Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar 25. ágúst 2025 10:00 Ég tók nýverið nokkra áfanga í Háskólanum á Bifröst. Áður en ég sótti um fór ég á heimasíðu skólans, las um inntökuskilyrði, áfangalýsingar og tók svo upplýsta ákvörðun hvort fjarnámið hentaði mér. Mönnum þykir þetta kannski ekkert sérlega merkilegt, virkar þetta ekki alltaf svona? Ég hefði haldið það en af einhverri ástæðu á umsókn í Evrópusambandið að virka allt öðruvísi, eða svo er sagt. Nú eru 27 lönd í ESB og því ekkert leyndarmál hvers sé ætlast af þeim ríkjum sem ganga í sambandið, það er meira að segja listað upp á heimasíðunni þeirra. Þrátt fyrir þetta vilja Viðreisn og Samfylkingin alls ekki ræða hver inngönguskilyrðin séu. Þau vilja telja okkur trú um að við þurfum fyrst að sækja um og svo sé hægt að skoða skilyrðin. Af hverju ætli það sé? Ástæðan sem við heyrum er sú að allar þjóðir „semji“ um sína inngöngu. Staðreyndin er hins vegar sú að inngönguferlið snýst ekki um að semja um grundvallarreglur heldur um hraða aðlögunar. Einungis tvær þjóðir í Evrópusambandinu hafa fengið varanlegar undanþágur: Danmörk og Írland. Danir sluppu m.a. undan upptöku evrunnar og halda dönsku krónunni í gegnum fastgengistengingu en Írar fengu undanþágu frá Schengen-landamærakerfinu til að viðhalda nánum tengslum við Bretland. Enginn hefur fengið varanlegar undanþágur frá auðlindarákvæðum þrátt fyrir að Bretar og Írar hafi ítrekað reynt, Spánverjar og Portúgalir fengu tímabundnar undanþágur í aðlögunarferlinu en þurftu að lokum að fylgja sameiginlegri fiskveiðistefnu ESB líkt og allir aðrir. Stór ástæða þess að margir studdu Brexit var einmitt vegna þess að Bretar vildu fá sjálfstjórn aftur á sjávarútveginum. Margir trúa því kannski ekki sem ég er að skrifa hér en ég beini þeim að lesa t.d. þessa Wikipedia-síðu um undanþágurnar. Við heyrum mikið hvernig það þurfi „treysta þjóðinni“ í þessu máli en traustið virðist ekki ná lengra en svo en að það megi alls ekki ræða innihald umsóknarinnar fyrr en EFTIR að kosið væri um að sækja um. Ef marka má heimasíðu ESB og skort á varanlegum undanþágum aðildaríkja þá er ekkert um að semja nema hvernig aðlögunarferlið á sér stað, líkt og Štefan Füle, fyrrum stækkunarstjóri ESB, lagði mikla áherslu á þegar Ísland sótti síðast um. Ég vil því senda út ákall til Evrópusinna: Sýnið okkur undanþágurnar. Ef það er svona auðvelt að semja sig frá auðlindarákvæðum ESB, þá hlýtur að vera hægt að benda á hvernig aðrar þjóðir hafa gert það? Og nei, því miður telst Danmörk ekki með, Grænland og Færeyjar eru ekki í Evrópusambandinu og því augljóst að þau stýri eigin fiskimiðum. Grænlendingar ákváðu að segja sig úr ESB m.a. vegna fiskimiðana sinna. Vinsamlegast sýnið okkur svart á hvítu varanlegar undanþágur ríkja að auðlindarákvæðum ESB. Því ef engar slíkar undanþágur finnast, þá er tími til kominn að hætta að blekkja þjóðina með falskri von. Hlakka til að heyra frá ykkur. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Einar Jóhannes Guðnason Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Ég tók nýverið nokkra áfanga í Háskólanum á Bifröst. Áður en ég sótti um fór ég á heimasíðu skólans, las um inntökuskilyrði, áfangalýsingar og tók svo upplýsta ákvörðun hvort fjarnámið hentaði mér. Mönnum þykir þetta kannski ekkert sérlega merkilegt, virkar þetta ekki alltaf svona? Ég hefði haldið það en af einhverri ástæðu á umsókn í Evrópusambandið að virka allt öðruvísi, eða svo er sagt. Nú eru 27 lönd í ESB og því ekkert leyndarmál hvers sé ætlast af þeim ríkjum sem ganga í sambandið, það er meira að segja listað upp á heimasíðunni þeirra. Þrátt fyrir þetta vilja Viðreisn og Samfylkingin alls ekki ræða hver inngönguskilyrðin séu. Þau vilja telja okkur trú um að við þurfum fyrst að sækja um og svo sé hægt að skoða skilyrðin. Af hverju ætli það sé? Ástæðan sem við heyrum er sú að allar þjóðir „semji“ um sína inngöngu. Staðreyndin er hins vegar sú að inngönguferlið snýst ekki um að semja um grundvallarreglur heldur um hraða aðlögunar. Einungis tvær þjóðir í Evrópusambandinu hafa fengið varanlegar undanþágur: Danmörk og Írland. Danir sluppu m.a. undan upptöku evrunnar og halda dönsku krónunni í gegnum fastgengistengingu en Írar fengu undanþágu frá Schengen-landamærakerfinu til að viðhalda nánum tengslum við Bretland. Enginn hefur fengið varanlegar undanþágur frá auðlindarákvæðum þrátt fyrir að Bretar og Írar hafi ítrekað reynt, Spánverjar og Portúgalir fengu tímabundnar undanþágur í aðlögunarferlinu en þurftu að lokum að fylgja sameiginlegri fiskveiðistefnu ESB líkt og allir aðrir. Stór ástæða þess að margir studdu Brexit var einmitt vegna þess að Bretar vildu fá sjálfstjórn aftur á sjávarútveginum. Margir trúa því kannski ekki sem ég er að skrifa hér en ég beini þeim að lesa t.d. þessa Wikipedia-síðu um undanþágurnar. Við heyrum mikið hvernig það þurfi „treysta þjóðinni“ í þessu máli en traustið virðist ekki ná lengra en svo en að það megi alls ekki ræða innihald umsóknarinnar fyrr en EFTIR að kosið væri um að sækja um. Ef marka má heimasíðu ESB og skort á varanlegum undanþágum aðildaríkja þá er ekkert um að semja nema hvernig aðlögunarferlið á sér stað, líkt og Štefan Füle, fyrrum stækkunarstjóri ESB, lagði mikla áherslu á þegar Ísland sótti síðast um. Ég vil því senda út ákall til Evrópusinna: Sýnið okkur undanþágurnar. Ef það er svona auðvelt að semja sig frá auðlindarákvæðum ESB, þá hlýtur að vera hægt að benda á hvernig aðrar þjóðir hafa gert það? Og nei, því miður telst Danmörk ekki með, Grænland og Færeyjar eru ekki í Evrópusambandinu og því augljóst að þau stýri eigin fiskimiðum. Grænlendingar ákváðu að segja sig úr ESB m.a. vegna fiskimiðana sinna. Vinsamlegast sýnið okkur svart á hvítu varanlegar undanþágur ríkja að auðlindarákvæðum ESB. Því ef engar slíkar undanþágur finnast, þá er tími til kominn að hætta að blekkja þjóðina með falskri von. Hlakka til að heyra frá ykkur. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun