17,7 kíló af skilyrðislausri ást og gleði Anna Lilja Þórisdóttir skrifar 12. ágúst 2022 12:01 Úr stórum hvolpahópi þótti okkur einn bera af og við völdum hann. Það var ekki þú. Fórum heim og efuðumst um valið. Hafði ekki einn hvolpanna haft sig sérlega mikið í frammi? Þessi sem reyndi ítrekað að hoppa upp í fangið á mér? Var hann ekki krúttlega i ágengur og dólgslegur? Við endurskoðuðum valið og völdum ágenga dólginn. Það varst þú Kátur minn. En við höfðum ekkert um þetta að segja - þú valdir okkur. Þegar þú varst orðinn nógu gamall til að skipta um heimili, sóttum við þig. Tvær litlar stelpur æptu af gleði og fóru í hundanáttföt þér til heiðurs. Þú sprangaðir gleiðgosalega um heimilið, lagðir blessun þína yfir aðstæður og lagðist til svefns. Svo sætur, svo ósköp sætur. Litlu stelpurnar sungu um þig lag: Karamellufeldur, súkkulaðiaugu, lakkrísnebbi og brjóstsykurshjarta. Nú voru fimm í fjölskyldunni. Lífið leið. Stelpurnar stækkuðu, urðu unglingar sem hefðu aldrei látið sjá sig í hundanáttfötum. Kláruðu grunnskóla, menntaskóla, fóru í háskóla. Urðu fullorðnar. Fullorðna fólkið varð enn fullorðnara. Gleði, sorgir, hlátur, grátur. Alls konar áfangar. Eins og gengur og gerist. Kátur. Þú varst alltaf til staðar. Tveggja ára gamall varstu óbærilegur. Hlýddir engu og snerir upp á þig eins og þóttafullt enskt hefðarmenni frá 18. öld þegar átti að siða þig til. En þú þroskaðist í sannkallaðan fyrirmyndarhund. Ótal leyndarmálum var hvíslað í sperrt þríhyrningseyru. Mjúkur feldur tók endalaust við tárum. Alla daga tókstu á móti okkur, fögnuðurinn alltaf jafn sannur og mikill eins og stórfenglegustu hátíðahöld allra tíma stæðu fyrir dyrum. Hjá þér voru jól, páskar og stórafmæli á hverjum degi, hver dagur ævintýri sem beið þess að gerast. Alltaf til í allt, alltaf glaður, alltaf kátur. Elsku Kátur. Sámur, sá vitri hundur sem varaði Gunnar á Hlíðarenda við óvinum hans, nafni hans, forsetahundur Ólafs Ragnars og Dorritar og svo Samson arftaki hans. Plútó hans Mikka, Tobbi hans Tinna og Tinkerbell hennar Parisar Hilton. Ég man ekki eftir fleiri frægum hundum í svipinn. Kannski verða fáir hundar frægir vegna þess að þeirra stærsti eiginleiki verður okkur mannfólkinu að öllu jöfnu ekki til frægðar: skilyrðislaus hollusta. Þú dvaldir löngum í stofuglugganum og fylgdist grannt með því sem fyrir augu bar í þessari frekar tíðindalausu úthverfagötu. Vei þeim ketti og svei þeim hundi sem dirfðist að leggja leið sína um götuna þína án þess að þú hefðir lagt blessun þína yfir ferðir þeirra. Þá var gelt hraustlega. Lofthelgin yfir húsinu var einnig á þína ábyrgð og krummi, mávur og annar fiðurfénaður fékk rækilega að heyra það ef farið var inn á umráðasvæði þitt. Fullorðinn, síðan gamall. Þú varðst veikur Kátur minn. Óskaplega veikur. Rannsóknir sýndu krabbamein. Tvö krabbamein. Og meira til. Með hjálp góðu dýralæknanna varðstu býsna brattur. Um tíma. Svo fór þér aftur að líða illa. Fallega skottið þitt var hætt að dillast. Fjörlega geltið heyrðist sjaldan. Þér leið svo illa. Eftir allt sem þú hafðir gert fyrir okkur var að taka ákvörðun. Það var það minnsta sem við gátum gert fyrir þig. Mikið óskaplega var það sárt. Áður en við fórum að heiman í síðasta skiptið vigtaði ég þig svo dýralæknirinn vissi hvað þú þyrftir stóran skammt. Þú varst 17,7 kíló. 17,7 kíló af skilyrðislausri ást og gleði. Við fylgdum þér síðustu skrefin. Strukum feldinn sem hafði aldrei verið jafn mjúkur og dökknaði og blotnaði af tárunum okkar. Þakkartár fyrir það liðna. Og sorgartár vegna þess óliðna. Sem er líf án þín. Dökkbrúnu augunum deplað í síðasta sinn. Og svo kvaddirðu okkur. Sumir segja að menn og dýr fari í sumarlandið þegar þau deyja. Aðrir tala um að dýr fari yfir regnbogabrúna þegar þau kveðja þennan heim. Einhverjir segja að hundar fari til hundaguðs. Ég veit ekki hvar þú ert eða hvernig þú komst þangað. En ég sé þig fyrir mér valhoppa fjörlega yfir regnbogabrú yfir í sumarlandið. Allir verkir farnir, þú sérð og heyrir og skynjar eins og unghundur. Þér eru allir vegir færir. Karamellufeldur glitrar í sólskini. Súkkulaðiaugu sindra. Lakkrísnebbi hnusar af grænu grasi og ilmandi litríkum blómum. Og brjóstsykurshjarta slær kraftmikil slög af gleði og hamingju. Takk fyrir allt elsku góði hundurinn minn. Kátur 5.3.2009 - 11.8.2022. Höfundur er fréttamaður á RÚV. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Gæludýr Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Úr stórum hvolpahópi þótti okkur einn bera af og við völdum hann. Það var ekki þú. Fórum heim og efuðumst um valið. Hafði ekki einn hvolpanna haft sig sérlega mikið í frammi? Þessi sem reyndi ítrekað að hoppa upp í fangið á mér? Var hann ekki krúttlega i ágengur og dólgslegur? Við endurskoðuðum valið og völdum ágenga dólginn. Það varst þú Kátur minn. En við höfðum ekkert um þetta að segja - þú valdir okkur. Þegar þú varst orðinn nógu gamall til að skipta um heimili, sóttum við þig. Tvær litlar stelpur æptu af gleði og fóru í hundanáttföt þér til heiðurs. Þú sprangaðir gleiðgosalega um heimilið, lagðir blessun þína yfir aðstæður og lagðist til svefns. Svo sætur, svo ósköp sætur. Litlu stelpurnar sungu um þig lag: Karamellufeldur, súkkulaðiaugu, lakkrísnebbi og brjóstsykurshjarta. Nú voru fimm í fjölskyldunni. Lífið leið. Stelpurnar stækkuðu, urðu unglingar sem hefðu aldrei látið sjá sig í hundanáttfötum. Kláruðu grunnskóla, menntaskóla, fóru í háskóla. Urðu fullorðnar. Fullorðna fólkið varð enn fullorðnara. Gleði, sorgir, hlátur, grátur. Alls konar áfangar. Eins og gengur og gerist. Kátur. Þú varst alltaf til staðar. Tveggja ára gamall varstu óbærilegur. Hlýddir engu og snerir upp á þig eins og þóttafullt enskt hefðarmenni frá 18. öld þegar átti að siða þig til. En þú þroskaðist í sannkallaðan fyrirmyndarhund. Ótal leyndarmálum var hvíslað í sperrt þríhyrningseyru. Mjúkur feldur tók endalaust við tárum. Alla daga tókstu á móti okkur, fögnuðurinn alltaf jafn sannur og mikill eins og stórfenglegustu hátíðahöld allra tíma stæðu fyrir dyrum. Hjá þér voru jól, páskar og stórafmæli á hverjum degi, hver dagur ævintýri sem beið þess að gerast. Alltaf til í allt, alltaf glaður, alltaf kátur. Elsku Kátur. Sámur, sá vitri hundur sem varaði Gunnar á Hlíðarenda við óvinum hans, nafni hans, forsetahundur Ólafs Ragnars og Dorritar og svo Samson arftaki hans. Plútó hans Mikka, Tobbi hans Tinna og Tinkerbell hennar Parisar Hilton. Ég man ekki eftir fleiri frægum hundum í svipinn. Kannski verða fáir hundar frægir vegna þess að þeirra stærsti eiginleiki verður okkur mannfólkinu að öllu jöfnu ekki til frægðar: skilyrðislaus hollusta. Þú dvaldir löngum í stofuglugganum og fylgdist grannt með því sem fyrir augu bar í þessari frekar tíðindalausu úthverfagötu. Vei þeim ketti og svei þeim hundi sem dirfðist að leggja leið sína um götuna þína án þess að þú hefðir lagt blessun þína yfir ferðir þeirra. Þá var gelt hraustlega. Lofthelgin yfir húsinu var einnig á þína ábyrgð og krummi, mávur og annar fiðurfénaður fékk rækilega að heyra það ef farið var inn á umráðasvæði þitt. Fullorðinn, síðan gamall. Þú varðst veikur Kátur minn. Óskaplega veikur. Rannsóknir sýndu krabbamein. Tvö krabbamein. Og meira til. Með hjálp góðu dýralæknanna varðstu býsna brattur. Um tíma. Svo fór þér aftur að líða illa. Fallega skottið þitt var hætt að dillast. Fjörlega geltið heyrðist sjaldan. Þér leið svo illa. Eftir allt sem þú hafðir gert fyrir okkur var að taka ákvörðun. Það var það minnsta sem við gátum gert fyrir þig. Mikið óskaplega var það sárt. Áður en við fórum að heiman í síðasta skiptið vigtaði ég þig svo dýralæknirinn vissi hvað þú þyrftir stóran skammt. Þú varst 17,7 kíló. 17,7 kíló af skilyrðislausri ást og gleði. Við fylgdum þér síðustu skrefin. Strukum feldinn sem hafði aldrei verið jafn mjúkur og dökknaði og blotnaði af tárunum okkar. Þakkartár fyrir það liðna. Og sorgartár vegna þess óliðna. Sem er líf án þín. Dökkbrúnu augunum deplað í síðasta sinn. Og svo kvaddirðu okkur. Sumir segja að menn og dýr fari í sumarlandið þegar þau deyja. Aðrir tala um að dýr fari yfir regnbogabrúna þegar þau kveðja þennan heim. Einhverjir segja að hundar fari til hundaguðs. Ég veit ekki hvar þú ert eða hvernig þú komst þangað. En ég sé þig fyrir mér valhoppa fjörlega yfir regnbogabrú yfir í sumarlandið. Allir verkir farnir, þú sérð og heyrir og skynjar eins og unghundur. Þér eru allir vegir færir. Karamellufeldur glitrar í sólskini. Súkkulaðiaugu sindra. Lakkrísnebbi hnusar af grænu grasi og ilmandi litríkum blómum. Og brjóstsykurshjarta slær kraftmikil slög af gleði og hamingju. Takk fyrir allt elsku góði hundurinn minn. Kátur 5.3.2009 - 11.8.2022. Höfundur er fréttamaður á RÚV.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun