Að láta verkin tala í stað þess að tala bara Sandra Bryndísardóttir Franks skrifar 31. mars 2022 09:00 Ráðherrar og forstöðumenn heilbrigðisstofnana hafa að undanförnu talað mikið um „mönnunarvanda“ heilbrigðiskerfisins og mikilvægi þess að hlúið sé að heilbrigðisstarfsfólki meðal annars með hækkun launa. Sjúkraliðafélag Íslands tekur undir þau orð en furðar sig á, að á sama tíma hvorki gengur né rekur í viðræðum sem nú standa yfir um uppfærslu stofnanasamninga þessara sömu heilbrigðisstofnana við sjúkraliða. Þessar viðræður hafa nú staðið yfir á annað ár án þess að nokkuð þoki í þá átt sem þessi sömu stjórnvöld tala fyrir. Ríkisstjórnin hefur stært sig á því hafa bætt við fjárveitingar til heilbrigðisstofnana í síðustu fjárlögum og er það afar sérkennilegt að það skili sér ekki til starfsfólksins í gegnum stofnanasamninga. Í tilviki Landspítalans væri heildarkostnaðarauki spítalans við leiðréttingu stofnanasamnings sjúkraliða einungis um 0,2%, en samt hafa fulltrúar spítalans ítrekað hafnað því að uppfæra stofnanasamninginn. Mönnunarvandi heilbrigðiskerfisins setur öryggi sjúklinga í uppnám og dregur eðlilega úr gæðum þjónustunnar. Menntað heilbrigðisstarfsfólk hefur í of miklum mæli leitað í önnur störf utan heilbrigðiskerfisins. Raunveruleg kjarabót í gegnum stofnanasamninga myndi því skipta miklu máli. Rétt eins og heilbrigðisstéttir innan BHM hafa gert, skorar Sjúkraliðafélag Íslands á ráðherra heilbrigðismála og fjármála ásamt forstjóra heilbrigðisstofnana að grípa hér inn í. Þeirra er ábyrgðin. Nú er tækifæri til að láta verkin tala í stað þess að tala bara. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Sandra B. Franks Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ráðherrar og forstöðumenn heilbrigðisstofnana hafa að undanförnu talað mikið um „mönnunarvanda“ heilbrigðiskerfisins og mikilvægi þess að hlúið sé að heilbrigðisstarfsfólki meðal annars með hækkun launa. Sjúkraliðafélag Íslands tekur undir þau orð en furðar sig á, að á sama tíma hvorki gengur né rekur í viðræðum sem nú standa yfir um uppfærslu stofnanasamninga þessara sömu heilbrigðisstofnana við sjúkraliða. Þessar viðræður hafa nú staðið yfir á annað ár án þess að nokkuð þoki í þá átt sem þessi sömu stjórnvöld tala fyrir. Ríkisstjórnin hefur stært sig á því hafa bætt við fjárveitingar til heilbrigðisstofnana í síðustu fjárlögum og er það afar sérkennilegt að það skili sér ekki til starfsfólksins í gegnum stofnanasamninga. Í tilviki Landspítalans væri heildarkostnaðarauki spítalans við leiðréttingu stofnanasamnings sjúkraliða einungis um 0,2%, en samt hafa fulltrúar spítalans ítrekað hafnað því að uppfæra stofnanasamninginn. Mönnunarvandi heilbrigðiskerfisins setur öryggi sjúklinga í uppnám og dregur eðlilega úr gæðum þjónustunnar. Menntað heilbrigðisstarfsfólk hefur í of miklum mæli leitað í önnur störf utan heilbrigðiskerfisins. Raunveruleg kjarabót í gegnum stofnanasamninga myndi því skipta miklu máli. Rétt eins og heilbrigðisstéttir innan BHM hafa gert, skorar Sjúkraliðafélag Íslands á ráðherra heilbrigðismála og fjármála ásamt forstjóra heilbrigðisstofnana að grípa hér inn í. Þeirra er ábyrgðin. Nú er tækifæri til að láta verkin tala í stað þess að tala bara. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar