Hvers vegna vilja Svíar og Finnar í NATO? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 7. ágúst 2022 11:00 Fyrr í sumar birtist mjög áhugaverð grein á fréttavef brezka dagblaðsins Guardian eftir dr. Jonathan Eyal, aðstoðarframkvæmdastjóra hjá Royal United Services Institute (RUSI), elztu hugveitu Bretlands á sviði öryggis- og varnarmála. Í greininni fjallar Eyal meðal annars um ástæður þess að stjórnvöld í Svíþjóð og Finnlandi tóku ákvörðun um það að óska eftir aðild að NATO í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu. Tilefni greinarinnar var leiðtogafundur NATO sem fram fór í Madrid, höfuðborg Spánar, í lok júní þar sem leiðtogar aðildarrríkja bandalagsins tóku meðal annars ákvörðun um að 300 þúsund manna varnarlið á vegum þess yrði til taks til þess að bregðast við með skömmum fyrirvara í stað 40 þúsund manna liðs áður. Þá hétu leiðtogar aðildaríkja NATO því að auka verulega fjárframlög til varnarmála á komandi árum. Til þessa hefur meirihluti aðildarríkja NATO ekki varið þeim fjármunum til varnarmála sem þau hafa skuldbundið sig til með aðild að bandalaginu, það er sem nemur 2% af landsframleiðslu, og kosið þess í stað að treysta fyrst og fremst á varnarmátt Bandaríkjanna í þeim efnum. Eyal vekur athygli á því að rúmlega 2/3 ríkjanna uppfylli ekki skilyrðið í dag og þar á meðal séu fjölmenn ríki eins og Frakkland, Þýzkaland, Ítalía og Spánn. Munurinn á löngun ESB og getu NATO Meðal þess sem undirstrikað var með leiðtogafundi NATO í Madrid að sögn Eyals var sú staðreynd að bandalagið hefur eitt burði til þess að tryggja sameiginlegar varnir Evrópuríkja. Meðal annars með ákvörðun leiðtoga aðildarríkja NATO um að samþykkja formlega aðild Svíþjóðar og Finnlands að bandalaginu í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórna landanna um að hverfa frá hlutleysisstefnu þeirra og óska eftir aðild: „Það gleymist oft að Svíþjóð og Finnland nutu þegar í orði kveðnu afdráttarlausrar öryggistryggingar í gegnum aðild þeirra að Evrópusambandinu. Eftir sem áður töldu bæði ríkin skynsamlegt að sækjast eftir aðild að NATO á leiðtogafundinum í Madrid þar sem þau gerðu sér grein fyrir muninum á milli löngunar sambandsins [til þess að geta veitt slíka tryggingu] og getu bandalagsins studdri af hernaðarmætti Bandaríkjanna.“ Forystumenn Svíþjóðar og Finnlands hafa sagt að aðild að NATO sé nauðsynleg til þess að tryggja öryggis- og varnarhagsmuni landanna. Þó að 21 af 30 aðildarríkjum NATO, og brátt 23, séu einnig í Evrópusambandinu hafi það þannig ekki tryggt þá hagsmuni. Ekkert þeirra fjögurra ríkja sambandsins sem út af standa (Austurríki, Írland, Kýpur og Malta) býr yfir miklum hernaðarmætti. Það munar fyrst og fremst um Bandaríkin. Vilja ekki bæta fyrir vanrækslu annarra Fjölgun aðildarríkja NATO hefur annars ekki dregið úr því hversu háð þau eru framlagi Bandaríkjanna til sameiginlegra varna bandalagsins sem er langt umfram samanlagt framlag aðildarríkja þess í Evrópu eins og Eyal áréttar. Óvíst sé hversu öflug samstaða NATO hefði verið vegna stríðsins í Úkraínu ef ekki væri fyrir 100 þúsund manna bandarískt varnarlið í álfunni. Það fjölmennasta frá því skömmu eftir lok kalda stríðsins. Fyrrnefnd tregða ófárra aðildarríkja NATO í Evrópu, við það að standa við skuldbindingar sínar í varnarmálum, hefur sætt réttmætri gagnrýni af hálfu bandarískra stjórnvalda á liðnum árum. Þó Bandaríkjamenn séu sem fyrr reiðubúnir til þess að leggja sitt að mörkum til sameiginlegra varna bandalagsins eru þeir eðli málsins samkvæmt lítt spenntir fyrir því að axla auknar birgðar vegna þess að aðrir standa ekki við sínar skuldbindingar. Fyrir liggur að Bandaríkin verða áfram hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja enda eina ríkið í þeim hópi sem hefur í raun burði til þess að verja bæði sig sjálf og aðra. Fyrir utan þá staðreynd að NATO er varnarbandalag ólíkt Evrópusambandinu er aðild Bandaríkjanna að bandalaginu forsenda þess að það hafi getu til þess að tryggja sameiginlegar varnir þess og þar með talið nýrra aðildarríkja eins og Svíþjóðar og Finnlands. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein NATO Innrás Rússa í Úkraínu Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrr í sumar birtist mjög áhugaverð grein á fréttavef brezka dagblaðsins Guardian eftir dr. Jonathan Eyal, aðstoðarframkvæmdastjóra hjá Royal United Services Institute (RUSI), elztu hugveitu Bretlands á sviði öryggis- og varnarmála. Í greininni fjallar Eyal meðal annars um ástæður þess að stjórnvöld í Svíþjóð og Finnlandi tóku ákvörðun um það að óska eftir aðild að NATO í kjölfar innrásar rússneska hersins í Úkraínu. Tilefni greinarinnar var leiðtogafundur NATO sem fram fór í Madrid, höfuðborg Spánar, í lok júní þar sem leiðtogar aðildarrríkja bandalagsins tóku meðal annars ákvörðun um að 300 þúsund manna varnarlið á vegum þess yrði til taks til þess að bregðast við með skömmum fyrirvara í stað 40 þúsund manna liðs áður. Þá hétu leiðtogar aðildaríkja NATO því að auka verulega fjárframlög til varnarmála á komandi árum. Til þessa hefur meirihluti aðildarríkja NATO ekki varið þeim fjármunum til varnarmála sem þau hafa skuldbundið sig til með aðild að bandalaginu, það er sem nemur 2% af landsframleiðslu, og kosið þess í stað að treysta fyrst og fremst á varnarmátt Bandaríkjanna í þeim efnum. Eyal vekur athygli á því að rúmlega 2/3 ríkjanna uppfylli ekki skilyrðið í dag og þar á meðal séu fjölmenn ríki eins og Frakkland, Þýzkaland, Ítalía og Spánn. Munurinn á löngun ESB og getu NATO Meðal þess sem undirstrikað var með leiðtogafundi NATO í Madrid að sögn Eyals var sú staðreynd að bandalagið hefur eitt burði til þess að tryggja sameiginlegar varnir Evrópuríkja. Meðal annars með ákvörðun leiðtoga aðildarríkja NATO um að samþykkja formlega aðild Svíþjóðar og Finnlands að bandalaginu í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórna landanna um að hverfa frá hlutleysisstefnu þeirra og óska eftir aðild: „Það gleymist oft að Svíþjóð og Finnland nutu þegar í orði kveðnu afdráttarlausrar öryggistryggingar í gegnum aðild þeirra að Evrópusambandinu. Eftir sem áður töldu bæði ríkin skynsamlegt að sækjast eftir aðild að NATO á leiðtogafundinum í Madrid þar sem þau gerðu sér grein fyrir muninum á milli löngunar sambandsins [til þess að geta veitt slíka tryggingu] og getu bandalagsins studdri af hernaðarmætti Bandaríkjanna.“ Forystumenn Svíþjóðar og Finnlands hafa sagt að aðild að NATO sé nauðsynleg til þess að tryggja öryggis- og varnarhagsmuni landanna. Þó að 21 af 30 aðildarríkjum NATO, og brátt 23, séu einnig í Evrópusambandinu hafi það þannig ekki tryggt þá hagsmuni. Ekkert þeirra fjögurra ríkja sambandsins sem út af standa (Austurríki, Írland, Kýpur og Malta) býr yfir miklum hernaðarmætti. Það munar fyrst og fremst um Bandaríkin. Vilja ekki bæta fyrir vanrækslu annarra Fjölgun aðildarríkja NATO hefur annars ekki dregið úr því hversu háð þau eru framlagi Bandaríkjanna til sameiginlegra varna bandalagsins sem er langt umfram samanlagt framlag aðildarríkja þess í Evrópu eins og Eyal áréttar. Óvíst sé hversu öflug samstaða NATO hefði verið vegna stríðsins í Úkraínu ef ekki væri fyrir 100 þúsund manna bandarískt varnarlið í álfunni. Það fjölmennasta frá því skömmu eftir lok kalda stríðsins. Fyrrnefnd tregða ófárra aðildarríkja NATO í Evrópu, við það að standa við skuldbindingar sínar í varnarmálum, hefur sætt réttmætri gagnrýni af hálfu bandarískra stjórnvalda á liðnum árum. Þó Bandaríkjamenn séu sem fyrr reiðubúnir til þess að leggja sitt að mörkum til sameiginlegra varna bandalagsins eru þeir eðli málsins samkvæmt lítt spenntir fyrir því að axla auknar birgðar vegna þess að aðrir standa ekki við sínar skuldbindingar. Fyrir liggur að Bandaríkin verða áfram hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja enda eina ríkið í þeim hópi sem hefur í raun burði til þess að verja bæði sig sjálf og aðra. Fyrir utan þá staðreynd að NATO er varnarbandalag ólíkt Evrópusambandinu er aðild Bandaríkjanna að bandalaginu forsenda þess að það hafi getu til þess að tryggja sameiginlegar varnir þess og þar með talið nýrra aðildarríkja eins og Svíþjóðar og Finnlands. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun