Skiptar skoðanir um að loka grunnskólanum Máni Snær Þorláksson skrifar 17. mars 2023 07:01 Einungis níu börn eru nú nemendur í Grunnskólanum austan Vatna á Hólum. Vísir/Vilhelm Fundur var haldinn í vikunni með foreldrum barna sem stunda nám í Grunnskólanum austan Vatna á Hólum. Á fundinum var ræddur sá möguleiki að leggja niður starfsemi í skólanum þar sem einungis níu börn stunda þar nám núna. Jóhann Bjarnason, skólastjóri Grunnskólans austan Vatna, segir í samtali við fréttastofu að skiptar skoðanir hafi verið á meðal þeirra foreldra sem mættu á fundinn. „Fundurinn var haldinn til þess að heyra álit foreldra þar sem það hefur töluvert fækkað í þessu útibúi skólans. Þau komu ekki inn á fundinn með einhverri tillögu um það en foreldrar voru sannarlega spurðir um það hvað þeim fyndist að ætti að gera í þessari stöðu.“ Jóhann segir að í raun og veru hafi fundurinn ekki skilað neinni niðurstöðu. Hann hafi frekar verið haldinn til að hlusta á raddir foreldra barnanna. Af og til séu haldnir svona fundir til að taka stöðuna. „Það var í sjálfu sér engin niðurstaða á fundinum önnur en sú að það var hlustað á raddir foreldra og hvað þeim fannst.“ Nemendurnir aldrei færri Níu börn stunda nám við skólann núna en nemendur hans hafa aldrei verið færri í starfstíð Jóhanns. Síðan hann hóf störf hafa nemendur mest verið 36 en hann segir að undanfarin ár hafi þeir yfirleitt verið í kringum 15-20. „Þau eru níu hérna núna í þessari einingu. Það er minna en hefur verið og minna en reiknað var með þegar skipulagið var sett svona.“ Jóhann segir að þó svo að staðan sé öðruvísi en reiknað var með þá sé ekki vitað hvort hún sé varanleg. Ástæðan fyrir því er að fjöldi nemanda er síbreytilegur eftir fjölda þeirra sem búa á svæðinu. „Þetta er svo skemmtilega lifandi samfélag í tengslum við háskólann. Það er mjög erfitt að spá fyrir um þetta. Kemur starfsmaður í háskólann sem er með börn á þessum aldri sem bætast í hópinn? Það er hlýhugur mikill til skólans og þessarar einingar hérna.“ Jóhann nefnir sem dæmi að það þurfi ekki mikið að gerast til að fjöldi barna breytist umtalsvert milli ára. Í grunnskólanum á Hofsósi fækkaði nemendum úr 70 í 55 í fyrra. „Þá voru bara tvær fjölskyldur sem fluttu í burtu, stór árgangur að hætta og lítill að koma inn,“ segir hann en bendir á að svona lagað gangi í báðar áttir. Aukin netvæðing gæti snúið fólksfækkun við Jóhann segir að fækkun í sveitum eigi við um þeirra svæði eins og víða um land. Nokkuð lengi hafi fólki fækkað smátt og smátt. „Einhvers staðar er að endurnýjast en þetta kemur aldrei til baka eða maður sér það ekki,“ segir hann. Sem dæmi um ástæðuna fyrir þessari fækkun bendir Jóhann á að landbúnaður hefur breyst mikið með tímanum. „Það eru ekki allir að taka þátt í búinu, þetta er orðin svona stærri bú og færri, meiri vélarmenning og verktakar að vinna.“ Það sé þó aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Jóhann bendir á að fólk geti flutt á ný í sveitir vegna aukinnar netvæðingar á landsbyggðinni. „Það getur kveikt á möguleikum um fjarvinnu og þess háttar. Þannig fólk getur búið í sveitum án þess að það sé að vera í rauninni að nýta jörðina til búskapar. Það getur verið skógarbændur svona í aðra röndina og tæknifræðingar, tölvufræðingar eða hvað eina.“ Skóla - og menntamál Skagafjörður Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira
Jóhann Bjarnason, skólastjóri Grunnskólans austan Vatna, segir í samtali við fréttastofu að skiptar skoðanir hafi verið á meðal þeirra foreldra sem mættu á fundinn. „Fundurinn var haldinn til þess að heyra álit foreldra þar sem það hefur töluvert fækkað í þessu útibúi skólans. Þau komu ekki inn á fundinn með einhverri tillögu um það en foreldrar voru sannarlega spurðir um það hvað þeim fyndist að ætti að gera í þessari stöðu.“ Jóhann segir að í raun og veru hafi fundurinn ekki skilað neinni niðurstöðu. Hann hafi frekar verið haldinn til að hlusta á raddir foreldra barnanna. Af og til séu haldnir svona fundir til að taka stöðuna. „Það var í sjálfu sér engin niðurstaða á fundinum önnur en sú að það var hlustað á raddir foreldra og hvað þeim fannst.“ Nemendurnir aldrei færri Níu börn stunda nám við skólann núna en nemendur hans hafa aldrei verið færri í starfstíð Jóhanns. Síðan hann hóf störf hafa nemendur mest verið 36 en hann segir að undanfarin ár hafi þeir yfirleitt verið í kringum 15-20. „Þau eru níu hérna núna í þessari einingu. Það er minna en hefur verið og minna en reiknað var með þegar skipulagið var sett svona.“ Jóhann segir að þó svo að staðan sé öðruvísi en reiknað var með þá sé ekki vitað hvort hún sé varanleg. Ástæðan fyrir því er að fjöldi nemanda er síbreytilegur eftir fjölda þeirra sem búa á svæðinu. „Þetta er svo skemmtilega lifandi samfélag í tengslum við háskólann. Það er mjög erfitt að spá fyrir um þetta. Kemur starfsmaður í háskólann sem er með börn á þessum aldri sem bætast í hópinn? Það er hlýhugur mikill til skólans og þessarar einingar hérna.“ Jóhann nefnir sem dæmi að það þurfi ekki mikið að gerast til að fjöldi barna breytist umtalsvert milli ára. Í grunnskólanum á Hofsósi fækkaði nemendum úr 70 í 55 í fyrra. „Þá voru bara tvær fjölskyldur sem fluttu í burtu, stór árgangur að hætta og lítill að koma inn,“ segir hann en bendir á að svona lagað gangi í báðar áttir. Aukin netvæðing gæti snúið fólksfækkun við Jóhann segir að fækkun í sveitum eigi við um þeirra svæði eins og víða um land. Nokkuð lengi hafi fólki fækkað smátt og smátt. „Einhvers staðar er að endurnýjast en þetta kemur aldrei til baka eða maður sér það ekki,“ segir hann. Sem dæmi um ástæðuna fyrir þessari fækkun bendir Jóhann á að landbúnaður hefur breyst mikið með tímanum. „Það eru ekki allir að taka þátt í búinu, þetta er orðin svona stærri bú og færri, meiri vélarmenning og verktakar að vinna.“ Það sé þó aldrei að vita hvað framtíðin ber í skauti sér. Jóhann bendir á að fólk geti flutt á ný í sveitir vegna aukinnar netvæðingar á landsbyggðinni. „Það getur kveikt á möguleikum um fjarvinnu og þess háttar. Þannig fólk getur búið í sveitum án þess að það sé að vera í rauninni að nýta jörðina til búskapar. Það getur verið skógarbændur svona í aðra röndina og tæknifræðingar, tölvufræðingar eða hvað eina.“
Skóla - og menntamál Skagafjörður Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira