Einkavæðing hrognkelsa/grásleppu Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 24. mars 2023 07:30 Ekkert í stjórnarsáttmálanum kveður á um kvótasetningu í fiskveiðistjórnarkerfinu og skýtur því skökku við að búið sé að kvótasetja sandkola og hryggleysingja nú þegar með framsali og nú stendur til að kvótasetja grásleppu með framsali. Þingflokkur VG á síðasta kjörtímabili lagðist alfarið á móti samskonar áformum með rökstuðningi um að ekki væri hægt að byggja á neinum rannsóknum sem styddu kvótasetningu og sýndi fram á að ekki væri hægt að byggja á annarskonar veiðistjórnun sem fæli ekki í sér samþjöppun og framsal. Ekki ofveiði á Hrognkelsum/Grásleppu Á undanförnum árum, utan eins, hafa veiðar í grásleppu ekki náð ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um heildarafla. Úr þessu má einmitt lesa að ekki er þörf á að kvótasetja grásleppuna þar sem ekki er um ofveiði að ræða og því engin fiskifræðileg rök sem liggja fyrir ! Heldur þarf að vera vakandi yfir núverandi kerfi sem hefur virkað, en mætti laga eins og smábátasjómenn og LS hafa bent á og barist fyrir nema kannski þeir sem vilja selja heimildir sínar og hætta og hafa haldið að sér höndum og er það líka skýringin á lítilli nýliðun í greininni. Réttur til grásleppuveiða í erfðaskrá Ef kvótasetning verður að lögum þá mun þessi kvóti ganga í erfðir, verða góð söluvara fyrir einhverja útvalda og valda mikilli samþjöppun heimilda eins og reynslan er af allri kvótasetningu til þessa. Fjöldi aðila sem hafa verið að fjárfesta í bátum og búnaði til Hrognkelsaveiða fengju lítinn kvóta sem ekki stæði undir veiðum og yrðu að hætta . Margir bíða þó spenntir eftir að koma heimildum í verð og selja sig út úr greininni með tilheyrandi samþjöppun til hendur fárra ríkra eins og við þekkjum úr Kvótakerfinu og Verbúðin sýndi okkur þá vegferð svart á hvítu. Kvótaþök halda ekki Það 2 % þak sem boðað er í frumvarpinu og svæðaskipting mun ekki halda vatni því stóru útgerðirnar leika sér að því að fara fram hjá því sbr. kvótaþakið í stóra kerfinu sem hefur ekki haldið og auðvelt að stofna bara fleiri félög þar sem hentar. Menn ættu að vera orðnir reynslunni ríkari af kvótasetningu og neikvæðum áhrifum á byggðirnar. Núverandi Strandveiðikerfi var sett á fót af Vinstri grænum í kjölfar álits Mannréttindanefndar SÞ um atvinnufrelsi og náði það einnig til atvinnufrelsis þeirra sem stunda Hrognkelsaveiða ! Styðjum sjávarbyggðirnar Hrognkelsaveiðar eru hluti af félagslegakerfinu í fiskveiðistjórnun og þegar samþjöppun og kvótabrask byrjar þar þá fara þeir sem selja kvóta í grásleppu á fullu inn í strandveiðarnar og þar verður þá enn minna til skiptana . Hver er þá munurinn á því að krefjast næst kvótasetningar í því kerfi til hagræðingar með næstu ríkisstjórn ? Kvótaútvegsspilið hefur ekki sungið sitt síðasta. Ekki meiri kvótasetninga og einkavæðingu á sameiginlegri fiskveiði auðlind á vakt VG! Höfundur er varaþingmaður VG NV kördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Sjávarútvegur Vinstri græn Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Ekkert í stjórnarsáttmálanum kveður á um kvótasetningu í fiskveiðistjórnarkerfinu og skýtur því skökku við að búið sé að kvótasetja sandkola og hryggleysingja nú þegar með framsali og nú stendur til að kvótasetja grásleppu með framsali. Þingflokkur VG á síðasta kjörtímabili lagðist alfarið á móti samskonar áformum með rökstuðningi um að ekki væri hægt að byggja á neinum rannsóknum sem styddu kvótasetningu og sýndi fram á að ekki væri hægt að byggja á annarskonar veiðistjórnun sem fæli ekki í sér samþjöppun og framsal. Ekki ofveiði á Hrognkelsum/Grásleppu Á undanförnum árum, utan eins, hafa veiðar í grásleppu ekki náð ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um heildarafla. Úr þessu má einmitt lesa að ekki er þörf á að kvótasetja grásleppuna þar sem ekki er um ofveiði að ræða og því engin fiskifræðileg rök sem liggja fyrir ! Heldur þarf að vera vakandi yfir núverandi kerfi sem hefur virkað, en mætti laga eins og smábátasjómenn og LS hafa bent á og barist fyrir nema kannski þeir sem vilja selja heimildir sínar og hætta og hafa haldið að sér höndum og er það líka skýringin á lítilli nýliðun í greininni. Réttur til grásleppuveiða í erfðaskrá Ef kvótasetning verður að lögum þá mun þessi kvóti ganga í erfðir, verða góð söluvara fyrir einhverja útvalda og valda mikilli samþjöppun heimilda eins og reynslan er af allri kvótasetningu til þessa. Fjöldi aðila sem hafa verið að fjárfesta í bátum og búnaði til Hrognkelsaveiða fengju lítinn kvóta sem ekki stæði undir veiðum og yrðu að hætta . Margir bíða þó spenntir eftir að koma heimildum í verð og selja sig út úr greininni með tilheyrandi samþjöppun til hendur fárra ríkra eins og við þekkjum úr Kvótakerfinu og Verbúðin sýndi okkur þá vegferð svart á hvítu. Kvótaþök halda ekki Það 2 % þak sem boðað er í frumvarpinu og svæðaskipting mun ekki halda vatni því stóru útgerðirnar leika sér að því að fara fram hjá því sbr. kvótaþakið í stóra kerfinu sem hefur ekki haldið og auðvelt að stofna bara fleiri félög þar sem hentar. Menn ættu að vera orðnir reynslunni ríkari af kvótasetningu og neikvæðum áhrifum á byggðirnar. Núverandi Strandveiðikerfi var sett á fót af Vinstri grænum í kjölfar álits Mannréttindanefndar SÞ um atvinnufrelsi og náði það einnig til atvinnufrelsis þeirra sem stunda Hrognkelsaveiða ! Styðjum sjávarbyggðirnar Hrognkelsaveiðar eru hluti af félagslegakerfinu í fiskveiðistjórnun og þegar samþjöppun og kvótabrask byrjar þar þá fara þeir sem selja kvóta í grásleppu á fullu inn í strandveiðarnar og þar verður þá enn minna til skiptana . Hver er þá munurinn á því að krefjast næst kvótasetningar í því kerfi til hagræðingar með næstu ríkisstjórn ? Kvótaútvegsspilið hefur ekki sungið sitt síðasta. Ekki meiri kvótasetninga og einkavæðingu á sameiginlegri fiskveiði auðlind á vakt VG! Höfundur er varaþingmaður VG NV kördæmi.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar