Banaslysið setur svip sinn á minningardaginn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. nóvember 2022 12:30 Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur öryggis- og fræðsludeildar Samgöngustofu. Bylgjan Karlmaður á þrítugsaldri lést þegar hópferðabifreið var ekið á hann á horni Barónsstígs og Grettisgötu í gærkvöldi. Sérfræðingur hjá Samgöngustofu segir að slysið muni lita dagskrá alþjóðlegs minningardags um fórnarlömb umferðarslysa sem fer fram í dag. Slysið varð á níunda tímanum í gærkvöldi og var allri umferð um Barónsstíg lokað í dágóðan tíma eftir að slysið varð. Í morgun tilkynnti lögregla að karlmaður á þrítugsaldri hafi látist í slysinu en hann var á hlaupahjóli þegar hann varð fyrir hópbifreið. Farþegum hópbifreiðarinnar var boðið upp á áfallahjálp hjá Rauða krossinum eftir slysið. Erfitt að ræða árangur í dag Í dag er alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa og hafði minningarathöfn verið skipulögð fyrir talsverðu síðan. Hún fer fram á þyrlupalli Landspítalans í Fossvogi klukkan tvö í dag. Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur hjá Samgöngustofu, segir að tíðindin í morgun muni setja svip sinn á daginn. „Jú það gerir það. Maður vonar alltaf að í rauninni að svona minningardagur verði í komandi framtíð óþarfur, heyri bara sögunni til. En því miður þá bætist við og það er mjög erfitt að tala um þann árangur sem hefur með sanni náðst í fækkun slysa þegar að við samt erum að missa enn þá fólk í umferðinni og fólk er að stórslasast. Það er bara mjög erfitt,“ segir Einar Magnús. Engin slys eru markmiðið Átta hafa nú látist í umferðinni það sem af er ári. „Ásættanlegur árangur er bókstaflega engin slys. En við viljum nota daginn núna til að leiða hugann að þeim sem eiga um sárt að binda. Leiða hugann að minningu þeirra sem hafa farið í umferðinni,“ segir Einar Magnús. Honum er þakklæti í garð viðbragðsaðila ofarlega í huga. „Og við viljum líka fyrst og fremst huga að ábyrgð okkar allra í umferðinni. Að það sé engin misgá eða engin athyglisbrestur eða eitthvað sem að veldur slysi. Það er gríðarlega mikilvægt að leiða hugann að öllu þessu í dag,“ segir Einar Magnús. Forseti Íslands og heilbrigðisráðherra munu báðir flytja erindi við minningarathöfnina í dag og þá mun kona sem varð völd að banaslysi fyrir þrjátíu árum segja frá því hvernig slysið hefur markað líf hennar. Banaslys á Barónsstíg Samgönguslys Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira
Slysið varð á níunda tímanum í gærkvöldi og var allri umferð um Barónsstíg lokað í dágóðan tíma eftir að slysið varð. Í morgun tilkynnti lögregla að karlmaður á þrítugsaldri hafi látist í slysinu en hann var á hlaupahjóli þegar hann varð fyrir hópbifreið. Farþegum hópbifreiðarinnar var boðið upp á áfallahjálp hjá Rauða krossinum eftir slysið. Erfitt að ræða árangur í dag Í dag er alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa og hafði minningarathöfn verið skipulögð fyrir talsverðu síðan. Hún fer fram á þyrlupalli Landspítalans í Fossvogi klukkan tvö í dag. Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur hjá Samgöngustofu, segir að tíðindin í morgun muni setja svip sinn á daginn. „Jú það gerir það. Maður vonar alltaf að í rauninni að svona minningardagur verði í komandi framtíð óþarfur, heyri bara sögunni til. En því miður þá bætist við og það er mjög erfitt að tala um þann árangur sem hefur með sanni náðst í fækkun slysa þegar að við samt erum að missa enn þá fólk í umferðinni og fólk er að stórslasast. Það er bara mjög erfitt,“ segir Einar Magnús. Engin slys eru markmiðið Átta hafa nú látist í umferðinni það sem af er ári. „Ásættanlegur árangur er bókstaflega engin slys. En við viljum nota daginn núna til að leiða hugann að þeim sem eiga um sárt að binda. Leiða hugann að minningu þeirra sem hafa farið í umferðinni,“ segir Einar Magnús. Honum er þakklæti í garð viðbragðsaðila ofarlega í huga. „Og við viljum líka fyrst og fremst huga að ábyrgð okkar allra í umferðinni. Að það sé engin misgá eða engin athyglisbrestur eða eitthvað sem að veldur slysi. Það er gríðarlega mikilvægt að leiða hugann að öllu þessu í dag,“ segir Einar Magnús. Forseti Íslands og heilbrigðisráðherra munu báðir flytja erindi við minningarathöfnina í dag og þá mun kona sem varð völd að banaslysi fyrir þrjátíu árum segja frá því hvernig slysið hefur markað líf hennar.
Banaslys á Barónsstíg Samgönguslys Umferðaröryggi Reykjavík Mest lesið Tveir í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Sjá meira