Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar 25. ágúst 2025 13:32 Undanfarin ár hafa áhyggjur beinst að hegðun ungmenna í íslensku samfélagi. Umræðan hefur snúist um agaleysi í skólum, ógnandi og ofbeldisfulla hegðun, virðingarleysi og auknum samskiptavanda. Hvað ef við horfum á þessa hegðun út frá þeim forsendum að hegðunarvandi barna er birtingarmynd af stærri vanda í samfélaginu? Er skortur á samfélagslegri ábyrgð? Hraðar breytingar í síbreytilegu samfélagi eru einkennandi fyrir það samfélag sem við búum í, ég velti fyrir mér mikilvægi sameiginlegra gilda og viðmiða í samfélaginu og hvað gerist þegar þau eru ekki lengur skýr. Félagsfræðingurinn Émile Durkheim lýsir þessu á þann veg að þegar viðmið í samfélaginu rofna og einstaklingur stendur eftir án leiðsagnar skapast ójafnvægi og notaði hann hugtakið anómíu eða normleysu yfir þetta ástand. Nútímafræðingar tóku hugmyndir Durkheim lengra og tala Meshcheryakova og Vasilenko (2023) um ígrundaða anómíu, en með því eiga þeir við þegar samfélagið er síendurtekið að endurskilgreina sín gildi án þess að þau séu öllum skýr eða einstaklingur finnur fyrir samkennd í þessari ringulreið. Ef við veltum þessu sjónarhorni fyrir okkur er auðveldara að velta upp spurningunni hvort hegðunarvandi barna sé viðbragð við óstöðugleika í samfélaginu sjálfu. Hvað gerist ef við leggjum áherslu á að hlúa að fjölskyldum í samfélaginu? Þegar við skoðum þarfapíramída Maslow þá horfum við í mikilvægi fyrstu þátta í píramídanum þar sem grunnþarfir eins og líkamlegar þarfir og öryggi er grunnur sem byggt er ofan á. Ef þessi grunnur er ekki fyrir hendi þá eru undirstöður okkar óstöðugar. Ungmenni sem upplifa sig óörugg í skólanum eru ólíklegri til að læra því streitukerfið þeirra er stöðugt að virkjast. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem alast upp í jákvæðu og öruggu umhverfi eru ólíklegri til að þróa með sér lyndisraskanir á fullorðinsárum. Börn sem alast upp í óstöðugu og mögulega ógnandi umhverfi, þá sérlega hjá fjölskyldum í lægri efnahagsstöðu eru líklegri til að hafa viðkvæmara taugakerfi og vera næmari fyrir streitu. Aukin viðbragðsnæmni getur svo haft forspárgildi um auknar líkur á þróun lyndisraskana seinna á lífsleiðinni (McLaughlin o.fl., 2010). Er hegðun barna samfélagsleg viðvörun? Ungmenni eru ekki eingöngu fórnarlömb samfélagsins, heldur einnig spegilmynd þess. Þegar þau sýna einkenni vanlíðunar eða frávikshegðunar, er mikilvægt að horfa á það í samhengi og velta upp spurningunni hvort það sé samfélagslega viðvörun? Eins og Durkheim talaði um að þegar hefðbundin gildi og viðmið veikjast, leiðir það til óöryggis og ruglings. Slíkt ástand getur leitt til aukinnar vanlíðunar meðal einstaklinga, sérstaklega barna og ungmenna sem eru að reyna að skilja reglur samfélagsins á meðan þær eru stöðugt að breytast. Ef við lítum á hegðun unglinga sem vísbendingu um brotalamir í samfélaginu, verðum við ekki aðeins að styðja börnin og fjölskylduna heldur einnig að horfast í augu við þörfina fyrir samfélagslegar breytingar. Börnin okkar endurspegla samfélagið okkar og þegar þau lenda í erfiðleikum getur það stafað af því að það sé eitthvað að í samfélaginu sem við verðum að laga. Við þurfum því ekki eingöngu að skoða hegðun barna, heldur einnig samhengi hennar og leita leiða til að bæta það samfélag sem þau alast upp í. Ef börn glíma við skort á festu, ramma og tilgangi, spyr ég: Hvaða samfélag höfum við skapað fyrir þau? Hvernig er umhverfið sem þau alast upp í? Skólakerfi sem glímir við manneklu og verkföll í hraða nútímans þar sem kröfur um árangur og frammistöðu byrja snemma. Samskiptamiðlar sem bjóða upp á stöðugan samanburð og takmarkað öryggi? Foreldrar sem keppast við að ná endum saman og eru mögulega sjálf óörugg um leikreglurnar í samfélaginu. Við foreldrar, kennarar, leiðtogar og stefnumótendur erum ekki aðeins áhorfendur, heldur virkir þátttakendur í mótun þess samfélags sem börn lifa í. Áherslubreyting í umræðunni um vanda ungmenna Ég legg til að við breytum um áherslu í umræðunni um vanda ungmenna og í stað þess að horfa á að hegðun þeirra sem „vandamálið“ að horfa í það umhverfi sem við höfum skapað fyrir ungmennin okkar. Líta á hegðun ungmenna sem afleiðing af þeirri samfélagsgerð sem við öll höfum tekið þátt í að skapa. Í lokin velti ég upp þeirri spurningu ef við, fullorðna fólkið setjum áherslu á að byggja upp það samfélag sem við getum verið sátt við að búa í, tökum ábyrgð á eigin hegðun og lítum á okkur sem fyrirmynd ungmenna, verður breyting á hegðun ungmenna náttúruleg afleiðing af þeirri áherslubreytingu? Höfundur er foreldra- og uppeldisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hafa áhyggjur beinst að hegðun ungmenna í íslensku samfélagi. Umræðan hefur snúist um agaleysi í skólum, ógnandi og ofbeldisfulla hegðun, virðingarleysi og auknum samskiptavanda. Hvað ef við horfum á þessa hegðun út frá þeim forsendum að hegðunarvandi barna er birtingarmynd af stærri vanda í samfélaginu? Er skortur á samfélagslegri ábyrgð? Hraðar breytingar í síbreytilegu samfélagi eru einkennandi fyrir það samfélag sem við búum í, ég velti fyrir mér mikilvægi sameiginlegra gilda og viðmiða í samfélaginu og hvað gerist þegar þau eru ekki lengur skýr. Félagsfræðingurinn Émile Durkheim lýsir þessu á þann veg að þegar viðmið í samfélaginu rofna og einstaklingur stendur eftir án leiðsagnar skapast ójafnvægi og notaði hann hugtakið anómíu eða normleysu yfir þetta ástand. Nútímafræðingar tóku hugmyndir Durkheim lengra og tala Meshcheryakova og Vasilenko (2023) um ígrundaða anómíu, en með því eiga þeir við þegar samfélagið er síendurtekið að endurskilgreina sín gildi án þess að þau séu öllum skýr eða einstaklingur finnur fyrir samkennd í þessari ringulreið. Ef við veltum þessu sjónarhorni fyrir okkur er auðveldara að velta upp spurningunni hvort hegðunarvandi barna sé viðbragð við óstöðugleika í samfélaginu sjálfu. Hvað gerist ef við leggjum áherslu á að hlúa að fjölskyldum í samfélaginu? Þegar við skoðum þarfapíramída Maslow þá horfum við í mikilvægi fyrstu þátta í píramídanum þar sem grunnþarfir eins og líkamlegar þarfir og öryggi er grunnur sem byggt er ofan á. Ef þessi grunnur er ekki fyrir hendi þá eru undirstöður okkar óstöðugar. Ungmenni sem upplifa sig óörugg í skólanum eru ólíklegri til að læra því streitukerfið þeirra er stöðugt að virkjast. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem alast upp í jákvæðu og öruggu umhverfi eru ólíklegri til að þróa með sér lyndisraskanir á fullorðinsárum. Börn sem alast upp í óstöðugu og mögulega ógnandi umhverfi, þá sérlega hjá fjölskyldum í lægri efnahagsstöðu eru líklegri til að hafa viðkvæmara taugakerfi og vera næmari fyrir streitu. Aukin viðbragðsnæmni getur svo haft forspárgildi um auknar líkur á þróun lyndisraskana seinna á lífsleiðinni (McLaughlin o.fl., 2010). Er hegðun barna samfélagsleg viðvörun? Ungmenni eru ekki eingöngu fórnarlömb samfélagsins, heldur einnig spegilmynd þess. Þegar þau sýna einkenni vanlíðunar eða frávikshegðunar, er mikilvægt að horfa á það í samhengi og velta upp spurningunni hvort það sé samfélagslega viðvörun? Eins og Durkheim talaði um að þegar hefðbundin gildi og viðmið veikjast, leiðir það til óöryggis og ruglings. Slíkt ástand getur leitt til aukinnar vanlíðunar meðal einstaklinga, sérstaklega barna og ungmenna sem eru að reyna að skilja reglur samfélagsins á meðan þær eru stöðugt að breytast. Ef við lítum á hegðun unglinga sem vísbendingu um brotalamir í samfélaginu, verðum við ekki aðeins að styðja börnin og fjölskylduna heldur einnig að horfast í augu við þörfina fyrir samfélagslegar breytingar. Börnin okkar endurspegla samfélagið okkar og þegar þau lenda í erfiðleikum getur það stafað af því að það sé eitthvað að í samfélaginu sem við verðum að laga. Við þurfum því ekki eingöngu að skoða hegðun barna, heldur einnig samhengi hennar og leita leiða til að bæta það samfélag sem þau alast upp í. Ef börn glíma við skort á festu, ramma og tilgangi, spyr ég: Hvaða samfélag höfum við skapað fyrir þau? Hvernig er umhverfið sem þau alast upp í? Skólakerfi sem glímir við manneklu og verkföll í hraða nútímans þar sem kröfur um árangur og frammistöðu byrja snemma. Samskiptamiðlar sem bjóða upp á stöðugan samanburð og takmarkað öryggi? Foreldrar sem keppast við að ná endum saman og eru mögulega sjálf óörugg um leikreglurnar í samfélaginu. Við foreldrar, kennarar, leiðtogar og stefnumótendur erum ekki aðeins áhorfendur, heldur virkir þátttakendur í mótun þess samfélags sem börn lifa í. Áherslubreyting í umræðunni um vanda ungmenna Ég legg til að við breytum um áherslu í umræðunni um vanda ungmenna og í stað þess að horfa á að hegðun þeirra sem „vandamálið“ að horfa í það umhverfi sem við höfum skapað fyrir ungmennin okkar. Líta á hegðun ungmenna sem afleiðing af þeirri samfélagsgerð sem við öll höfum tekið þátt í að skapa. Í lokin velti ég upp þeirri spurningu ef við, fullorðna fólkið setjum áherslu á að byggja upp það samfélag sem við getum verið sátt við að búa í, tökum ábyrgð á eigin hegðun og lítum á okkur sem fyrirmynd ungmenna, verður breyting á hegðun ungmenna náttúruleg afleiðing af þeirri áherslubreytingu? Höfundur er foreldra- og uppeldisfræðingur.
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun