með háum vöxtum verður stórkostleg tilfærsla á peningum frá þeim sem skulda til þeirra sem eiga pening, í gegnum vaxtatekjur. Það er engin framleiðni og lítil sem engin verðmætasköpun á bak við þessa peninga. Á mannamáli þýðir þetta peningaprentun á ónýtum íslenskum krónum sem næra verðbólguna. 2) Skuldir í íslenskum krónum Ríki, sveitarfélög, lítil og meðalstór fyrirtæki og einstaklingar sem skulda í íslenskum krónum eiga fáa aðra kosti í hávaxtaumhverfi en að hækka ráðstöfunartekjur sínar til að geta greitt af lánum sínum. Því þarf að hækka gjaldskrár og hækka laun til að borga af lánum sem bera okurvexti. Skattar þurfa að hækka, gjaldskrár leikskóla þurfa að hækka, neysluvara þarf að hækka, íbúðir hækka í verði. Hver kannast ekki við upptalninguna ? Allar þessar hækkanir næra verðbólguna. 3) Verðtrygging-verðtryggð lán Í hávaxtaumhverfi eru margir ungir lántakendur hreinlega þvingaðir til að taka verðtryggð lán sem á mannamáli kallast að herða í hengingarólinni. Verðtryggð lán næra verðbólguna. Ég skora á þá sem vilja fræðast um hvernig verðtrygging nærir verðbólguna að lesa sjö greinar eftir Örn Karlsson sem birtust hér í „Skoðun“ á „visir.is“ dagana 5. og 19. september 2023, 16. og 27. nóvember 2023, 22. ágúst 2024, 27. desember 2024 og 8. febrúar 2025. Tilgáta meðtekin Tilraun með ótímasettri niðurstöðu hefur núna verið stunduð á fjórða ár af Seðlabankastjóra og peningastefnunefnd S.Í. Ef tilgáta er lögð fram um að háir vextir dragi úr verðbólgu og þenslu í hagkerfi og niðurstaða tilraunarinnar sýnir fram á að verðbólga lækkar lítið sem ekkert og þensla í hagkerfi minnkar lítið sem ekkert þarf að leggja fram aðra tilgátu og framkvæma aðra tilraun. Börnin mín og makar þeirra sem eru að reyna að koma sér þaki yfir höfuðið eru ekki að valda þenslu í hagkerfinu, né bera ábyrgð á gengdarlausri verðbólgu sem hrjáir hagkerfið. Börnin mín og makar þeirra sem núna berjast í bökkum við að greiða okurvexti af lánum vegna íbúðarkaupa eiga ekki að vera notuð áfram í misheppnaðri tilraun Seðlabankastjóra og annarra í peningastefnunefnd S.Í. Kosin hefur verið ný stjórn Seðlabanka Íslands. Það er kominn tími til að ný stjórn S.Í., sjái til þess að fundinn verði nýr Seðlabankastjóri og ný peningastefnunefnd verði skipuð. Það þarf að leggja fram nýja tilgátu. Börnin okkar allra sem erfa Ísland eiga betra skilið. Þessum hávaxtaskrípaleik sem hefur verið í gangi alltof lengi þarf að ljúka strax. Höfundur er faðir fjögurra barna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Það eiga að vera sjálfsögð réttindi ungs fólks á Íslandi að geta komið sér þaki yfir höfuðið. Það eru liðin fjögur ár síðan þrjú af börnum mínum fjórum með mökum, tóku lán vegna húsnæðiskaupa eftir að Seðlabankastjóri talaði um að loksins gætu íbúðarkaupendur greitt sambærilega vexti af lánum sínum og jafnaldrar þeirra í Evrópu. Tilgáta-tilraun-niðurstaða Allir vísindamenn vita að tilgátu fylgir tilraun. Ef tilraunin er endurtekin aftur og aftur og niðurstaðan verður sú hin sama aftur og aftur er talað um að tilgátan sé meðtekin. Raunvísindi og félagsvísindi vinna oftast mjög vel saman og mikilvægt er að báðar fræðigreinar fái að blómstra. Í raunvísindum er oftar auðveldara að túlka niðurstöður tilrauna heldur en í félagsvísindum og því er talað um raunvísindi sem „akkúrat“ vísindi. Hagfræði myndu flestir flokka undir sambland af raun- og félagsvísindum. Því getur verið vandasamt að túlka niðurstöður tilrauna í hagfræði sem „akkúrat“ meðteknar. Af þeim sökum þarf að spyrja þeirrar spurningar; hvort tilgátan um að háir vextir dragi úr þenslu í hagkerfi Íslands og minnki verðbólgu sé meðtekin ? Og það sem meira er, það verður að tímasetja hvað tilraunin á að standa lengi yfir. Ef tilraunin er ekki tímasett þá getur langavitleysan haldið áfram út í hið óendanlega og slíkt skapar hræðilega óvissu í hagkerfi Íslands, öllum til óheilla, bæði þeim sem eiga peninga og skulda. Núna hefur hávaxta-tilraun Seðlabankastjóra og peningastefnunefndar S.Í. staðið yfir á fjórða ár. Því miður sér ekki fyrir endann á hávaxtastefnunni og Seðlabankastjóri getur ekki einu sinni tímasett hvenær þessari misheppnuðu tilraun lýkur og biður almenning að sýna þolinmæði! Háir vextir fóðra/næra verðbólgu á a.m.k. þrjá vegu. 1) Verðmætasköpun Sjávarútvegur, ferðamannaiðnaður/ferðaútvegur, lyfjaiðnaður, landbúnaður og margt fleira skapa verðmæti fyrir Ísland með framleiðni. Hins vegar skapa háir vextir EKKI sambærileg verðmæti. Með háum vöxtum verður stórkostleg tilfærsla á peningum frá þeim sem skulda til þeirra sem eiga pening, í gegnum vaxtatekjur. Það er engin framleiðni og lítil sem engin verðmætasköpun á bak við þessa peninga. Á mannamáli þýðir þetta peningaprentun á ónýtum íslenskum krónum sem næra verðbólguna. 2) Skuldir í íslenskum krónum Ríki, sveitarfélög, lítil og meðalstór fyrirtæki og einstaklingar sem skulda í íslenskum krónum eiga fáa aðra kosti í hávaxtaumhverfi en að hækka ráðstöfunartekjur sínar til að geta greitt af lánum sínum. Því þarf að hækka gjaldskrár og hækka laun til að borga af lánum sem bera okurvexti. Skattar þurfa að hækka, gjaldskrár leikskóla þurfa að hækka, neysluvara þarf að hækka, íbúðir hækka í verði. Hver kannast ekki við upptalninguna ? Allar þessar hækkanir næra verðbólguna. 3) Verðtrygging-verðtryggð lán Í hávaxtaumhverfi eru margir ungir lántakendur hreinlega þvingaðir til að taka verðtryggð lán sem á mannamáli kallast að herða í hengingarólinni. Verðtryggð lán næra verðbólguna. Ég skora á þá sem vilja fræðast um hvernig verðtrygging nærir verðbólguna að lesa sjö greinar eftir Örn Karlsson sem birtust hér í „Skoðun“ á „visir.is“ dagana 5. og 19. september 2023, 16. og 27. nóvember 2023, 22. ágúst 2024, 27. desember 2024 og 8. febrúar 2025. Tilgáta meðtekin Tilraun með ótímasettri niðurstöðu hefur núna verið stunduð á fjórða ár af Seðlabankastjóra og peningastefnunefnd S.Í. Ef tilgáta er lögð fram um að háir vextir dragi úr verðbólgu og þenslu í hagkerfi og niðurstaða tilraunarinnar sýnir fram á að verðbólga lækkar lítið sem ekkert og þensla í hagkerfi minnkar lítið sem ekkert þarf að leggja fram aðra tilgátu og framkvæma aðra tilraun. Börnin mín og makar þeirra sem eru að reyna að koma sér þaki yfir höfuðið eru ekki að valda þenslu í hagkerfinu, né bera ábyrgð á gengdarlausri verðbólgu sem hrjáir hagkerfið. Börnin mín og makar þeirra sem núna berjast í bökkum við að greiða okurvexti af lánum vegna íbúðarkaupa eiga ekki að vera notuð áfram í misheppnaðri tilraun Seðlabankastjóra og annarra í peningastefnunefnd S.Í. Kosin hefur verið ný stjórn Seðlabanka Íslands. Það er kominn tími til að ný stjórn S.Í., sjái til þess að fundinn verði nýr Seðlabankastjóri og ný peningastefnunefnd verði skipuð. Það þarf að leggja fram nýja tilgátu. Börnin okkar allra sem erfa Ísland eiga betra skilið. Þessum hávaxtaskrípaleik sem hefur verið í gangi alltof lengi þarf að ljúka strax. Höfundur er faðir fjögurra barna
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar