Bretar hóta því að ógilda hluta Brexit-samnings vegna Norður-Írlands Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2022 15:55 Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, segir reglurnar um vöruflutninga og viðskipti eftir Brexit ljón í vegi stjórnarmyndunar á Norður-Írlandi. AP/Alastair Grant Utanríkisráðherra Bretlands sagði að bresk stjórnvöld gætu neyðst til þess að fella úr gildi hluta útgöngusamnings við Evrópusambandið er breytingar yrðu ekki gerðar á landamæra- og tollaeftirliti á Norður-Írlandi. Bretar og Evrópusambandið hafa lengi vandræðast með hvað ætti að gera við Norður-Írland, breskt landsvæði sem á landamæri að Írlandi, sem er enn í Evrópusambandinu, eftir útgöngu Breta úr sambandinu. Þau vildu forðast í lengstu lög að setja þyrfti upp hefðbundin landamæri innan Írlands. Tímabundna lausnin var að koma ekki upp landamæraeftirliti á milli Írlands og Norður-Írlands en í staðinn tollaeftirliti með sumum vörum sem fara á milli Norður-Írlands og öðrum hlutum Bretlands handan Írlandshafs. Sambandssinnum á Norður-Írlandi mislíkar þetta fyrirkomulag verulega. Nú er svo komið að flokkur þeirra neitar að mynda samstarfsstjórn með írskum þjóðernissinnum eftir kosningar í síðustu viku nema því verði breytt í grundvallaratriðum. Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, ræddi við Maros Sefcovic, varaforseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í síma í dag. Þar sagði hún að fyrirkomulagið á Norður-Írlandi væri nú helsta hindrunin í vegi stjórnarmyndunar í Belfast, að sögn AP-fréttastofunnar. Breska stjórnin hefðu ekki um annað að velja en að fella úr gildi hluta útgöngusamningsins hvað þetta varðar ef sambandið sýndi ekki sveigjanleika. Talsmenn ráðuneytis Truss segja að Sefcovic hafi ekki gefið neitt eftir í samtali þeirra. Engin heimastjórn hefur verið á Norður-Írlandi frá því í febrúar þegar Paul Givan, leiðtogi DUP, flokks sambandssinna, sagði af sér sem oddviti heimastjórnarinnar til þess að mótmæla tollaeftirlitinu þar. Samkvæmt friðarsamkomulaginu sem kennt er við föstudaginn langa þurfa flokkar sambands- og þjóðernissinna að deila völdum á Norður-Írlandi. DUP hefur ekki ljáð máls á því að mynda samvinnustjórn með Sinn Fein á meðan reglurnar eftir Brexit eru óbreyttar. Bretland Evrópusambandið Norður-Írland Brexit Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira
Bretar og Evrópusambandið hafa lengi vandræðast með hvað ætti að gera við Norður-Írland, breskt landsvæði sem á landamæri að Írlandi, sem er enn í Evrópusambandinu, eftir útgöngu Breta úr sambandinu. Þau vildu forðast í lengstu lög að setja þyrfti upp hefðbundin landamæri innan Írlands. Tímabundna lausnin var að koma ekki upp landamæraeftirliti á milli Írlands og Norður-Írlands en í staðinn tollaeftirliti með sumum vörum sem fara á milli Norður-Írlands og öðrum hlutum Bretlands handan Írlandshafs. Sambandssinnum á Norður-Írlandi mislíkar þetta fyrirkomulag verulega. Nú er svo komið að flokkur þeirra neitar að mynda samstarfsstjórn með írskum þjóðernissinnum eftir kosningar í síðustu viku nema því verði breytt í grundvallaratriðum. Liz Truss, utanríkisráðherra Bretlands, ræddi við Maros Sefcovic, varaforseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í síma í dag. Þar sagði hún að fyrirkomulagið á Norður-Írlandi væri nú helsta hindrunin í vegi stjórnarmyndunar í Belfast, að sögn AP-fréttastofunnar. Breska stjórnin hefðu ekki um annað að velja en að fella úr gildi hluta útgöngusamningsins hvað þetta varðar ef sambandið sýndi ekki sveigjanleika. Talsmenn ráðuneytis Truss segja að Sefcovic hafi ekki gefið neitt eftir í samtali þeirra. Engin heimastjórn hefur verið á Norður-Írlandi frá því í febrúar þegar Paul Givan, leiðtogi DUP, flokks sambandssinna, sagði af sér sem oddviti heimastjórnarinnar til þess að mótmæla tollaeftirlitinu þar. Samkvæmt friðarsamkomulaginu sem kennt er við föstudaginn langa þurfa flokkar sambands- og þjóðernissinna að deila völdum á Norður-Írlandi. DUP hefur ekki ljáð máls á því að mynda samvinnustjórn með Sinn Fein á meðan reglurnar eftir Brexit eru óbreyttar.
Bretland Evrópusambandið Norður-Írland Brexit Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Sjá meira