Saksóknarinn í málinu gegn Baldwin segir af sér Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2023 14:20 Alec Baldwin stendur frammi fyrir allt að átján mánaða fangelsisvist. AP/Charles Sykes Saksóknari sem haldið hefur utan um rannsókn yfirvalda í Nýju Mexíkó á dauða Haylynu Hutchins, sem leikarinn Alec Baldwin skaut til bana við tökur myndarinnar Rust, hefur sagt af sér. Það er eftir að lögmenn Baldwins héldu því fram að skipun hennar í embætti sérstaks saksóknara færi gegn stjórnarskrá ríkisins, þar sem Andrea Reeb, umræddur saksóknari, sæti einnig á þingi Nýju Mexíkó. Hutchins var kvikmyndatökustjóri við Rust, sem framleidd var af Baldwin og var svokölluð kúrekamynd. Verið var að æfa atriði þar sem Baldwin tók upp byssu og miðaði í átt að myndavélinni. Er hann var að æfa sig að taka byssuna úr hulstrinu hljóp skot úr byssunni. Það hæfði Hutchins og banaði henni. Skotið hæfði einnig Joel Souza, leikstjóra Rust, en hann lifði af. Baldwin var ákærður í janúar fyrir manndráp af gáleysi vegna banaskotsins. Hannah Gutierrez Reed sem var vopnavörður myndarinnar og átti að sjá til þess að engar byssukúlur væru í þeim skotvopnum sem notuð voru í tökunum, var einnig ákærð. Afsögn Reeb er annað bakslag saksóknara í Nýju Mexíkó á skömmum tíma, samkvæmt frétt New York Times. Í síðasta mánuði lækkuðu saksóknarar refsirammann sem Baldwin stendur frammi fyrir en það var gert í ljósi þess að hann hafði verið ákærður á grunni laga sem voru ekki í gildi þegar banaskotið átti sér stað. Lögin voru samþykkt mánuði eftir að Hutchins dó en við þessar breytingar breyttist möguleg refsing Baldwins, verði hann fundinn sekur, úr því að verða minnst fimm ár í fangelsi, í það að verða mest átján mánuðir í fangelsi. Reeb var skipuð í embætti sérstaks saksóknara í fyrra en á þeim tíma var hún í kosningabaráttu um sæti á ríkisþingi Nýju Mexíkó. Hún vann þær kosningar en sat áfram í embætti sérstaks saksóknara. Því mótmæltu lögmenn Baldwins og sögðu þeir að það færi gegn stjórnarskrá ríkisins. Reeb tilkynnti svo í gær að hún ætlaði að segja af sér. Hún sagði ákvörðunina hafa verið erfiða en sagðist sannfærð um að hún væri rétt. Það væri í hag réttlætisins og með því að stíga til hliðar gæti hún tryggt að málið snerist um sönnunargögn og staðreyndir, sem sýndu að öryggisráðstafanir hefðu verið hunsaðar. Baldwin hefur lýst yfir sakleysi sínu og segist ekki bera ábyrgð á því að raunverulegt byssuskot hafi ratað í byssuna. Hann hafi ekki haft neina ástæðu til að telja mögulegt að svo væri. Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Hollywood Erlend sakamál Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Tökur hefjast að nýju eftir samkomulag við fjölskylduna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa komist að samkomulagi við dánarbú kvikmyndatökukonunnar Halynu Hutchins um að fjölskylda hennar falli frá málsókn vegna dauða hennar. Hluti samkomulagsins felur í sér að framleiðsla kvikmyndarinnar fer aftur af stað. 5. október 2022 14:59 FBI segir Baldwin hafa tekið í gikkinn Leikarinn Alec Baldwin, tók í gikk byssu á tökum kvikmyndarinnar Rust þegar Haylyna Hutchins, tökustjóri kvikmyndarinnar, fékk skot úr byssunni í bringuna og dó. Skotið hæfði einnig Joel Souza, leikstjóra en Baldwin hefur haldið því fram að hann hafi ekki tekið í gikkinn þegar skotið hljóp af. 14. ágúst 2022 10:41 Birta myndefni frá tökustaðnum þar sem Hutchins var skotin til bana Lögregluyfirvöld í Nýju-Mexíkó birtu í gær myndefni sem stuðst er við í rannsókn á dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. 26. apríl 2022 11:15 Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. 21. apríl 2022 00:04 Fjölskylda Hutchins segir Baldwin hafa banað henni af gáleysi Alec Baldwin skaut og drap kvikmyndatökukonuna Halynu Hutchins af gáleysi á tökustað kvikmyndarinnar Rust í fyrra. Þetta segir í kæru sem fjölskylda Hutchins hefur lagt fram gegn Baldwin. 16. febrúar 2022 08:39 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Sjá meira
Hutchins var kvikmyndatökustjóri við Rust, sem framleidd var af Baldwin og var svokölluð kúrekamynd. Verið var að æfa atriði þar sem Baldwin tók upp byssu og miðaði í átt að myndavélinni. Er hann var að æfa sig að taka byssuna úr hulstrinu hljóp skot úr byssunni. Það hæfði Hutchins og banaði henni. Skotið hæfði einnig Joel Souza, leikstjóra Rust, en hann lifði af. Baldwin var ákærður í janúar fyrir manndráp af gáleysi vegna banaskotsins. Hannah Gutierrez Reed sem var vopnavörður myndarinnar og átti að sjá til þess að engar byssukúlur væru í þeim skotvopnum sem notuð voru í tökunum, var einnig ákærð. Afsögn Reeb er annað bakslag saksóknara í Nýju Mexíkó á skömmum tíma, samkvæmt frétt New York Times. Í síðasta mánuði lækkuðu saksóknarar refsirammann sem Baldwin stendur frammi fyrir en það var gert í ljósi þess að hann hafði verið ákærður á grunni laga sem voru ekki í gildi þegar banaskotið átti sér stað. Lögin voru samþykkt mánuði eftir að Hutchins dó en við þessar breytingar breyttist möguleg refsing Baldwins, verði hann fundinn sekur, úr því að verða minnst fimm ár í fangelsi, í það að verða mest átján mánuðir í fangelsi. Reeb var skipuð í embætti sérstaks saksóknara í fyrra en á þeim tíma var hún í kosningabaráttu um sæti á ríkisþingi Nýju Mexíkó. Hún vann þær kosningar en sat áfram í embætti sérstaks saksóknara. Því mótmæltu lögmenn Baldwins og sögðu þeir að það færi gegn stjórnarskrá ríkisins. Reeb tilkynnti svo í gær að hún ætlaði að segja af sér. Hún sagði ákvörðunina hafa verið erfiða en sagðist sannfærð um að hún væri rétt. Það væri í hag réttlætisins og með því að stíga til hliðar gæti hún tryggt að málið snerist um sönnunargögn og staðreyndir, sem sýndu að öryggisráðstafanir hefðu verið hunsaðar. Baldwin hefur lýst yfir sakleysi sínu og segist ekki bera ábyrgð á því að raunverulegt byssuskot hafi ratað í byssuna. Hann hafi ekki haft neina ástæðu til að telja mögulegt að svo væri.
Byssuskot Alecs Baldwin Bandaríkin Hollywood Erlend sakamál Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Tökur hefjast að nýju eftir samkomulag við fjölskylduna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa komist að samkomulagi við dánarbú kvikmyndatökukonunnar Halynu Hutchins um að fjölskylda hennar falli frá málsókn vegna dauða hennar. Hluti samkomulagsins felur í sér að framleiðsla kvikmyndarinnar fer aftur af stað. 5. október 2022 14:59 FBI segir Baldwin hafa tekið í gikkinn Leikarinn Alec Baldwin, tók í gikk byssu á tökum kvikmyndarinnar Rust þegar Haylyna Hutchins, tökustjóri kvikmyndarinnar, fékk skot úr byssunni í bringuna og dó. Skotið hæfði einnig Joel Souza, leikstjóra en Baldwin hefur haldið því fram að hann hafi ekki tekið í gikkinn þegar skotið hljóp af. 14. ágúst 2022 10:41 Birta myndefni frá tökustaðnum þar sem Hutchins var skotin til bana Lögregluyfirvöld í Nýju-Mexíkó birtu í gær myndefni sem stuðst er við í rannsókn á dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. 26. apríl 2022 11:15 Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. 21. apríl 2022 00:04 Fjölskylda Hutchins segir Baldwin hafa banað henni af gáleysi Alec Baldwin skaut og drap kvikmyndatökukonuna Halynu Hutchins af gáleysi á tökustað kvikmyndarinnar Rust í fyrra. Þetta segir í kæru sem fjölskylda Hutchins hefur lagt fram gegn Baldwin. 16. febrúar 2022 08:39 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Sjá meira
Tökur hefjast að nýju eftir samkomulag við fjölskylduna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa komist að samkomulagi við dánarbú kvikmyndatökukonunnar Halynu Hutchins um að fjölskylda hennar falli frá málsókn vegna dauða hennar. Hluti samkomulagsins felur í sér að framleiðsla kvikmyndarinnar fer aftur af stað. 5. október 2022 14:59
FBI segir Baldwin hafa tekið í gikkinn Leikarinn Alec Baldwin, tók í gikk byssu á tökum kvikmyndarinnar Rust þegar Haylyna Hutchins, tökustjóri kvikmyndarinnar, fékk skot úr byssunni í bringuna og dó. Skotið hæfði einnig Joel Souza, leikstjóra en Baldwin hefur haldið því fram að hann hafi ekki tekið í gikkinn þegar skotið hljóp af. 14. ágúst 2022 10:41
Birta myndefni frá tökustaðnum þar sem Hutchins var skotin til bana Lögregluyfirvöld í Nýju-Mexíkó birtu í gær myndefni sem stuðst er við í rannsókn á dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. 26. apríl 2022 11:15
Framleiðendur Rust sektaðir um rúmlega 17 milljónir króna Framleiðendur kvikmyndarinnar Rust hafa verið sektaðir um tæplega 137 þúsund dali í tengslum við dauða kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins í október í fyrra. Umhverfisdeild Nýju Mexíkó sagði framleiðendur hafa sýnt fram skeytingarleysi um hættur skotvopna á tökustað. 21. apríl 2022 00:04
Fjölskylda Hutchins segir Baldwin hafa banað henni af gáleysi Alec Baldwin skaut og drap kvikmyndatökukonuna Halynu Hutchins af gáleysi á tökustað kvikmyndarinnar Rust í fyrra. Þetta segir í kæru sem fjölskylda Hutchins hefur lagt fram gegn Baldwin. 16. febrúar 2022 08:39