Lengjudeild karla

Fréttamynd

Brynjar Björn í Breið­holtið

Brynjar Björn Gunnarsson var í dag kynntur sem nýr þjálfari Leiknis í Lengjudeild karla í fótbolta. Hann tekur við starfinu af Ágústi Gylfasyni sem hætti að loknu síðasta tímabili.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“

Eftir farsælan tíma hjá Vestra tekur Davíð Smári við liði Njarðvíkur í Lengju­deildinni í fót­bolta sem var ekki langt frá því að tryggja sig upp í Bestu deildina á nýaf­stöðnu tíma­bili. Hann er óhræddur við að leggja spilin á borðið varðandi mark­mið sitt með liðið á því næsta.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Heimir sagður taka við Fylki

Heimir Guðjónsson sér ekki fram á langa atvinnuleit eftir að hann lýkur störfum hjá FH í lok tímabilsins í Bestu deild karla. Hann taki við Fylki í Lengjudeild.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í lands­liðið“

„Ég er bara mjög spenntur sko. Að fá að spila á þessum velli er mjög spennandi. Ég held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið einhvern tímann. Það er bara tækifæri að fá að spila á þessum velli,“ segir Arnþór Ari Atlason fyrirliði HK fyrir úrslitaleikinn gegn Keflavík á Laugardalsvelli í dag klukkan 16:15.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Lofar æðis­legum leik

„Mér líður bara æðislega og við erum búnir að stefna að þessu síðasta mánuðinn. Við erum statt og stöðugt búnir að stefna að því að koma okkur á Laugardalsvöllinn,“ segir Hermann Hreiðarsson þjálfari HK fyrir úrslitaleikinn gegn Keflavík á Laugardalsvelli á morgun. Sæti í Bestudeildinni er undir.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Heldur þessi veisla ekki bara á­fram?“

Hermann Hreiðarsson þjálfari HK var að vonum ánægður eftir 2-3 sigur á Þrótti í seinni leik liðanna í úrslitakeppni Lengjudeildar sem fór fram í dag. HK vann fyrri leikinn 4-3 og því um algjöra markaveislu að ræða. Hermann viðurkenndi að hann væri í skýjunum með sigurinn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Á endanum vinnum við þennan leik bara verð­skuldað“

Það verður Keflavík sem leikur til úrslita um laust sæti í Bestu deild karla næstu helgi eftir frábæra endurkomu í einvígi sínu gegn nágrönnum sínum í Njarðvík. Eftir að hafa tapað fyrri leiknum 1-2 á heimavelli snéru Keflvíkingar taflinu við í Njarðvík með frábærum 0-3 sigri og höfðu betur 4-2 samanlagt. 

Sport
Fréttamynd

Ágúst hættir hjá Leikni

Ágúst Þór Gylfason hefur sagt upp störfum sem þjálfari karlaliðs Leiknis Reykjavík. Hann tók við liðinu á miðju tímabili og hélt því uppi í Lengjudeildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Draumur síðan ég var krakki“

Sigfús Fannar Gunnarsson skoraði fyrra mark Þórs frá Akureyri er liðið tryggði sér sæti í efstu deild karla í knattspyrnu með 1-2 sigri gegn Þrótti í gær. Hann segir langþráðan draum vera að rætast.

Fótbolti
Fréttamynd

Þórsarar upp í Bestu deildina en Sel­foss féll

Eftir rúman áratug í næstefstu deild munu Þórsarar spila í Bestu deild karla í fótbolta á næstu leiktíð. Þeir tryggðu sér sæti þar með sigri gegn Þrótti á troðfullum AVIS-vellinum í Laugardal í dag. Selfoss féll hins vegar í 2. deild með Fjölni.

Íslenski boltinn