Ólýðræðisleg og huglaus Sæþór Randalsson skrifar 16. mars 2023 08:30 Borgarstjórn Reykjavíkur, að undanskildum fulltrúum sósíalistaflokksins, ákvað að setja myndavélar um allan miðbæinn. Ekki vegna vaxandi glæpa, umferðarbrota eða sem dýralífsmyndavélar, heldur til að njósna um mótmælendur og skerða réttinn til að mótmæla. Nú þegar ákvörðun þeirra, byggð á djúpum skilningi þeirra á því að þau eru óvinsæl og ákvarðanir þeirra ólýðræðislegar, er orðin opinber, láta þau sem úrræðið snúist í raun um að koma í veg fyrir glæpi eins og morðið á ungri konu fyrir nokkrum árum. Þessi tortryggilega vísun í mögulega glæpi er ógeðsleg og augljósleg eftirhagræðing vegna hugleysis þeirra. Þegar kosið er opinberlega innan stofnunar krefst það umræðu í ákveðinn tíma. Þetta er oft skráð í fundargerðum eða jafnvel útvarpað í rauntíma. Seinna þegar dómstólar eða einstaklingar óska eftir að fá innsýn í hug og hjörtu löggjafans, horfa þeir til þessarar umræðu. Hvergi var minnst á glæpi gegn einstaklingum í þessum umræðum um öryggismyndavélarnar heldur snerist hún um mótmælendur. Ekki bara almenna mótmælendur heldur ímyndaða hugaróra um mótmælendur sem eru ofbeldisfullir. Engin mótmæli á Íslandi hafa verið ofbeldisfull og þess vegna verða þau að finna upp skáldskap, eins og skrifstofa Fox News, til að hræða ofsóknarsjúka um ímyndaða verstu atburðarás sem aldrei hefur gerst í raunveruleikanum. Ég veit að þetta er byggt á ótta vegna nýlegrar reynslu minnar. Ég sit í stjórn Eflingar sem og í samninganefnd. Ég tók þátt í báðum mótmælagöngunum sem Efling stóð fyrir á dögunum. Við brutum engin lög, skildum ekki eftir rusl, enginn var sektaður eða handtekinn. En við í hópnum gátum séð að stjórnmálamennirnir sem við vorum að mótmæla væru hræddir. Þeir vita að stefna þeirra er ólýðræðisleg. Þeir vita að þeir eru að semja spillingarlöggjöf í þágu sjálfra sín og bandamanna sinna, ekki í þágu þjóðarinnar eins og þeir eiga að gera. Þetta er ástæðan fyrir því að þeir grenja og heimta lögreglu með byssur, eftir fleiri öryggismyndavélum tengdum andlitsrakningarhugbúnaði á meðan sömu stjórnmálaflokkarnir og einstaklingar munu reyna að skapa vænisýki með vísan í öryggisríki Kína. Þessar væningar enda oftast í sakarjátningu. Það eru þau sem eru glæpamennirnir. Það eru þau sem vilja aukið eftirlit með borgurum og á sama tíma vanfjármagna þá þjónustu sem hefur sýnt að dregur úr glæpum og ólgu. Börn þeirra og fyrrverandi bekkjarfélagar fá vinnu í stjórnum eða á skrifstofum fyrirtækja sem þau kjósa að útvista. Þetta er ástæðan fyrir því að þau þrá aukna vernd og kjósa hana jafnvel gegn eigin yfirlýsingum um óljósar skuldbindingar gagnvart frelsi og gagnavernd. Þau vita að fólk er reitt út í sig. Þau sögðu það skýrum orðum í fundargerðum áður en þau greiddu atkvæði um öryggismyndavélarnar. Höfundur er í stjórn Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur, að undanskildum fulltrúum sósíalistaflokksins, ákvað að setja myndavélar um allan miðbæinn. Ekki vegna vaxandi glæpa, umferðarbrota eða sem dýralífsmyndavélar, heldur til að njósna um mótmælendur og skerða réttinn til að mótmæla. Nú þegar ákvörðun þeirra, byggð á djúpum skilningi þeirra á því að þau eru óvinsæl og ákvarðanir þeirra ólýðræðislegar, er orðin opinber, láta þau sem úrræðið snúist í raun um að koma í veg fyrir glæpi eins og morðið á ungri konu fyrir nokkrum árum. Þessi tortryggilega vísun í mögulega glæpi er ógeðsleg og augljósleg eftirhagræðing vegna hugleysis þeirra. Þegar kosið er opinberlega innan stofnunar krefst það umræðu í ákveðinn tíma. Þetta er oft skráð í fundargerðum eða jafnvel útvarpað í rauntíma. Seinna þegar dómstólar eða einstaklingar óska eftir að fá innsýn í hug og hjörtu löggjafans, horfa þeir til þessarar umræðu. Hvergi var minnst á glæpi gegn einstaklingum í þessum umræðum um öryggismyndavélarnar heldur snerist hún um mótmælendur. Ekki bara almenna mótmælendur heldur ímyndaða hugaróra um mótmælendur sem eru ofbeldisfullir. Engin mótmæli á Íslandi hafa verið ofbeldisfull og þess vegna verða þau að finna upp skáldskap, eins og skrifstofa Fox News, til að hræða ofsóknarsjúka um ímyndaða verstu atburðarás sem aldrei hefur gerst í raunveruleikanum. Ég veit að þetta er byggt á ótta vegna nýlegrar reynslu minnar. Ég sit í stjórn Eflingar sem og í samninganefnd. Ég tók þátt í báðum mótmælagöngunum sem Efling stóð fyrir á dögunum. Við brutum engin lög, skildum ekki eftir rusl, enginn var sektaður eða handtekinn. En við í hópnum gátum séð að stjórnmálamennirnir sem við vorum að mótmæla væru hræddir. Þeir vita að stefna þeirra er ólýðræðisleg. Þeir vita að þeir eru að semja spillingarlöggjöf í þágu sjálfra sín og bandamanna sinna, ekki í þágu þjóðarinnar eins og þeir eiga að gera. Þetta er ástæðan fyrir því að þeir grenja og heimta lögreglu með byssur, eftir fleiri öryggismyndavélum tengdum andlitsrakningarhugbúnaði á meðan sömu stjórnmálaflokkarnir og einstaklingar munu reyna að skapa vænisýki með vísan í öryggisríki Kína. Þessar væningar enda oftast í sakarjátningu. Það eru þau sem eru glæpamennirnir. Það eru þau sem vilja aukið eftirlit með borgurum og á sama tíma vanfjármagna þá þjónustu sem hefur sýnt að dregur úr glæpum og ólgu. Börn þeirra og fyrrverandi bekkjarfélagar fá vinnu í stjórnum eða á skrifstofum fyrirtækja sem þau kjósa að útvista. Þetta er ástæðan fyrir því að þau þrá aukna vernd og kjósa hana jafnvel gegn eigin yfirlýsingum um óljósar skuldbindingar gagnvart frelsi og gagnavernd. Þau vita að fólk er reitt út í sig. Þau sögðu það skýrum orðum í fundargerðum áður en þau greiddu atkvæði um öryggismyndavélarnar. Höfundur er í stjórn Eflingar.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar