KV kveður Sigurvin sem verður aðstoðarþjálfari Eiðs Smára hjá FH Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2022 11:05 Sigurvin Ólafsson mun færa sig um set í Bestu deildinni. Hilmar Þór Norðfjörð Sigurvin Ólafsson mun hætta sem aðalþjálfari KV í Lengjudeild karla í fótbolta og sem aðstoðarþjálfari KR í Bestu deild karla til að taka við starfi aðstoðarþjálfara FH sem leikur í sömu deild og KR. KV kvaddi Sigurvin formlega á Twitter-síðu sinni í dag en undir hans stjórn hefur félagið náð eftirtektarverðum árangri og leikur í dag í Lengjudeildinni þrátt fyrir að vera ekki með einn leikmann á launaskrá. Sigurvin mun stýra liðinu á miðvikudag er KV mætir Þrótti Vogum í sannkölluðum sex stiga leik en bæði lið eru í fallsæti í Lengjudeildinni. Að leik loknum mun hann láta formlega af störfum. Félagið hefur þó þegar hafið leit að arftaka Sigurvins í Vesturbænum. Gafferinn kveður.Við þökkum Venna fyrir frábæra tíma hjá félaginu, árangurinn talar sínu máli og við getum ekki verið stoltari af okkar manni. Venni mun stýra liðinu gegn Þrótti V. á miðvikudag og láta svo formlega af störfum. pic.twitter.com/HZqD0FXjCX— KV Fótbolti (@KVfotbolti) June 20, 2022 „Knattspyrnudeild KR og Sigurvin Ólafsson hafa komist að samkomulagi um starfslok. Sigurvin óskaði eftir því að láta af störfum og féllst deildin á beiðni hans,“ segir í yfirlýsingu KR. Hinn 45 ára gamli Sigurvin gerði það einkar gott sem leikmaður hér á landi og varð til að mynda fimm sinnum Íslandsmeistari áður en hann sneri sér að þjálfun. Þá lék hann sjö A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann hefur sinnt starfi aðstoðarþjálfara KR síðan í mars á síðasta ári en áður hafði hann þjálfað yngri flokka félagsins sem og KV. Tók hann við af Bjarna Guðjónssyni sem færði sig um tíma til Svíþjóðar en er í dag framkvæmdastjóri KR ásamt því að hafa verið á skýrslu að undanförnu sem aðstoðarþjálfari liðsins. Í gær heyrðust fregnir af því að Sigurvin myndi aðstoða Eið Smára Guðjohnsen sem væri í þann mund að taka við Bestu deildarliði FH. Í gærkvöld var svo ráðning Eiðs Smára staðfest og nú er ljóst að Sigurvin mun fylgja honum. Sigurvin lék með FH við góðan orðstír frá 2005 til 2008. Varð hann bæði Íslands og bikarmeistari á tíma sínum í Hafnafirði. FH er sem stendur í 9. sæti Bestu deildar karla með 8 stig að loknum 9 umferðum. Fréttin hefur verið uppfærð. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR FH KV Lengjudeild karla Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Sjá meira
KV kvaddi Sigurvin formlega á Twitter-síðu sinni í dag en undir hans stjórn hefur félagið náð eftirtektarverðum árangri og leikur í dag í Lengjudeildinni þrátt fyrir að vera ekki með einn leikmann á launaskrá. Sigurvin mun stýra liðinu á miðvikudag er KV mætir Þrótti Vogum í sannkölluðum sex stiga leik en bæði lið eru í fallsæti í Lengjudeildinni. Að leik loknum mun hann láta formlega af störfum. Félagið hefur þó þegar hafið leit að arftaka Sigurvins í Vesturbænum. Gafferinn kveður.Við þökkum Venna fyrir frábæra tíma hjá félaginu, árangurinn talar sínu máli og við getum ekki verið stoltari af okkar manni. Venni mun stýra liðinu gegn Þrótti V. á miðvikudag og láta svo formlega af störfum. pic.twitter.com/HZqD0FXjCX— KV Fótbolti (@KVfotbolti) June 20, 2022 „Knattspyrnudeild KR og Sigurvin Ólafsson hafa komist að samkomulagi um starfslok. Sigurvin óskaði eftir því að láta af störfum og féllst deildin á beiðni hans,“ segir í yfirlýsingu KR. Hinn 45 ára gamli Sigurvin gerði það einkar gott sem leikmaður hér á landi og varð til að mynda fimm sinnum Íslandsmeistari áður en hann sneri sér að þjálfun. Þá lék hann sjö A-landsleiki fyrir Íslands hönd. Hann hefur sinnt starfi aðstoðarþjálfara KR síðan í mars á síðasta ári en áður hafði hann þjálfað yngri flokka félagsins sem og KV. Tók hann við af Bjarna Guðjónssyni sem færði sig um tíma til Svíþjóðar en er í dag framkvæmdastjóri KR ásamt því að hafa verið á skýrslu að undanförnu sem aðstoðarþjálfari liðsins. Í gær heyrðust fregnir af því að Sigurvin myndi aðstoða Eið Smára Guðjohnsen sem væri í þann mund að taka við Bestu deildarliði FH. Í gærkvöld var svo ráðning Eiðs Smára staðfest og nú er ljóst að Sigurvin mun fylgja honum. Sigurvin lék með FH við góðan orðstír frá 2005 til 2008. Varð hann bæði Íslands og bikarmeistari á tíma sínum í Hafnafirði. FH er sem stendur í 9. sæti Bestu deildar karla með 8 stig að loknum 9 umferðum. Fréttin hefur verið uppfærð. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR FH KV Lengjudeild karla Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Fótbolti Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Sjá meira