Að láta verkin tala í stað þess að tala bara Sandra Bryndísardóttir Franks skrifar 31. mars 2022 09:00 Ráðherrar og forstöðumenn heilbrigðisstofnana hafa að undanförnu talað mikið um „mönnunarvanda“ heilbrigðiskerfisins og mikilvægi þess að hlúið sé að heilbrigðisstarfsfólki meðal annars með hækkun launa. Sjúkraliðafélag Íslands tekur undir þau orð en furðar sig á, að á sama tíma hvorki gengur né rekur í viðræðum sem nú standa yfir um uppfærslu stofnanasamninga þessara sömu heilbrigðisstofnana við sjúkraliða. Þessar viðræður hafa nú staðið yfir á annað ár án þess að nokkuð þoki í þá átt sem þessi sömu stjórnvöld tala fyrir. Ríkisstjórnin hefur stært sig á því hafa bætt við fjárveitingar til heilbrigðisstofnana í síðustu fjárlögum og er það afar sérkennilegt að það skili sér ekki til starfsfólksins í gegnum stofnanasamninga. Í tilviki Landspítalans væri heildarkostnaðarauki spítalans við leiðréttingu stofnanasamnings sjúkraliða einungis um 0,2%, en samt hafa fulltrúar spítalans ítrekað hafnað því að uppfæra stofnanasamninginn. Mönnunarvandi heilbrigðiskerfisins setur öryggi sjúklinga í uppnám og dregur eðlilega úr gæðum þjónustunnar. Menntað heilbrigðisstarfsfólk hefur í of miklum mæli leitað í önnur störf utan heilbrigðiskerfisins. Raunveruleg kjarabót í gegnum stofnanasamninga myndi því skipta miklu máli. Rétt eins og heilbrigðisstéttir innan BHM hafa gert, skorar Sjúkraliðafélag Íslands á ráðherra heilbrigðismála og fjármála ásamt forstjóra heilbrigðisstofnana að grípa hér inn í. Þeirra er ábyrgðin. Nú er tækifæri til að láta verkin tala í stað þess að tala bara. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Sandra B. Franks Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ráðherrar og forstöðumenn heilbrigðisstofnana hafa að undanförnu talað mikið um „mönnunarvanda“ heilbrigðiskerfisins og mikilvægi þess að hlúið sé að heilbrigðisstarfsfólki meðal annars með hækkun launa. Sjúkraliðafélag Íslands tekur undir þau orð en furðar sig á, að á sama tíma hvorki gengur né rekur í viðræðum sem nú standa yfir um uppfærslu stofnanasamninga þessara sömu heilbrigðisstofnana við sjúkraliða. Þessar viðræður hafa nú staðið yfir á annað ár án þess að nokkuð þoki í þá átt sem þessi sömu stjórnvöld tala fyrir. Ríkisstjórnin hefur stært sig á því hafa bætt við fjárveitingar til heilbrigðisstofnana í síðustu fjárlögum og er það afar sérkennilegt að það skili sér ekki til starfsfólksins í gegnum stofnanasamninga. Í tilviki Landspítalans væri heildarkostnaðarauki spítalans við leiðréttingu stofnanasamnings sjúkraliða einungis um 0,2%, en samt hafa fulltrúar spítalans ítrekað hafnað því að uppfæra stofnanasamninginn. Mönnunarvandi heilbrigðiskerfisins setur öryggi sjúklinga í uppnám og dregur eðlilega úr gæðum þjónustunnar. Menntað heilbrigðisstarfsfólk hefur í of miklum mæli leitað í önnur störf utan heilbrigðiskerfisins. Raunveruleg kjarabót í gegnum stofnanasamninga myndi því skipta miklu máli. Rétt eins og heilbrigðisstéttir innan BHM hafa gert, skorar Sjúkraliðafélag Íslands á ráðherra heilbrigðismála og fjármála ásamt forstjóra heilbrigðisstofnana að grípa hér inn í. Þeirra er ábyrgðin. Nú er tækifæri til að láta verkin tala í stað þess að tala bara. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun