Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Kjartan Kjartansson skrifar 5. desember 2025 16:00 Bandarískir ráðamenn enduróma málflutning fjarhægriafla og hvítra þjóðernissinna í Evrópu um meint hrun vestrænnar siðmenningar vegna fjölgunar innflytjenda í nýrri þjóðaröryggisáætlun. AP/Julia Demaree Nikhinson Bandarísk stjórnvöld telja evrópska ráðamenn hafa óraunhæfar væntingar um stríðið í Úkraínu og að þeir beiti ólýðræðislegum aðferðum til að þagga niður í andófsröddum við það heima fyrir. Þá telja þau Evrópu standa frammi fyrir „eyðingu“ siðmenningar sinnar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri þjóðaröryggisáætlun Bandaríkjastjórnar sem var birt í dag. Í henni birtist heimsýn er gerólík þeirri sem bandarísk stjórnvöld hafa að jafnaði talað fyrir undanfarna áratugi. Ekkert er vikið að lýðræðislegum gildum, mannréttindum eða virðingu fyrir lögum og reglum í kafla áætlunarinnar um hvað Bandaríkjastjórn vilji í og frá heimsbyggðinni. Þess í stað segir í áætlunin að markmiðið sé að vesturhvel jarðar verði nógu stöðugt og vel stjórnað til þess að koma í veg fyrir fjöldaflutninga fólks til Bandaríkjanna. Bandaríkjastjórn sækist jafnframt eftir samvinnu annarra ríkja gegn „fíkniefnahryðjuverkamönnum“, glæpagengjum og öðrum alþjóðlegum glæpahringjum. Álfan verði óþekkjanleg Áætlunin gengur langt í gagnrýni á Evrópu og stjórnvöld í álfunni. Í henni segir að Bandaríkjastjórn vilji styðja bandamenn sína í að verja frelsi og öryggi Evrópu um leið og þeim verði hjálpað að endurheimta „siðmenningarlegt sjálfsöryggi“ sitt og vestræna sjálfsmynd. Álfan standi ekki aðeins frammi fyrir efnahagslegri hnignun heldur „siðmenningarlegri eyðingu“. Evrópusambandið og aðrar fjölþjóðastofnanir grafi undan pólitísku frelsi og fullveldi. Innflytjendastefna gerbreyti álfunni og skapi ágreining, ritskoðun og kúgun á pólitísku andófi, lækkandi fæðingartíðni og glataðri þjóðarsjálfsmynd og sjálfstrausti. „Haldi þessi þróun áfram verður álfan óþekkjanleg eftir tuttugu ár eða jafnvel minna,“ segir í áætluninni sem bergmálar málflutning ýmissa fjarhægrisinnaðra afla í Evrópu og hvítra þjóðernissinna. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafa að undanförnu lagt lykkju á leið sína til þess að hitta fulltrúa fjarhægriflokka í Evrópu, meðal annars þeirra sem hefðbundnir flokkar neita að vinna með eins og Valkosti fyrir Þýskaland. Traðki á lýðræðislegum gildum Bandaríkjastjórn telur sjálfa sig þurfa að miðla málum á milli Rússlands og Evrópu vegna vaxandi spennu á milli þeirra, meðal annars til þess að draga úr hættunni á átökum á milli þeirra. Það séu kjarnahagsmunir Bandaríkjanna að semja um skjótan endi á stríðinu í Úkraínu til þess að koma á stöðugleika í Evrópu, koma í veg fyrir frekari stigmögnun átaka og koma á stöðugu sambandi við Rússland. Vísað er til ólíkrar sýnar Bandaríkjastjórnar og evrópskra ráðamanna til stríðsins í Úkraínu í áætluninni. „Trump-stjórnin er á öndverðum meiði við evrópska embættismenn sem eru með óraunhæfar væntingar um stríðið þar sem þeir sitja í óstöðugum minnihlutastjórnum, sem traðka margar á grundvallargildum lýðræðisins til þess að bæla niður andstöðu,“ segir í áætluninni. Halda höfundur áætlunarinnar því fram að mikill meirihluti Evrópubúa vilji frið en sá vilji komi ekki fram í stefnu stjórnvalda „að miklu leyti vegna þess að þessar ríkisstjórnir grafa undan lýðræðislegum ferlum“. Skoðanakannanir í Evrópu benda þvert á móti til þess að meirihluti íbúa álfunnar sé fylgjandi því að styðja varnir Úkraínu gegn Rússum. Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri þjóðaröryggisáætlun Bandaríkjastjórnar sem var birt í dag. Í henni birtist heimsýn er gerólík þeirri sem bandarísk stjórnvöld hafa að jafnaði talað fyrir undanfarna áratugi. Ekkert er vikið að lýðræðislegum gildum, mannréttindum eða virðingu fyrir lögum og reglum í kafla áætlunarinnar um hvað Bandaríkjastjórn vilji í og frá heimsbyggðinni. Þess í stað segir í áætlunin að markmiðið sé að vesturhvel jarðar verði nógu stöðugt og vel stjórnað til þess að koma í veg fyrir fjöldaflutninga fólks til Bandaríkjanna. Bandaríkjastjórn sækist jafnframt eftir samvinnu annarra ríkja gegn „fíkniefnahryðjuverkamönnum“, glæpagengjum og öðrum alþjóðlegum glæpahringjum. Álfan verði óþekkjanleg Áætlunin gengur langt í gagnrýni á Evrópu og stjórnvöld í álfunni. Í henni segir að Bandaríkjastjórn vilji styðja bandamenn sína í að verja frelsi og öryggi Evrópu um leið og þeim verði hjálpað að endurheimta „siðmenningarlegt sjálfsöryggi“ sitt og vestræna sjálfsmynd. Álfan standi ekki aðeins frammi fyrir efnahagslegri hnignun heldur „siðmenningarlegri eyðingu“. Evrópusambandið og aðrar fjölþjóðastofnanir grafi undan pólitísku frelsi og fullveldi. Innflytjendastefna gerbreyti álfunni og skapi ágreining, ritskoðun og kúgun á pólitísku andófi, lækkandi fæðingartíðni og glataðri þjóðarsjálfsmynd og sjálfstrausti. „Haldi þessi þróun áfram verður álfan óþekkjanleg eftir tuttugu ár eða jafnvel minna,“ segir í áætluninni sem bergmálar málflutning ýmissa fjarhægrisinnaðra afla í Evrópu og hvítra þjóðernissinna. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafa að undanförnu lagt lykkju á leið sína til þess að hitta fulltrúa fjarhægriflokka í Evrópu, meðal annars þeirra sem hefðbundnir flokkar neita að vinna með eins og Valkosti fyrir Þýskaland. Traðki á lýðræðislegum gildum Bandaríkjastjórn telur sjálfa sig þurfa að miðla málum á milli Rússlands og Evrópu vegna vaxandi spennu á milli þeirra, meðal annars til þess að draga úr hættunni á átökum á milli þeirra. Það séu kjarnahagsmunir Bandaríkjanna að semja um skjótan endi á stríðinu í Úkraínu til þess að koma á stöðugleika í Evrópu, koma í veg fyrir frekari stigmögnun átaka og koma á stöðugu sambandi við Rússland. Vísað er til ólíkrar sýnar Bandaríkjastjórnar og evrópskra ráðamanna til stríðsins í Úkraínu í áætluninni. „Trump-stjórnin er á öndverðum meiði við evrópska embættismenn sem eru með óraunhæfar væntingar um stríðið þar sem þeir sitja í óstöðugum minnihlutastjórnum, sem traðka margar á grundvallargildum lýðræðisins til þess að bæla niður andstöðu,“ segir í áætluninni. Halda höfundur áætlunarinnar því fram að mikill meirihluti Evrópubúa vilji frið en sá vilji komi ekki fram í stefnu stjórnvalda „að miklu leyti vegna þess að þessar ríkisstjórnir grafa undan lýðræðislegum ferlum“. Skoðanakannanir í Evrópu benda þvert á móti til þess að meirihluti íbúa álfunnar sé fylgjandi því að styðja varnir Úkraínu gegn Rússum.
Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Fleiri fréttir Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila