Nýtum kosningaréttinn Mjöll Matthíasdóttir skrifar 29. apríl 2022 14:01 Grunnskólakennarar velja forystusveit sína á næstu dögum. Í annað sinn í sögu félagsins geta allir félagsmenn tekið þátt í kosningu. Mikilvægt er að grunnskólakennarar sýni styrk sinn og nýti kosningaréttinn. Félag grunnskólakennara er fjölmennasta aðildarfélag Kennarasambands Íslands. Markmiðið með stofnun KÍ fyrir 22 árum var „að sterkari værum við saman“. Það á jafn vel við nú. Kjör og starfsaðstæður kennara eiga að vera sambærileg kjörum sérfræðinga á almennum markaði. Ekki verður lengur undan vikist að hefja þá leiðréttingu launa sem lofað var þegar breytt skipan lífeyrismála tók gildi 2017. Jöfnun launa milli markaða átti að ná á 6-10 árum! Nú þurfa þær lausnir að líta dagsljós. Kennarar allra skólastiga þurfa saman að sækja þessa leiðréttingu. Traust verður að ríkja í samstarfi aðildarfélaga KÍ. Ég gef kost á mér í formannskjöri FG. Ákvörðun um það var tekin að vel athuguðu máli. Hvatning og ósk kennara um að hafa val í kjörinu skipti miklu.Ég þekki vel til uppbyggingar félagasamtaka okkar kennara. Hef setið í stjórn og samninganefnd FG og er formaður svæðafélags. Þau sem farið hafa fyrir félaginu síðustu ár boðuðu breytingar þegar þau voru kjörin. Hvernig til hefur tekist verður hver að dæma fyrir sig. Mér hefur þótt skorta á upplýsingagjöf til félagsmanna og samráð. Á vettvangi félagsins finnst mér lítið rúm fyrir ólíkar skoðanir eða rökræður. Þessu þarf að breyta. Forysta FG þarf að afla sér traustrar þekkingar á starfsaðstæðum félagsmanna. Hver er afstaða þeirra til breytinga eða úrbóta? Hvert vilja félagsmenn stefna? Með lifandi og virku samtali innan félagsins verðum við sterkari.Ég vil sjá félagið styðja betur við trúnaðarmenn. Þeir þurfa að hafa greiðan aðgang að upplýsingum og ráðgjöf. Ég vil sjá félagið veita félagsmönnum skilvirka og öfluga þjónustu. Þar kemur til kasta samstarfs við önnur aðildarfélög KÍ og þeirrar þjónustu sem miðlæg skrifstofa styður við. Að vera kennari er fjölbreytt og gefandi starf. Okkur er treyst fyrir mikilvægu verkefni. Menntun þjóðar. Stöndum vörð um réttindi okkar og kjör. Höfundur er grunnskólakennari í Þingeyjarskóla og frambjóðandi í formannskjöri Félags grunnskólakennara 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Grunnskólar Stéttarfélög Félagasamtök Mjöll Matthíasdóttir Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Grunnskólakennarar velja forystusveit sína á næstu dögum. Í annað sinn í sögu félagsins geta allir félagsmenn tekið þátt í kosningu. Mikilvægt er að grunnskólakennarar sýni styrk sinn og nýti kosningaréttinn. Félag grunnskólakennara er fjölmennasta aðildarfélag Kennarasambands Íslands. Markmiðið með stofnun KÍ fyrir 22 árum var „að sterkari værum við saman“. Það á jafn vel við nú. Kjör og starfsaðstæður kennara eiga að vera sambærileg kjörum sérfræðinga á almennum markaði. Ekki verður lengur undan vikist að hefja þá leiðréttingu launa sem lofað var þegar breytt skipan lífeyrismála tók gildi 2017. Jöfnun launa milli markaða átti að ná á 6-10 árum! Nú þurfa þær lausnir að líta dagsljós. Kennarar allra skólastiga þurfa saman að sækja þessa leiðréttingu. Traust verður að ríkja í samstarfi aðildarfélaga KÍ. Ég gef kost á mér í formannskjöri FG. Ákvörðun um það var tekin að vel athuguðu máli. Hvatning og ósk kennara um að hafa val í kjörinu skipti miklu.Ég þekki vel til uppbyggingar félagasamtaka okkar kennara. Hef setið í stjórn og samninganefnd FG og er formaður svæðafélags. Þau sem farið hafa fyrir félaginu síðustu ár boðuðu breytingar þegar þau voru kjörin. Hvernig til hefur tekist verður hver að dæma fyrir sig. Mér hefur þótt skorta á upplýsingagjöf til félagsmanna og samráð. Á vettvangi félagsins finnst mér lítið rúm fyrir ólíkar skoðanir eða rökræður. Þessu þarf að breyta. Forysta FG þarf að afla sér traustrar þekkingar á starfsaðstæðum félagsmanna. Hver er afstaða þeirra til breytinga eða úrbóta? Hvert vilja félagsmenn stefna? Með lifandi og virku samtali innan félagsins verðum við sterkari.Ég vil sjá félagið styðja betur við trúnaðarmenn. Þeir þurfa að hafa greiðan aðgang að upplýsingum og ráðgjöf. Ég vil sjá félagið veita félagsmönnum skilvirka og öfluga þjónustu. Þar kemur til kasta samstarfs við önnur aðildarfélög KÍ og þeirrar þjónustu sem miðlæg skrifstofa styður við. Að vera kennari er fjölbreytt og gefandi starf. Okkur er treyst fyrir mikilvægu verkefni. Menntun þjóðar. Stöndum vörð um réttindi okkar og kjör. Höfundur er grunnskólakennari í Þingeyjarskóla og frambjóðandi í formannskjöri Félags grunnskólakennara 2022.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar