Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar 25. ágúst 2025 10:00 Ég tók nýverið nokkra áfanga í Háskólanum á Bifröst. Áður en ég sótti um fór ég á heimasíðu skólans, las um inntökuskilyrði, áfangalýsingar og tók svo upplýsta ákvörðun hvort fjarnámið hentaði mér. Mönnum þykir þetta kannski ekkert sérlega merkilegt, virkar þetta ekki alltaf svona? Ég hefði haldið það en af einhverri ástæðu á umsókn í Evrópusambandið að virka allt öðruvísi, eða svo er sagt. Nú eru 27 lönd í ESB og því ekkert leyndarmál hvers sé ætlast af þeim ríkjum sem ganga í sambandið, það er meira að segja listað upp á heimasíðunni þeirra. Þrátt fyrir þetta vilja Viðreisn og Samfylkingin alls ekki ræða hver inngönguskilyrðin séu. Þau vilja telja okkur trú um að við þurfum fyrst að sækja um og svo sé hægt að skoða skilyrðin. Af hverju ætli það sé? Ástæðan sem við heyrum er sú að allar þjóðir „semji“ um sína inngöngu. Staðreyndin er hins vegar sú að inngönguferlið snýst ekki um að semja um grundvallarreglur heldur um hraða aðlögunar. Einungis tvær þjóðir í Evrópusambandinu hafa fengið varanlegar undanþágur: Danmörk og Írland. Danir sluppu m.a. undan upptöku evrunnar og halda dönsku krónunni í gegnum fastgengistengingu en Írar fengu undanþágu frá Schengen-landamærakerfinu til að viðhalda nánum tengslum við Bretland. Enginn hefur fengið varanlegar undanþágur frá auðlindarákvæðum þrátt fyrir að Bretar og Írar hafi ítrekað reynt, Spánverjar og Portúgalir fengu tímabundnar undanþágur í aðlögunarferlinu en þurftu að lokum að fylgja sameiginlegri fiskveiðistefnu ESB líkt og allir aðrir. Stór ástæða þess að margir studdu Brexit var einmitt vegna þess að Bretar vildu fá sjálfstjórn aftur á sjávarútveginum. Margir trúa því kannski ekki sem ég er að skrifa hér en ég beini þeim að lesa t.d. þessa Wikipedia-síðu um undanþágurnar. Við heyrum mikið hvernig það þurfi „treysta þjóðinni“ í þessu máli en traustið virðist ekki ná lengra en svo en að það megi alls ekki ræða innihald umsóknarinnar fyrr en EFTIR að kosið væri um að sækja um. Ef marka má heimasíðu ESB og skort á varanlegum undanþágum aðildaríkja þá er ekkert um að semja nema hvernig aðlögunarferlið á sér stað, líkt og Štefan Füle, fyrrum stækkunarstjóri ESB, lagði mikla áherslu á þegar Ísland sótti síðast um. Ég vil því senda út ákall til Evrópusinna: Sýnið okkur undanþágurnar. Ef það er svona auðvelt að semja sig frá auðlindarákvæðum ESB, þá hlýtur að vera hægt að benda á hvernig aðrar þjóðir hafa gert það? Og nei, því miður telst Danmörk ekki með, Grænland og Færeyjar eru ekki í Evrópusambandinu og því augljóst að þau stýri eigin fiskimiðum. Grænlendingar ákváðu að segja sig úr ESB m.a. vegna fiskimiðana sinna. Vinsamlegast sýnið okkur svart á hvítu varanlegar undanþágur ríkja að auðlindarákvæðum ESB. Því ef engar slíkar undanþágur finnast, þá er tími til kominn að hætta að blekkja þjóðina með falskri von. Hlakka til að heyra frá ykkur. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Einar Jóhannes Guðnason Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Ég tók nýverið nokkra áfanga í Háskólanum á Bifröst. Áður en ég sótti um fór ég á heimasíðu skólans, las um inntökuskilyrði, áfangalýsingar og tók svo upplýsta ákvörðun hvort fjarnámið hentaði mér. Mönnum þykir þetta kannski ekkert sérlega merkilegt, virkar þetta ekki alltaf svona? Ég hefði haldið það en af einhverri ástæðu á umsókn í Evrópusambandið að virka allt öðruvísi, eða svo er sagt. Nú eru 27 lönd í ESB og því ekkert leyndarmál hvers sé ætlast af þeim ríkjum sem ganga í sambandið, það er meira að segja listað upp á heimasíðunni þeirra. Þrátt fyrir þetta vilja Viðreisn og Samfylkingin alls ekki ræða hver inngönguskilyrðin séu. Þau vilja telja okkur trú um að við þurfum fyrst að sækja um og svo sé hægt að skoða skilyrðin. Af hverju ætli það sé? Ástæðan sem við heyrum er sú að allar þjóðir „semji“ um sína inngöngu. Staðreyndin er hins vegar sú að inngönguferlið snýst ekki um að semja um grundvallarreglur heldur um hraða aðlögunar. Einungis tvær þjóðir í Evrópusambandinu hafa fengið varanlegar undanþágur: Danmörk og Írland. Danir sluppu m.a. undan upptöku evrunnar og halda dönsku krónunni í gegnum fastgengistengingu en Írar fengu undanþágu frá Schengen-landamærakerfinu til að viðhalda nánum tengslum við Bretland. Enginn hefur fengið varanlegar undanþágur frá auðlindarákvæðum þrátt fyrir að Bretar og Írar hafi ítrekað reynt, Spánverjar og Portúgalir fengu tímabundnar undanþágur í aðlögunarferlinu en þurftu að lokum að fylgja sameiginlegri fiskveiðistefnu ESB líkt og allir aðrir. Stór ástæða þess að margir studdu Brexit var einmitt vegna þess að Bretar vildu fá sjálfstjórn aftur á sjávarútveginum. Margir trúa því kannski ekki sem ég er að skrifa hér en ég beini þeim að lesa t.d. þessa Wikipedia-síðu um undanþágurnar. Við heyrum mikið hvernig það þurfi „treysta þjóðinni“ í þessu máli en traustið virðist ekki ná lengra en svo en að það megi alls ekki ræða innihald umsóknarinnar fyrr en EFTIR að kosið væri um að sækja um. Ef marka má heimasíðu ESB og skort á varanlegum undanþágum aðildaríkja þá er ekkert um að semja nema hvernig aðlögunarferlið á sér stað, líkt og Štefan Füle, fyrrum stækkunarstjóri ESB, lagði mikla áherslu á þegar Ísland sótti síðast um. Ég vil því senda út ákall til Evrópusinna: Sýnið okkur undanþágurnar. Ef það er svona auðvelt að semja sig frá auðlindarákvæðum ESB, þá hlýtur að vera hægt að benda á hvernig aðrar þjóðir hafa gert það? Og nei, því miður telst Danmörk ekki með, Grænland og Færeyjar eru ekki í Evrópusambandinu og því augljóst að þau stýri eigin fiskimiðum. Grænlendingar ákváðu að segja sig úr ESB m.a. vegna fiskimiðana sinna. Vinsamlegast sýnið okkur svart á hvítu varanlegar undanþágur ríkja að auðlindarákvæðum ESB. Því ef engar slíkar undanþágur finnast, þá er tími til kominn að hætta að blekkja þjóðina með falskri von. Hlakka til að heyra frá ykkur. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun