Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. desember 2025 08:08 Þann 22 September 2025 var öll flugumferð stöðvuð í fjóra klukkutíma á flugvellinum í Kaupmannahöfn vegna óþekktra dróna á sveimi. EPA/STEVEN KNAP Dönsku lögreglunni er óheimilt að skjóta niður „friðsamlega“ dróna og má aðeins skjóta niður dróna úr lofti ef þeir eru taldir hættulegir. Gildir það jafnvel þótt um sé að ræða ólöglega dróna sem flogið er í óleyfi eða á svæði þar sem það er bannað. Þetta staðfestir danska dómsmálaráðuneytið nú en heilmikil umræða skapaðist um það hvers vegna óvelkomnir drónar sem röskuðu flugumferð á dönskum flugvöllum fyrr í haust voru ekki bara skotnir niður. Það vakti heimsathygli þegar lofthelgi Kaupmannahafnarflugvallar var lokað í um fjóra klukkutíma síðla kvölds þann 22. september síðastliðinn. Síðan hafa sambærilegar uppákomur átt sér stað víðar um Danmörku og í Evrópu, en í aðdragandanum höfðu rússneskir drónar rofið lofthelgi annarra Evrópuríkja. Ólögmæti og skortur á heimild til drónaflugs dugar ekki til Bæði fjölmiðlar og almenningur í Danmörku hafa síðan ítrekað spurt hvers vegna í ósköpunum drónarnir voru ekki bara skotnir niður. Svörin hafa síðan yfirleitt verið á þá leið að stjórnvöld geti skotið dróna niður, hins vegar hafi aðstæður verið metnar svo að ákveðið var að gera það ekki af öryggisástæðum. En nú kemur á daginn að hvorki lögreglan né herinn má skjóta niður óðþekkta dróna sem ekki eru hættulegir, líkt og í tilfelli sem því sem varð þann 22. september að því er fram kemur í umfjöllun danska ríkisútvarpsins, DR. Á hverjum blaðamannafundinum á fætur öðrum voru Peter Hummelgaard dómsmálaráðherra sem og fulltrúar lögreglunnar og hersins spurðir hvers vegna drónarnir voru ekki skotnir niður.EPA/Thomas Traasdahl Rætt var við Marc Schack, lögspeking og lektor í almanna- og þjóðaröryggismálum í Kaupmannahafnarháskóla sem hefur sökkt sér ofan í lög um notkun skotvopna og kemst að þessari niðurstöðu. „Ef við erum í þeirri stöðu sem stjórnvöld segja, það er að ekki hafi verið raunveruleg hætta á ferðum gagnvart fólki á jörðu niðri, og við vitum ekki hver var að verkum, þá má mann ekki með lögmætum hætti skjóta dróna niður,“ segir Schack. „Strangt til tekið á maður að standa og bíða þangað til dróninn flýgur sjálfur á brott ef eina leiðin til að stoppa hann er annars að skjóta hann niður. Samkvæmt reglunum þá á maður að láta hann vera,“ segir Schack sem ítrekar að túlkunin sé byggð á því, sem ítrekað hafi komið fram í máli stjórnvalda, að ekki hafi verið talin hætta stafa að almenningi vegna drónanna. Fallast loks á túlkunina og hafa boðað breytingar Hingað til hafa stjórnvöld ekki tjáð sig með sambærilegum hætti um þessa túlkun laganna. DR hafi síðan í september spurt varnarmálaráðuneytið, dómsmálaráðuneytið, Ríkislögreglustjóra, lögregluna í Kaupmannahöfn og dómsmálaráðherrann um það hvort sé til staðar í lögum heimild til að skjóta niður ólöglega, óþekkta og óhættulega dróna, til dæmis yfir flugvellinum í Kaupmannahöfn. Jafnvel þótt bæði ráðherra og lögreglan hafi sagt að stjórnvöld gætu skotið drónana niður þá mega þau það ekki að sögn Schack. „Nei, ekki í tilfellum eins og því sem er lýst,“ segir hann, en ástæðan er lagatæknileg. Í sumar voru hins vegar gerðar breytingar á lögum sem nú heimila hernum að skjóta niður dróna sem flogið er yfir hernaðarlega innviði og konunglegar hallir. Sú heimild nær þó ekki til annarra staða um landið. Boðaðar hafa verið breytingar sem ætlað er að rýmka þessar reglur, og loks nú hefur dómsmálaráðuneytið svarað DR á þá leið að lögreglunni sé aðeins heimilt að nota skotvopn til að skjóta niður dróna ef hætta er á ferðum. Danmörk Ólögleg drónaumferð á evrópskum flugvöllum Fjölþáttaógnir Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Það vakti heimsathygli þegar lofthelgi Kaupmannahafnarflugvallar var lokað í um fjóra klukkutíma síðla kvölds þann 22. september síðastliðinn. Síðan hafa sambærilegar uppákomur átt sér stað víðar um Danmörku og í Evrópu, en í aðdragandanum höfðu rússneskir drónar rofið lofthelgi annarra Evrópuríkja. Ólögmæti og skortur á heimild til drónaflugs dugar ekki til Bæði fjölmiðlar og almenningur í Danmörku hafa síðan ítrekað spurt hvers vegna í ósköpunum drónarnir voru ekki bara skotnir niður. Svörin hafa síðan yfirleitt verið á þá leið að stjórnvöld geti skotið dróna niður, hins vegar hafi aðstæður verið metnar svo að ákveðið var að gera það ekki af öryggisástæðum. En nú kemur á daginn að hvorki lögreglan né herinn má skjóta niður óðþekkta dróna sem ekki eru hættulegir, líkt og í tilfelli sem því sem varð þann 22. september að því er fram kemur í umfjöllun danska ríkisútvarpsins, DR. Á hverjum blaðamannafundinum á fætur öðrum voru Peter Hummelgaard dómsmálaráðherra sem og fulltrúar lögreglunnar og hersins spurðir hvers vegna drónarnir voru ekki skotnir niður.EPA/Thomas Traasdahl Rætt var við Marc Schack, lögspeking og lektor í almanna- og þjóðaröryggismálum í Kaupmannahafnarháskóla sem hefur sökkt sér ofan í lög um notkun skotvopna og kemst að þessari niðurstöðu. „Ef við erum í þeirri stöðu sem stjórnvöld segja, það er að ekki hafi verið raunveruleg hætta á ferðum gagnvart fólki á jörðu niðri, og við vitum ekki hver var að verkum, þá má mann ekki með lögmætum hætti skjóta dróna niður,“ segir Schack. „Strangt til tekið á maður að standa og bíða þangað til dróninn flýgur sjálfur á brott ef eina leiðin til að stoppa hann er annars að skjóta hann niður. Samkvæmt reglunum þá á maður að láta hann vera,“ segir Schack sem ítrekar að túlkunin sé byggð á því, sem ítrekað hafi komið fram í máli stjórnvalda, að ekki hafi verið talin hætta stafa að almenningi vegna drónanna. Fallast loks á túlkunina og hafa boðað breytingar Hingað til hafa stjórnvöld ekki tjáð sig með sambærilegum hætti um þessa túlkun laganna. DR hafi síðan í september spurt varnarmálaráðuneytið, dómsmálaráðuneytið, Ríkislögreglustjóra, lögregluna í Kaupmannahöfn og dómsmálaráðherrann um það hvort sé til staðar í lögum heimild til að skjóta niður ólöglega, óþekkta og óhættulega dróna, til dæmis yfir flugvellinum í Kaupmannahöfn. Jafnvel þótt bæði ráðherra og lögreglan hafi sagt að stjórnvöld gætu skotið drónana niður þá mega þau það ekki að sögn Schack. „Nei, ekki í tilfellum eins og því sem er lýst,“ segir hann, en ástæðan er lagatæknileg. Í sumar voru hins vegar gerðar breytingar á lögum sem nú heimila hernum að skjóta niður dróna sem flogið er yfir hernaðarlega innviði og konunglegar hallir. Sú heimild nær þó ekki til annarra staða um landið. Boðaðar hafa verið breytingar sem ætlað er að rýmka þessar reglur, og loks nú hefur dómsmálaráðuneytið svarað DR á þá leið að lögreglunni sé aðeins heimilt að nota skotvopn til að skjóta niður dróna ef hætta er á ferðum.
Danmörk Ólögleg drónaumferð á evrópskum flugvöllum Fjölþáttaógnir Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira