Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við fréttastofu að slys á fólki hafi verið minniháttar en fólkið hafi verið flutt á slysadeild til læknisskoðunar.
Bílarnir tveir rákust á á gatnamótum Bústaðavegar og Háaleitisbrautar, beint fyrir ofan Landspítalann í Fossvogi. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir aðgerðir enn í gangi á vettvangi en þrír sjúkrabílar og einn slökkviliðsbíll hafi verið sendur frá slökkviliðinu.