Er Johnny Depp að skaða metoo hreyfinguna ef hann berst fyrir æru sinni? Hallgerður Hauksdóttir skrifar 23. maí 2022 10:24 Einstaka feministar virðast óttast að ef það kemst upp að einstaka konur eru ofbeldismanneskjur í hjónabandi muni það skaða feminiska baráttu. Það er vitað að yfirgnæfandi meirihluti heimilisofbeldis er framið á konum af körlum og þörf á feminiskri baráttu er gríðarleg. En það tekur ekki úr sambandi að konur geta líka beitt karla ofbeldi. Andlegu, félagslegu, líkamlegu og tilfinningalegu. Þá er ekki trúverðug feminisk nálgun að þagga niður eina tegund ofbeldis til að berjast gegn annarri. Þessi nálgun virðist birtast í umræðum um Johnny Depp og Amber Heard réttarhöldin. Almenningur víða um heim fylgist náið með beinni útsendingu réttarhaldanna, undirrituð meðtalin. Fólk tjáir pirring á samfélagsmiðlum yfir að svo virðist sem Amber hafi ekki síður beitt ofbeldi en Johnny. Til þess benda gögn, vitnaleiðslur og fyrri saga beggja. Vandlæting fólks vaknar í ljósi þess að Amber kom á sama tíma fram sem einhliða fórnarlamb ofbeldis eftir hjónabandið og varð fulltrúi kvenna í baráttu gegn heimilisofbeldi. Óþol almennings gagnvart gjörðum Amber er skiljanlegt að mínu mati. Málið er mjög óþægilegt þeim feministum sem skoða heimilisofbeldi sem nánast eingöngu mögulegt frá karli til konu og skilgreina þetta óþol almennings sem einhverskonar dómgreindarleysi. Amber er útskýrð sem ,,ófullkomin kona“ sem ber ekki ábyrgð heldur hafi brugðist við ofbeldi Johnny með eigin ofbeldisverkum (e. reactive abuse). Hann ber þannig ekki aðeins ábyrgð á eigin ofbeldi heldur einnig hennar. Loks er útilokað að þetta geti verið á hinn vegin, möguleikinn á að Johnny kunni að hafa verið beittur ofbeldi af hálfu Amber og sjálfur brugðist við því, er fyrirfram sleginn út af borðinu. Af því hann er karlkyns. Mér virðist þetta mál orka mjög tvímælis og geta a.m.k. varpað ljósi á hvernig konur beita ofbeldi, hvernig sem niðurstaða réttarhaldanna verður. Það er reyndar löngu kominn tími til að ræða persónuraskanir sem geta leitt til ofbeldishegðunar án möguleika á innsæi í eigin hegðun, til dæmis narsissisma. Þetta þarf helst að gera óháð kynjum og allsendis án þess að smána persónuraskað fólk. Almenn upplýsing um slíkar raskanir getur leitt til betri almenns skilnings á ofbeldisdýnamík á milli einstaklinga og hjálpað fólki við að finna leið út úr slíkum samböndum. Áhyggjur einstaka feminista snúast um að málsóknin eyðileggi metoo hreyfinguna, eyðileggi feminiska baráttu kvenna gegn ofbeldi ef þarna er varpað ljósi á ofbeldi konu. Johnny hefði þannig átt að hverfa úr sviðsljósinu og sætta sig við að vera valdakarl sem fórnar mannorði sínu fyrir feminiska baráttu. Amber hefði bara haldið áfram sínu ofbeldi sem ,,ekki gallalaus“ kona – þetta er umhugsunarefni og væri skaðleg þöggun að mínu mati. Ég sé ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af framtíð metoo hreyfingarinnar. Eitt svona mál kollvarpar ekki árangri feminiskrar baráttu þótt það sé rætt, jafnvel þótt þar sé líka tekið tillit til ofbeldis konu í garð karls. Sagan sýnir að feminskar hreyfingar kynjabaráttu koma lífrænt fram og ýta áfram bætingu. Í gamla daga var barist um kosningarétt kvenna, aðgengi að vinnumarkaði og stjórnmálum, núna um kynfrelsi og sjálfsveruleika kvenna. Sumt er afgreitt endanlega, eins og kosningarétturinn, en annað tekur lengri tíma og er meiri dýnamík í eðli sínu. Það er verið að vinda ofan af árhundraða eða þúsunda veldi karla, uppræta menningarbundin viðmið og hugsun. Þetta tekur dálítinn tíma. Við ættum samt ekki að henda neinum út með baðvatninu, heldur berjast gegn öllum birtingarmyndum ofbeldis og líka gegn því að barátta gegn ofbeldi sé misnotuð. Höfundur er feministi og kona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgerður Hauksdóttir Deilur Johnny Depp og Amber Heard Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Einstaka feministar virðast óttast að ef það kemst upp að einstaka konur eru ofbeldismanneskjur í hjónabandi muni það skaða feminiska baráttu. Það er vitað að yfirgnæfandi meirihluti heimilisofbeldis er framið á konum af körlum og þörf á feminiskri baráttu er gríðarleg. En það tekur ekki úr sambandi að konur geta líka beitt karla ofbeldi. Andlegu, félagslegu, líkamlegu og tilfinningalegu. Þá er ekki trúverðug feminisk nálgun að þagga niður eina tegund ofbeldis til að berjast gegn annarri. Þessi nálgun virðist birtast í umræðum um Johnny Depp og Amber Heard réttarhöldin. Almenningur víða um heim fylgist náið með beinni útsendingu réttarhaldanna, undirrituð meðtalin. Fólk tjáir pirring á samfélagsmiðlum yfir að svo virðist sem Amber hafi ekki síður beitt ofbeldi en Johnny. Til þess benda gögn, vitnaleiðslur og fyrri saga beggja. Vandlæting fólks vaknar í ljósi þess að Amber kom á sama tíma fram sem einhliða fórnarlamb ofbeldis eftir hjónabandið og varð fulltrúi kvenna í baráttu gegn heimilisofbeldi. Óþol almennings gagnvart gjörðum Amber er skiljanlegt að mínu mati. Málið er mjög óþægilegt þeim feministum sem skoða heimilisofbeldi sem nánast eingöngu mögulegt frá karli til konu og skilgreina þetta óþol almennings sem einhverskonar dómgreindarleysi. Amber er útskýrð sem ,,ófullkomin kona“ sem ber ekki ábyrgð heldur hafi brugðist við ofbeldi Johnny með eigin ofbeldisverkum (e. reactive abuse). Hann ber þannig ekki aðeins ábyrgð á eigin ofbeldi heldur einnig hennar. Loks er útilokað að þetta geti verið á hinn vegin, möguleikinn á að Johnny kunni að hafa verið beittur ofbeldi af hálfu Amber og sjálfur brugðist við því, er fyrirfram sleginn út af borðinu. Af því hann er karlkyns. Mér virðist þetta mál orka mjög tvímælis og geta a.m.k. varpað ljósi á hvernig konur beita ofbeldi, hvernig sem niðurstaða réttarhaldanna verður. Það er reyndar löngu kominn tími til að ræða persónuraskanir sem geta leitt til ofbeldishegðunar án möguleika á innsæi í eigin hegðun, til dæmis narsissisma. Þetta þarf helst að gera óháð kynjum og allsendis án þess að smána persónuraskað fólk. Almenn upplýsing um slíkar raskanir getur leitt til betri almenns skilnings á ofbeldisdýnamík á milli einstaklinga og hjálpað fólki við að finna leið út úr slíkum samböndum. Áhyggjur einstaka feminista snúast um að málsóknin eyðileggi metoo hreyfinguna, eyðileggi feminiska baráttu kvenna gegn ofbeldi ef þarna er varpað ljósi á ofbeldi konu. Johnny hefði þannig átt að hverfa úr sviðsljósinu og sætta sig við að vera valdakarl sem fórnar mannorði sínu fyrir feminiska baráttu. Amber hefði bara haldið áfram sínu ofbeldi sem ,,ekki gallalaus“ kona – þetta er umhugsunarefni og væri skaðleg þöggun að mínu mati. Ég sé ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af framtíð metoo hreyfingarinnar. Eitt svona mál kollvarpar ekki árangri feminiskrar baráttu þótt það sé rætt, jafnvel þótt þar sé líka tekið tillit til ofbeldis konu í garð karls. Sagan sýnir að feminskar hreyfingar kynjabaráttu koma lífrænt fram og ýta áfram bætingu. Í gamla daga var barist um kosningarétt kvenna, aðgengi að vinnumarkaði og stjórnmálum, núna um kynfrelsi og sjálfsveruleika kvenna. Sumt er afgreitt endanlega, eins og kosningarétturinn, en annað tekur lengri tíma og er meiri dýnamík í eðli sínu. Það er verið að vinda ofan af árhundraða eða þúsunda veldi karla, uppræta menningarbundin viðmið og hugsun. Þetta tekur dálítinn tíma. Við ættum samt ekki að henda neinum út með baðvatninu, heldur berjast gegn öllum birtingarmyndum ofbeldis og líka gegn því að barátta gegn ofbeldi sé misnotuð. Höfundur er feministi og kona.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun