Lengjudeild karla

Fréttamynd

„Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í lands­liðið“

„Ég er bara mjög spenntur sko. Að fá að spila á þessum velli er mjög spennandi. Ég held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið einhvern tímann. Það er bara tækifæri að fá að spila á þessum velli,“ segir Arnþór Ari Atlason fyrirliði HK fyrir úrslitaleikinn gegn Keflavík á Laugardalsvelli í dag klukkan 16:15.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Lofar æðis­legum leik

„Mér líður bara æðislega og við erum búnir að stefna að þessu síðasta mánuðinn. Við erum statt og stöðugt búnir að stefna að því að koma okkur á Laugardalsvöllinn,“ segir Hermann Hreiðarsson þjálfari HK fyrir úrslitaleikinn gegn Keflavík á Laugardalsvelli á morgun. Sæti í Bestudeildinni er undir.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Heldur þessi veisla ekki bara á­fram?“

Hermann Hreiðarsson þjálfari HK var að vonum ánægður eftir 2-3 sigur á Þrótti í seinni leik liðanna í úrslitakeppni Lengjudeildar sem fór fram í dag. HK vann fyrri leikinn 4-3 og því um algjöra markaveislu að ræða. Hermann viðurkenndi að hann væri í skýjunum með sigurinn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Á endanum vinnum við þennan leik bara verð­skuldað“

Það verður Keflavík sem leikur til úrslita um laust sæti í Bestu deild karla næstu helgi eftir frábæra endurkomu í einvígi sínu gegn nágrönnum sínum í Njarðvík. Eftir að hafa tapað fyrri leiknum 1-2 á heimavelli snéru Keflvíkingar taflinu við í Njarðvík með frábærum 0-3 sigri og höfðu betur 4-2 samanlagt. 

Sport
Fréttamynd

Ágúst hættir hjá Leikni

Ágúst Þór Gylfason hefur sagt upp störfum sem þjálfari karlaliðs Leiknis Reykjavík. Hann tók við liðinu á miðju tímabili og hélt því uppi í Lengjudeildinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Draumur síðan ég var krakki“

Sigfús Fannar Gunnarsson skoraði fyrra mark Þórs frá Akureyri er liðið tryggði sér sæti í efstu deild karla í knattspyrnu með 1-2 sigri gegn Þrótti í gær. Hann segir langþráðan draum vera að rætast.

Fótbolti
Fréttamynd

Þórsarar upp í Bestu deildina en Sel­foss féll

Eftir rúman áratug í næstefstu deild munu Þórsarar spila í Bestu deild karla í fótbolta á næstu leiktíð. Þeir tryggðu sér sæti þar með sigri gegn Þrótti á troðfullum AVIS-vellinum í Laugardal í dag. Selfoss féll hins vegar í 2. deild með Fjölni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“

„Bara mjög vel, þetta er bara spenningur og gleði,“ sagði Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar Reykjavíkur, um tilfinninguna þegar tæpur sólarhringur er í hreinan úrslitaleik liðsins um að komast í Bestu deild karla í fótbolta.

Íslenski boltinn