Íslenski boltinn

Gunnar Heiðar hættur með Njarð­vík

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gunnar Heiðar Þorvaldsson náði besta árangri í sögu Njarðvíkur.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson náði besta árangri í sögu Njarðvíkur. njarðvík

Karlalið Njarðvíkur í fótbolta verður með nýjan þjálfara á næsta tímabili en Gunnar Heiðar Þorvaldsson er hættur þjálfun þess.

Í tilkynningu frá Njarðvík kemur fram að félagið og Gunnar Heiðar hafi ákveðið í sameiningu að hefja ekki viðræður um að halda samstarfinu áfram.

Gunnar Heiðar tók við Njarðvík um mitt sumar 2023 og hélt liðinu í Lengjudeildinni. Í fyrra enduðu Njarðvíkingar í 6. sæti deildarinnar og jöfnuðu sinn besta árangur í sögunni.

Á nýafstöðnu tímabili var Njarðvík í og við toppinn allt sumarið og endaði í 2. sæti Lengjudeildarinnar sem er besti árangur félagsins frá upphafi. 

Njarðvíkingar mættu Keflvíkingum í undanúrslitum umspils um sæti í Bestu deildinni og töpuðu einvíginu, 4-2 samanlagt.

Gunnar Heiðar, sem er 43 ára Eyjamaður, þjálfaði áður KFS og Vestra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×